Innlent

Lög­regla heldur þétt að sér spilunum og Bolt mætir til leiks í Reykja­vík

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við Grím Grímsson yfirmann miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en lögreglan var með mikinn viðbúnað á Höfn í Hornarfirði í gær. 

Svo virðist sem um mögulegt fíkniefnamál sé að ræða en lögregla hefur mjög lítið viljað gefa upp um atvikið og stöðuna á málinu. 

Einnig verður rætt við talsmann Bolt, sem er ný rafhlaupahjólaleiga í Reykjavík sem býður upp á mun ódýrari taxta en áður hafa sést hér á landi. 

Að auki heyrum við í forsvarsmanni nýrrar lágvöruverðsverslunar og hitum upp fyrir Gleðigönguna sem er á morgun. 

Í íþróttunum verður fjallað um furðulega uppákomu í Bestu deild karla í gær og farið yfir það helsta á Ólympíuleikunum sem nú sér fyrir endann á.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 9. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×