„Alvöru úttekt“ verði gerð á máli Brákarborgar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 17:11 Einar Þorsteinsson segist líta málið alvarlegum augum. Vísir/Ívar Fannar Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa óskað eftir því að óháð úttekt verði gerð á málefnum leikskólans Brákarborgar og komist að því hvar ábyrgðin liggi. Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagðist líta það alvarlegum augum. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ segir Einar. Leikskólinn Brákarborg opnaði síðsumars 2022 við Kleppsveg, þar sem áður var húsnæði Adams og Evu, og hlaut þá hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Ýmsum foreldrum gramdist verðlaunaveitingin vegna þess að skólinn var þá ekki enn tilbúinn. Síðar kom í ljós að mistök hefðu verið gerð við byggingu hússins, reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast. Þurfi að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur Einar segir að fyrstu viðbrögð borgarinnar við fréttunum hafi verið að útbúa áætlun til að koma þeim börnum sem áttu að vera í Brákarborg í haust fyrir annars staðar en stefnt er að því að færa starfsemi hennar tímabundið í skrifstofuhúsnæði í Ármúla. „Borgin býður út þetta verkefni og kaupir síðan sérstaklega eftirlitsaðila með verkefninu. Þrátt fyrir eftirlitið, þrátt fyrir að þeir sem bjóða í verkefnið og fá það uppfylli allar kröfur, þá gerist þetta,“ segir Einar og bætir við að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar muni annast það að gera óháða úttekt á málinu. Aðspurður segir hann það vera flókið að komast til botns í máli sem þessu. Framkvæmdin sé flókin. „Ég ætla ekkert að úttala mig um það hvar ábyrgðin liggur en eftir stendur að þarna voru gerð mistök. Það er alveg klárt. Við þurfum að finna út úr því hvar þau voru gerð og það er ekki gott að setja sig í dómarasætið áður en maður veit svörin,“ segir Einar. Nú fari málið innri endurskoðun hjá borginni og næstu skref verði tekin í samræmi við niðurstöður úttektarinnar. Vinna þegar hafin Hann segir að það sé „númer eitt, tvö og þrjú,“ að foreldrar viti að ekkert barn fer aftur inn í Brákarborg fyrr en húsið verði orðið öruggt og að þegar sé búið að hanna lausnir sem gengið verður í að útfæra strax. Þær feli í sér mikið rask á skólanum en þegar vinnan sé þegar hafin. „Við erum núna að forgangsraða öllum viðhaldsverkefnum þannig að við förum fyrst í þau þar sem ástand húsa ógnar öryggi barna og starfsfólks. Við förum samhliða í þau verkefni sem eru líkleg til þess að fjölga leikskólaplássum. Þannig alls staðar þar sem við förum í framkvæmdir förum við í leiðinni í framkvæmdir þar sem við getum tekið við fleiri börnum. Við erum að reyna að ná þessum tveimur markmiðum í einu að gera við skóla þar sem viðhaldið hefur verið ábótavant en um leið að fjölga leikskólaplássum,“ segir Einar. Aðspurður segist Einar ekki geta gefið upp neina nákvæma dagsetningu á því hvenær Brákarborg opnar en að það séu að lágmarki sex mánuðir í það. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Bítið Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagðist líta það alvarlegum augum. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ segir Einar. Leikskólinn Brákarborg opnaði síðsumars 2022 við Kleppsveg, þar sem áður var húsnæði Adams og Evu, og hlaut þá hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Ýmsum foreldrum gramdist verðlaunaveitingin vegna þess að skólinn var þá ekki enn tilbúinn. Síðar kom í ljós að mistök hefðu verið gerð við byggingu hússins, reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast. Þurfi að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur Einar segir að fyrstu viðbrögð borgarinnar við fréttunum hafi verið að útbúa áætlun til að koma þeim börnum sem áttu að vera í Brákarborg í haust fyrir annars staðar en stefnt er að því að færa starfsemi hennar tímabundið í skrifstofuhúsnæði í Ármúla. „Borgin býður út þetta verkefni og kaupir síðan sérstaklega eftirlitsaðila með verkefninu. Þrátt fyrir eftirlitið, þrátt fyrir að þeir sem bjóða í verkefnið og fá það uppfylli allar kröfur, þá gerist þetta,“ segir Einar og bætir við að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar muni annast það að gera óháða úttekt á málinu. Aðspurður segir hann það vera flókið að komast til botns í máli sem þessu. Framkvæmdin sé flókin. „Ég ætla ekkert að úttala mig um það hvar ábyrgðin liggur en eftir stendur að þarna voru gerð mistök. Það er alveg klárt. Við þurfum að finna út úr því hvar þau voru gerð og það er ekki gott að setja sig í dómarasætið áður en maður veit svörin,“ segir Einar. Nú fari málið innri endurskoðun hjá borginni og næstu skref verði tekin í samræmi við niðurstöður úttektarinnar. Vinna þegar hafin Hann segir að það sé „númer eitt, tvö og þrjú,“ að foreldrar viti að ekkert barn fer aftur inn í Brákarborg fyrr en húsið verði orðið öruggt og að þegar sé búið að hanna lausnir sem gengið verður í að útfæra strax. Þær feli í sér mikið rask á skólanum en þegar vinnan sé þegar hafin. „Við erum núna að forgangsraða öllum viðhaldsverkefnum þannig að við förum fyrst í þau þar sem ástand húsa ógnar öryggi barna og starfsfólks. Við förum samhliða í þau verkefni sem eru líkleg til þess að fjölga leikskólaplássum. Þannig alls staðar þar sem við förum í framkvæmdir förum við í leiðinni í framkvæmdir þar sem við getum tekið við fleiri börnum. Við erum að reyna að ná þessum tveimur markmiðum í einu að gera við skóla þar sem viðhaldið hefur verið ábótavant en um leið að fjölga leikskólaplássum,“ segir Einar. Aðspurður segist Einar ekki geta gefið upp neina nákvæma dagsetningu á því hvenær Brákarborg opnar en að það séu að lágmarki sex mánuðir í það.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Bítið Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira