Walz hjólaði í Trump og Vance á fyrsta kosningafundinum í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. ágúst 2024 06:44 Harris og Walz var gríðarlega vel tekið á kosningafundinum í Pennsylvaníu í gær. AP/Matt Rourke Kamala Harris og Tim Walz, forseta- og varaforsetaefni Demókrataflokksins, stigu saman á svið í Pennsylvaníu í gær við mikinn fögnuð viðstaddra. „Donald Trump sér heiminn örlítið öðruvísi en við,“ sagði Walz á sínum fyrsta kosningafundi. „Í fyrsta lagi þá veit hann ekki nokkurn skapaðan hlut um þjónustu. Hann hefur ekki tíma fyrir hana því hann er of upptekinn af því að þjónusta sjálfan sig.“ Walz sagði ofbeldisglæpum hafa fjölgað á þeim tíma sem Donald Trump sat í Hvíta húsinu. „Og þá erum við ekki einu sinni að telja með þá glæpi sem hann framdi.“ Harris tilkynnti um val sitt á Walz sem varaforsetaefni í gær. Ákvörðuninni virðist hafa verið vel tekið af bæði Demókrötum og Repúblikönum sem hugnast ekki Trump en sumir hafa þó furðað sig á því að Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, hafi ekki orðið fyrir valinu. Shapiro var meðal þeirra þriggja sem valið stóð um á lokasprettinum en Harris þarf að óbreyttu að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á forsetastólnum. Shapiro var á meðal þeirra sem stigu á svið á kosningafundinum í gær og hvatti íbúa ríkisins til að kjósa Harris og Walz. Like all regular people in America's heartland, JD Vance studied at Yale, had his career funded by Silicon Valley billionaires, and wrote a bestseller trashing that community. Come on.I can't wait to debate the guy—that is, if he's willing to get off the couch and show up. pic.twitter.com/4orv0v2xTZ— Tim Walz (@Tim_Walz) August 6, 2024 „Tim Walz er frábær maður,“ sagði Shapiro og kallaði varaforsetaefnið að auki „framúrskarandi ríkisstjóra“, „mikinn föðurlandsvin“ og „ástkæran vin“. „Ég mun gera allt sem ég get til að tryggja að Kamala Harris og Tim Walz verði næstu leiðtogar Bandaríkjanna,“ sagði Shapiro. Walz, sem komst í sviðsljós fjölmiðla á landsvísu eftir að hafa kallað Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance „skrýtna“ (e. weird), bætti um betur í gær og kallaði tvíeykið „krípí“ (e. creepy). Sakaði hann Vance um að sigla undir fölsku flaggi þegar hann freistaði þess að höfða til hvítra íbúa Miðríkjanna úr verkamannastétt með því að þykjast vera einn af þeim. „Ég verð að segja; ég get ekki beðið eftir að mæta kauða í kappræðum,“ sagði Walz og bætti svo við: „Það er að segja ef hann nennir að standa upp úr sófanum og mæta á staðinn.“ Þess ber að geta að síðustu ummæli Walz eru líklega tilvísun í ósanna færslu á X sem komst á flug á dögunum um að Vance hefði greint frá því í bók sinni Hillbilly Elegy að hann hefði haft „samfarir“ við latex hanska á milli tveggja sófaseta. Enga slíka frásögn er að finna í bókinni. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
„Donald Trump sér heiminn örlítið öðruvísi en við,“ sagði Walz á sínum fyrsta kosningafundi. „Í fyrsta lagi þá veit hann ekki nokkurn skapaðan hlut um þjónustu. Hann hefur ekki tíma fyrir hana því hann er of upptekinn af því að þjónusta sjálfan sig.“ Walz sagði ofbeldisglæpum hafa fjölgað á þeim tíma sem Donald Trump sat í Hvíta húsinu. „Og þá erum við ekki einu sinni að telja með þá glæpi sem hann framdi.“ Harris tilkynnti um val sitt á Walz sem varaforsetaefni í gær. Ákvörðuninni virðist hafa verið vel tekið af bæði Demókrötum og Repúblikönum sem hugnast ekki Trump en sumir hafa þó furðað sig á því að Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, hafi ekki orðið fyrir valinu. Shapiro var meðal þeirra þriggja sem valið stóð um á lokasprettinum en Harris þarf að óbreyttu að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á forsetastólnum. Shapiro var á meðal þeirra sem stigu á svið á kosningafundinum í gær og hvatti íbúa ríkisins til að kjósa Harris og Walz. Like all regular people in America's heartland, JD Vance studied at Yale, had his career funded by Silicon Valley billionaires, and wrote a bestseller trashing that community. Come on.I can't wait to debate the guy—that is, if he's willing to get off the couch and show up. pic.twitter.com/4orv0v2xTZ— Tim Walz (@Tim_Walz) August 6, 2024 „Tim Walz er frábær maður,“ sagði Shapiro og kallaði varaforsetaefnið að auki „framúrskarandi ríkisstjóra“, „mikinn föðurlandsvin“ og „ástkæran vin“. „Ég mun gera allt sem ég get til að tryggja að Kamala Harris og Tim Walz verði næstu leiðtogar Bandaríkjanna,“ sagði Shapiro. Walz, sem komst í sviðsljós fjölmiðla á landsvísu eftir að hafa kallað Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance „skrýtna“ (e. weird), bætti um betur í gær og kallaði tvíeykið „krípí“ (e. creepy). Sakaði hann Vance um að sigla undir fölsku flaggi þegar hann freistaði þess að höfða til hvítra íbúa Miðríkjanna úr verkamannastétt með því að þykjast vera einn af þeim. „Ég verð að segja; ég get ekki beðið eftir að mæta kauða í kappræðum,“ sagði Walz og bætti svo við: „Það er að segja ef hann nennir að standa upp úr sófanum og mæta á staðinn.“ Þess ber að geta að síðustu ummæli Walz eru líklega tilvísun í ósanna færslu á X sem komst á flug á dögunum um að Vance hefði greint frá því í bók sinni Hillbilly Elegy að hann hefði haft „samfarir“ við latex hanska á milli tveggja sófaseta. Enga slíka frásögn er að finna í bókinni.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira