Lokað vegna linnulausrar rigningar Eiður Þór Árnason skrifar 7. ágúst 2024 12:47 Tjaldsvæðið á góðum degi í fyrra. Nú eru um þrjú hjólhýsi á svæðinu. Reykholt Campsite Tjaldsvæðinu í Reykholti hefur verið lokað vegna mikilla rigninga. Framkvæmdastjóri segir þetta gert til að verja grasið og jarðveginn en nær linnulaus væta hefur verið þar að undanförnu. Tjaldsvæðinu var lokað í gær en búið var að girða af hluta svæðisins í síðustu viku og var um helmingur þess lokaður um verslunarmannahelgina til þess að takmarka fjölda gesta. „Það hefur verið að rigna á hverjum degi og jarðvegurinn hefur ekki tíma til að þorna upp. Þetta er erfitt landslag með leir sem heldur vatninu á yfirborðinu,“ segir Iulian Tabara sem rekur tjaldsvæðið. Ekki fengið tvo góða daga í langan tíma Óvenju mikil úrkoma mældist á landinu í júlí og voru slegin met á vestanverðu landinu. Iulian bendir á að hjól- og fellihýsi séu þung og sömuleiðis bílarnir sem þeim fylgi. Síðast rigndi á tjaldsvæðinu í nótt en nokkrir gestir sem voru á svæðinu fá að vera þar áfram, einkum þeir sem eru með langtímasamning. „Við viljum lágmarka skemmdirnar á grasinu og það tekur tíma að jafna sig.“ Yfirleitt þurfi svæðið tvo til þrjá þurra og sólríka daga eftir að það hefur rignt en tjaldsvæðið hafi ekki fengið það andrými í nokkurn tíma. Vinna að lagfæringum Þetta er annað sumarið sem Iulian rekur tjaldsvæðið og hann segir þetta mikil viðbrigði. „Þetta hefur ekki verið gott sumar.“ Til samanburðar hafi júlí á síðasta ári verið mjög hlýr og sumarið heilt yfir mjög gott. „Við bjuggumst ekki við því að það myndi rigna svona mikið og að við myndum sjá svona miklar skemmdir. En við erum að vinna að því að lagfæra vegi og annað svo þeir þoli meiri þyngd.“ Opna mögulega ekki aftur í sumar „Við ákváðum að loka í nokkra daga til að sjá hvort veðrið skáni og ef jarðvegurinn lítur vel út munum við opna eftir nokkra daga,“ segir Iulian. Ef það gerist ekki muni tjaldsvæðið líklega ekki verða opnað aftur í sumar. Síðustu ár hafi verið hægt að leggja hjól- og fellihýsum þar fram í lok september. „Það hafa líka verið að koma mikið af útlendingum og við buðum þeim að vera á bílastæðinu ef þeir þurfa að nota eldhús og klósettaðstöðuna hjá okkur,“ segir Iulian. Ekki allir ferðamenn hafi þegið þann valkost. Veðurfarið í sumar hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstur tjaldsvæðisins í Reykholti. „Ef veðrið er gott þá koma Íslendingarnir og þeir höfðu ekki tækifæri til þess í júlí vegna veðurs. Þetta er að sjálfsögðu fjárhagslegt tap en hvað getum við gert? Við getum ekki stjórnað veðrinu,“ segir Iulian Tabara sem hefur lært það af eigin raun hversu áhættusamt það er að stóla á íslenska veðrið. Veður Bláskógabyggð Tjaldsvæði Tengdar fréttir Úrkoman í júlí sló met Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí. 2. ágúst 2024 09:55 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Tjaldsvæðinu var lokað í gær en búið var að girða af hluta svæðisins í síðustu viku og var um helmingur þess lokaður um verslunarmannahelgina til þess að takmarka fjölda gesta. „Það hefur verið að rigna á hverjum degi og jarðvegurinn hefur ekki tíma til að þorna upp. Þetta er erfitt landslag með leir sem heldur vatninu á yfirborðinu,“ segir Iulian Tabara sem rekur tjaldsvæðið. Ekki fengið tvo góða daga í langan tíma Óvenju mikil úrkoma mældist á landinu í júlí og voru slegin met á vestanverðu landinu. Iulian bendir á að hjól- og fellihýsi séu þung og sömuleiðis bílarnir sem þeim fylgi. Síðast rigndi á tjaldsvæðinu í nótt en nokkrir gestir sem voru á svæðinu fá að vera þar áfram, einkum þeir sem eru með langtímasamning. „Við viljum lágmarka skemmdirnar á grasinu og það tekur tíma að jafna sig.“ Yfirleitt þurfi svæðið tvo til þrjá þurra og sólríka daga eftir að það hefur rignt en tjaldsvæðið hafi ekki fengið það andrými í nokkurn tíma. Vinna að lagfæringum Þetta er annað sumarið sem Iulian rekur tjaldsvæðið og hann segir þetta mikil viðbrigði. „Þetta hefur ekki verið gott sumar.“ Til samanburðar hafi júlí á síðasta ári verið mjög hlýr og sumarið heilt yfir mjög gott. „Við bjuggumst ekki við því að það myndi rigna svona mikið og að við myndum sjá svona miklar skemmdir. En við erum að vinna að því að lagfæra vegi og annað svo þeir þoli meiri þyngd.“ Opna mögulega ekki aftur í sumar „Við ákváðum að loka í nokkra daga til að sjá hvort veðrið skáni og ef jarðvegurinn lítur vel út munum við opna eftir nokkra daga,“ segir Iulian. Ef það gerist ekki muni tjaldsvæðið líklega ekki verða opnað aftur í sumar. Síðustu ár hafi verið hægt að leggja hjól- og fellihýsum þar fram í lok september. „Það hafa líka verið að koma mikið af útlendingum og við buðum þeim að vera á bílastæðinu ef þeir þurfa að nota eldhús og klósettaðstöðuna hjá okkur,“ segir Iulian. Ekki allir ferðamenn hafi þegið þann valkost. Veðurfarið í sumar hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstur tjaldsvæðisins í Reykholti. „Ef veðrið er gott þá koma Íslendingarnir og þeir höfðu ekki tækifæri til þess í júlí vegna veðurs. Þetta er að sjálfsögðu fjárhagslegt tap en hvað getum við gert? Við getum ekki stjórnað veðrinu,“ segir Iulian Tabara sem hefur lært það af eigin raun hversu áhættusamt það er að stóla á íslenska veðrið.
Veður Bláskógabyggð Tjaldsvæði Tengdar fréttir Úrkoman í júlí sló met Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí. 2. ágúst 2024 09:55 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Úrkoman í júlí sló met Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí. 2. ágúst 2024 09:55