„Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2024 13:30 Guðlaugur Þór ræddi meðal annars aðkomu hans að nýsköpunarverkefnum í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekkert óeðlilegt við að ráðherrar tali fyrir og ryðji brautina fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Fjölmörg dæmi séu um að mikill ávinningur hafi náðst fyrir samfélagið allt með tilkomu slíkra fyrirtækja. Guðlaugur var spurður út í bandaríska fyrirtækið Running Tide, sem lagði upp laupana í byrjun sumars í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið var með starfsemi á Akranesi og hefur verið fjallað um að það hafi fengið hraða meðferð í gegnum íslenska stjórnsýslu og starfsemin ekki verið undir neinu eftirliti. „Ég hef alla jafna talað vel um nýsköpun og þarna er um það að ræða. Þeir settu mikla fjármuni í þetta sem nýttist íslensku efnahagslífi. Svo hættu þeir starfsemi,“ sagði Guðlaugur Þór. Var það ekki óábyrgt af þér og tveimur samráðherrum þínum að tala máli fyrirtækisins án þess að vita nákvæmlega hvað átti eftir að gerast? „Þá hef ég nú margt á samviskunni. Ég fór að hugsa: Er þetta í fyrsta skipti sem þú gerir þetta? Nei, þú hefur alltaf gert það. Við setjum milljarðatugi í nýsköpunarstyrki. Alla jafna þegar kemur að nýsköpun, sama á hvaða sviði það er þá er mjög lítill hluti sem gengur.“ Sagði Guðlaugur Þór í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann nefnir það að hafa talað máli Kerecis í eyru bandarískra stjórnvalda fyrir nokkrum árum, áður en fyrir lá að afurðir fyrirtækisins myndu nýtast eins vel og þær gera en Kerecis framleiðir sárabindi, sem nýtast til dæmis við meðferð brunasára, úr fiskroði. „Ef það hefði ekki gengið upp hefðirðu spurt mig þessarar spurningar: Var það ekki frekar ábyrgðarlaust af þér að tala um svona framúrstefnulega hugmynd að nota fiskroð í brunasár. Eiga stjórnmálamenn að setjast niður og pikka út þegar kemur að nýsköpun hvað þeim finnst vera gott?“ spurði Guðlaugur. „Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun. Ég hef gert það alla tíð. Það er hins vegar fullt, og við erum búin að gleyma því mörgu, sem okkur fannst mjög spennandi á sínum tíma og gekk ekki mjög vel. Eigum við að tala um Oz og Decode? Það er svolítið magnað að bæði þau fyrirtæki skiluðu svo miklu í framhaldinu, bara með öðrum hætti.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sprengisandur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Nýsköpun Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Guðlaugur var spurður út í bandaríska fyrirtækið Running Tide, sem lagði upp laupana í byrjun sumars í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið var með starfsemi á Akranesi og hefur verið fjallað um að það hafi fengið hraða meðferð í gegnum íslenska stjórnsýslu og starfsemin ekki verið undir neinu eftirliti. „Ég hef alla jafna talað vel um nýsköpun og þarna er um það að ræða. Þeir settu mikla fjármuni í þetta sem nýttist íslensku efnahagslífi. Svo hættu þeir starfsemi,“ sagði Guðlaugur Þór. Var það ekki óábyrgt af þér og tveimur samráðherrum þínum að tala máli fyrirtækisins án þess að vita nákvæmlega hvað átti eftir að gerast? „Þá hef ég nú margt á samviskunni. Ég fór að hugsa: Er þetta í fyrsta skipti sem þú gerir þetta? Nei, þú hefur alltaf gert það. Við setjum milljarðatugi í nýsköpunarstyrki. Alla jafna þegar kemur að nýsköpun, sama á hvaða sviði það er þá er mjög lítill hluti sem gengur.“ Sagði Guðlaugur Þór í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann nefnir það að hafa talað máli Kerecis í eyru bandarískra stjórnvalda fyrir nokkrum árum, áður en fyrir lá að afurðir fyrirtækisins myndu nýtast eins vel og þær gera en Kerecis framleiðir sárabindi, sem nýtast til dæmis við meðferð brunasára, úr fiskroði. „Ef það hefði ekki gengið upp hefðirðu spurt mig þessarar spurningar: Var það ekki frekar ábyrgðarlaust af þér að tala um svona framúrstefnulega hugmynd að nota fiskroð í brunasár. Eiga stjórnmálamenn að setjast niður og pikka út þegar kemur að nýsköpun hvað þeim finnst vera gott?“ spurði Guðlaugur. „Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun. Ég hef gert það alla tíð. Það er hins vegar fullt, og við erum búin að gleyma því mörgu, sem okkur fannst mjög spennandi á sínum tíma og gekk ekki mjög vel. Eigum við að tala um Oz og Decode? Það er svolítið magnað að bæði þau fyrirtæki skiluðu svo miklu í framhaldinu, bara með öðrum hætti.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sprengisandur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Nýsköpun Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira