Lokað vegna linnulausrar rigningar Eiður Þór Árnason skrifar 7. ágúst 2024 12:47 Tjaldsvæðið á góðum degi í fyrra. Nú eru um þrjú hjólhýsi á svæðinu. Reykholt Campsite Tjaldsvæðinu í Reykholti hefur verið lokað vegna mikilla rigninga. Framkvæmdastjóri segir þetta gert til að verja grasið og jarðveginn en nær linnulaus væta hefur verið þar að undanförnu. Tjaldsvæðinu var lokað í gær en búið var að girða af hluta svæðisins í síðustu viku og var um helmingur þess lokaður um verslunarmannahelgina til þess að takmarka fjölda gesta. „Það hefur verið að rigna á hverjum degi og jarðvegurinn hefur ekki tíma til að þorna upp. Þetta er erfitt landslag með leir sem heldur vatninu á yfirborðinu,“ segir Iulian Tabara sem rekur tjaldsvæðið. Ekki fengið tvo góða daga í langan tíma Óvenju mikil úrkoma mældist á landinu í júlí og voru slegin met á vestanverðu landinu. Iulian bendir á að hjól- og fellihýsi séu þung og sömuleiðis bílarnir sem þeim fylgi. Síðast rigndi á tjaldsvæðinu í nótt en nokkrir gestir sem voru á svæðinu fá að vera þar áfram, einkum þeir sem eru með langtímasamning. „Við viljum lágmarka skemmdirnar á grasinu og það tekur tíma að jafna sig.“ Yfirleitt þurfi svæðið tvo til þrjá þurra og sólríka daga eftir að það hefur rignt en tjaldsvæðið hafi ekki fengið það andrými í nokkurn tíma. Vinna að lagfæringum Þetta er annað sumarið sem Iulian rekur tjaldsvæðið og hann segir þetta mikil viðbrigði. „Þetta hefur ekki verið gott sumar.“ Til samanburðar hafi júlí á síðasta ári verið mjög hlýr og sumarið heilt yfir mjög gott. „Við bjuggumst ekki við því að það myndi rigna svona mikið og að við myndum sjá svona miklar skemmdir. En við erum að vinna að því að lagfæra vegi og annað svo þeir þoli meiri þyngd.“ Opna mögulega ekki aftur í sumar „Við ákváðum að loka í nokkra daga til að sjá hvort veðrið skáni og ef jarðvegurinn lítur vel út munum við opna eftir nokkra daga,“ segir Iulian. Ef það gerist ekki muni tjaldsvæðið líklega ekki verða opnað aftur í sumar. Síðustu ár hafi verið hægt að leggja hjól- og fellihýsum þar fram í lok september. „Það hafa líka verið að koma mikið af útlendingum og við buðum þeim að vera á bílastæðinu ef þeir þurfa að nota eldhús og klósettaðstöðuna hjá okkur,“ segir Iulian. Ekki allir ferðamenn hafi þegið þann valkost. Veðurfarið í sumar hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstur tjaldsvæðisins í Reykholti. „Ef veðrið er gott þá koma Íslendingarnir og þeir höfðu ekki tækifæri til þess í júlí vegna veðurs. Þetta er að sjálfsögðu fjárhagslegt tap en hvað getum við gert? Við getum ekki stjórnað veðrinu,“ segir Iulian Tabara sem hefur lært það af eigin raun hversu áhættusamt það er að stóla á íslenska veðrið. Veður Bláskógabyggð Tjaldsvæði Tengdar fréttir Úrkoman í júlí sló met Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí. 2. ágúst 2024 09:55 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Tjaldsvæðinu var lokað í gær en búið var að girða af hluta svæðisins í síðustu viku og var um helmingur þess lokaður um verslunarmannahelgina til þess að takmarka fjölda gesta. „Það hefur verið að rigna á hverjum degi og jarðvegurinn hefur ekki tíma til að þorna upp. Þetta er erfitt landslag með leir sem heldur vatninu á yfirborðinu,“ segir Iulian Tabara sem rekur tjaldsvæðið. Ekki fengið tvo góða daga í langan tíma Óvenju mikil úrkoma mældist á landinu í júlí og voru slegin met á vestanverðu landinu. Iulian bendir á að hjól- og fellihýsi séu þung og sömuleiðis bílarnir sem þeim fylgi. Síðast rigndi á tjaldsvæðinu í nótt en nokkrir gestir sem voru á svæðinu fá að vera þar áfram, einkum þeir sem eru með langtímasamning. „Við viljum lágmarka skemmdirnar á grasinu og það tekur tíma að jafna sig.“ Yfirleitt þurfi svæðið tvo til þrjá þurra og sólríka daga eftir að það hefur rignt en tjaldsvæðið hafi ekki fengið það andrými í nokkurn tíma. Vinna að lagfæringum Þetta er annað sumarið sem Iulian rekur tjaldsvæðið og hann segir þetta mikil viðbrigði. „Þetta hefur ekki verið gott sumar.“ Til samanburðar hafi júlí á síðasta ári verið mjög hlýr og sumarið heilt yfir mjög gott. „Við bjuggumst ekki við því að það myndi rigna svona mikið og að við myndum sjá svona miklar skemmdir. En við erum að vinna að því að lagfæra vegi og annað svo þeir þoli meiri þyngd.“ Opna mögulega ekki aftur í sumar „Við ákváðum að loka í nokkra daga til að sjá hvort veðrið skáni og ef jarðvegurinn lítur vel út munum við opna eftir nokkra daga,“ segir Iulian. Ef það gerist ekki muni tjaldsvæðið líklega ekki verða opnað aftur í sumar. Síðustu ár hafi verið hægt að leggja hjól- og fellihýsum þar fram í lok september. „Það hafa líka verið að koma mikið af útlendingum og við buðum þeim að vera á bílastæðinu ef þeir þurfa að nota eldhús og klósettaðstöðuna hjá okkur,“ segir Iulian. Ekki allir ferðamenn hafi þegið þann valkost. Veðurfarið í sumar hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstur tjaldsvæðisins í Reykholti. „Ef veðrið er gott þá koma Íslendingarnir og þeir höfðu ekki tækifæri til þess í júlí vegna veðurs. Þetta er að sjálfsögðu fjárhagslegt tap en hvað getum við gert? Við getum ekki stjórnað veðrinu,“ segir Iulian Tabara sem hefur lært það af eigin raun hversu áhættusamt það er að stóla á íslenska veðrið.
Veður Bláskógabyggð Tjaldsvæði Tengdar fréttir Úrkoman í júlí sló met Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí. 2. ágúst 2024 09:55 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Úrkoman í júlí sló met Óvenjublautt var á vestanverðu landinu í júlí. Á nokkrum úrkomustöðvum var úrkoman sú mesta sem mælst hefur. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands yfir tíðarfarið í júlí. 2. ágúst 2024 09:55