Fram 4-1 Valur
Framarar sneru aftur úr fríi með stæl og fóru illa með Valsara í Úlfarárdalnum. Heimamenn leiddu 3-0 eftir fyrri hálfleikinn og unnu að endingu 4-1 sigur.
ÍA 1-3 Stjarnan
Unglegt lið Stjörnunnar gerði góða ferð á Skipaskaga. Mark Viktors Jónssonar veitti þeim gulklæddu forystuna en gestirnir komu sterkir til baka til að tryggja sér 3-1 útisigur.
Víkingur 5-1 HK
Víkingur batt enda á erfitt gengi sitt með öruggum sigri á HK. HK-ingar voru vel inni í leiknum framan af en eftir því sem leið á stungu Víkingar af. 5-1 sigur niðurstaðan.
Vestri 0-2 FH
Það tók sinn tíma fyrir Hafnfirðinga að brjóta ísinn á Ísafirði en sterkur 2-0 sigur niðurstaðan þökk sé tveimur mörkum seint í leiknum.