Segja að það pissi allir í laugina á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 23:00 Kate Douglass, Ólympíumeistari í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París, er ein af þeim sem svaraði spurningunni. Getty/Luke Hales Eftir alla umræðuna um að skolpið í París sé að gera Signu hættulega fyrir sundhluta þríþrautarinnar þá er eitt versta geymda leyndarmálið í sundinu að keppendur eru óhræddir við það að losa sig við þvag í sundlauginni. Summer Sanders, fyrrum gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum, er á leikunum fyrir Yahoo Sports og hún spurði sundfólk út í það hvort þau pissi í Ólympíulaugina. „Já ég geri það,“ sagði sundkonan Olivia Chambers. „Ef þú segist ekki pissa í laugina þá ertu að ljúga, því allir gera það og þau gera meira af því en þú heldur,“ sagði sundkonan Kate Douglass. Douglass varð Ólympíumeistari í 200 metra bringusundi á leikunum í París og silfur í 200 metra fjórsundi. Svo hinir sem ljúga „Það eru þau sem segja sannleikann og svo hinir sem ljúga. Það pissa allir í laugina,“ sagði sundmaðurinn Bobby Finke. Finke vann gull í 1500 metra skriðsundi á nýju heimsmeti og silfur í 800 metra skriðsundi í París en hann er líka tvöfaldur gullverðlaunahafi frá því á ÓL í Tókýó. „Jú ég pissa í laugina. Það er enginn tími fyrir mig að fara upp úr lauginni og á klósettið ef ég þarf að pissa,“ sagði sundkonan Jessica Long sem hefur unnið sextán gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra í gegnum tíðina. Sem betur fer er klórið í lauginni að gera sitt og bakteríurnar eiga því ekki möguleika í lauginni ólíkt því hvernig þær fá að valsa um í ánni Signu. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Sjá meira
Summer Sanders, fyrrum gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum, er á leikunum fyrir Yahoo Sports og hún spurði sundfólk út í það hvort þau pissi í Ólympíulaugina. „Já ég geri það,“ sagði sundkonan Olivia Chambers. „Ef þú segist ekki pissa í laugina þá ertu að ljúga, því allir gera það og þau gera meira af því en þú heldur,“ sagði sundkonan Kate Douglass. Douglass varð Ólympíumeistari í 200 metra bringusundi á leikunum í París og silfur í 200 metra fjórsundi. Svo hinir sem ljúga „Það eru þau sem segja sannleikann og svo hinir sem ljúga. Það pissa allir í laugina,“ sagði sundmaðurinn Bobby Finke. Finke vann gull í 1500 metra skriðsundi á nýju heimsmeti og silfur í 800 metra skriðsundi í París en hann er líka tvöfaldur gullverðlaunahafi frá því á ÓL í Tókýó. „Jú ég pissa í laugina. Það er enginn tími fyrir mig að fara upp úr lauginni og á klósettið ef ég þarf að pissa,“ sagði sundkonan Jessica Long sem hefur unnið sextán gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra í gegnum tíðina. Sem betur fer er klórið í lauginni að gera sitt og bakteríurnar eiga því ekki möguleika í lauginni ólíkt því hvernig þær fá að valsa um í ánni Signu. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Sjá meira