Golf er stundum furðuleg íþrótt: Úr verstu upplifun kylfings í þá bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 10:00 Hayden Buckley á ekki eftir að gleyma þessum tveimur holum í bráð. Getty/Dylan Buell Bandaríski kylfingurinn Hayden Buckley upplifði um helgina tvær afar ólíkar holur og það hvor á eftir annarri. Buckley var að keppa á 3M Open á bandarísku meistararöðinni en spilað var á golfvellinum í Blaine í Minnesota fylki. Hann lenti í miklum vandræðum á öðrum hringnum, var með þrjá skramba á fyrstu fimmtán holunum og var þá kominn sex högg yfir parið. Nei þessi stika er ekkert fyrir Ofan á það þá tók við afar skrautleg sextánda hola. Buckley rétt slapp við að slá út í vatnið en þegar hann ætlaði að slá aftur inn á brautina þá fór kúlan í stiku og út í vatnið. Buckley tók upp stikuna í pirringi og kastaði henni í jörðina. Hann endaði á því að klára holuna á sex höggum eða tvöföldum skolla. „Kylfusveininn spurði mig hvort að þessi stika væri fyrir en ég svaraði honum að það væri ekki nokkur hætta á því,“ sagði Hayden Buckley um höggið sem hæfði stikuna og endaði út í vatninu. NBC segir frá. „Á þessum tímapunkti þá var ég farinn að hugsa bara um að bóka ferðina heim,“ sagði Buckley en hann gekk síðan upp á sautjándu holuna. Fékk smá ástæðu til að brosa Þar hitti Buckley golfboltann frábærlega og fór holu í höggi. Úr verstu upplifun kylfings í þá bestu. „Ég fékk alla vega smá ástæðu til að brosa á leiðinni heim. Heilt yfir þá var þetta hræðilegur dagur en þessi hola í höggi sá til þess að ég kláraði undir áttatíu höggum,“ sagði Buckley. Buckley náði skiljanlega ekki niðurskurðinum og kláraði því ekki fleiri hringi á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af honum á þessum tveimur holum. Myndbandið sést ef flett er. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Buckley var að keppa á 3M Open á bandarísku meistararöðinni en spilað var á golfvellinum í Blaine í Minnesota fylki. Hann lenti í miklum vandræðum á öðrum hringnum, var með þrjá skramba á fyrstu fimmtán holunum og var þá kominn sex högg yfir parið. Nei þessi stika er ekkert fyrir Ofan á það þá tók við afar skrautleg sextánda hola. Buckley rétt slapp við að slá út í vatnið en þegar hann ætlaði að slá aftur inn á brautina þá fór kúlan í stiku og út í vatnið. Buckley tók upp stikuna í pirringi og kastaði henni í jörðina. Hann endaði á því að klára holuna á sex höggum eða tvöföldum skolla. „Kylfusveininn spurði mig hvort að þessi stika væri fyrir en ég svaraði honum að það væri ekki nokkur hætta á því,“ sagði Hayden Buckley um höggið sem hæfði stikuna og endaði út í vatninu. NBC segir frá. „Á þessum tímapunkti þá var ég farinn að hugsa bara um að bóka ferðina heim,“ sagði Buckley en hann gekk síðan upp á sautjándu holuna. Fékk smá ástæðu til að brosa Þar hitti Buckley golfboltann frábærlega og fór holu í höggi. Úr verstu upplifun kylfings í þá bestu. „Ég fékk alla vega smá ástæðu til að brosa á leiðinni heim. Heilt yfir þá var þetta hræðilegur dagur en þessi hola í höggi sá til þess að ég kláraði undir áttatíu höggum,“ sagði Buckley. Buckley náði skiljanlega ekki niðurskurðinum og kláraði því ekki fleiri hringi á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af honum á þessum tveimur holum. Myndbandið sést ef flett er. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira