Byrja á að hvessa síðdegis með austan og norðaustan hvassviðri eða stormi, sérstaklega með suðausturströndinni. Búast má við miklu vatnsveðri á Suðausturlandi, Austfjörðum og Ströndum með kvöldinu, í nótt og mest allan morgundaginn, að því er kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.
Gul viðvörun vegna hvassviðris eða storms tekur gildi á Suðausturlandi og Miðhálendinu klukkan 15:00 og á Suðurlandi, klukkan 18:00. Sérstaklega er varað við hvassviðri í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Á Austurfjörðum tekur gul viðvörun vegna rigningar gildi á miðnætti. Varað er við vatnavöxtum í ám og lækjum og aukinni hættu á flóðum og skriðuföllum.
Ekki á að lægja sunnan- og austanlands fyrr en eftir hádegi á morgun. Þá gengur í norðaustan hvassviðri norðvestantil.
Rigning verður víða um land á morgun, talsverð eða mikil úrkoma á Suðausturlandi og Austfjöðrum en stytta á upp sunnan- og austantil annað kvöld. Heldur á að kólna í veðri.