Veður

Leiðinda­veður um allt land vegna djúprar lægðar

Kjartan Kjartansson skrifar
Hvasst hefur verið í Vestmannaeyjum það sem af er verslunarmannahelgar. Önnur gul viðvörun tekur gildi þar um miðjan daginn.
Hvasst hefur verið í Vestmannaeyjum það sem af er verslunarmannahelgar. Önnur gul viðvörun tekur gildi þar um miðjan daginn. Vísir/Viktor Freyr

Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða rigningar taka gildi á landinu sunnan- og austanverðu í dag. Djúp lægð stefnir að landinu og veldur leiðindaveðri um landið allt

Byrja á að hvessa síðdegis með austan og norðaustan hvassviðri eða stormi, sérstaklega með suðausturströndinni. Búast má við miklu vatnsveðri á Suðausturlandi, Austfjörðum og Ströndum með kvöldinu, í nótt og mest allan morgundaginn, að því er kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Gul viðvörun vegna hvassviðris eða storms tekur gildi á Suðausturlandi og Miðhálendinu klukkan 15:00 og á Suðurlandi, klukkan 18:00. Sérstaklega er varað við hvassviðri í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Á Austurfjörðum tekur gul viðvörun vegna rigningar gildi á miðnætti. Varað er við vatnavöxtum í ám og lækjum og aukinni hættu á flóðum og skriðuföllum.

Ekki á að lægja sunnan- og austanlands fyrr en eftir hádegi á morgun. Þá gengur í norðaustan hvassviðri norðvestantil.

Rigning verður víða um land á morgun, talsverð eða mikil úrkoma á Suðausturlandi og Austfjöðrum en stytta á upp sunnan- og austantil annað kvöld. Heldur á að kólna í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×