Fordæmalaust mál á borði KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2024 10:04 Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ. Vísir/Ívar Fordæmalaus staða er uppi vegna aflýsingar á leik HK og KR í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld. Mótastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir málið í ferli. Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi þar sem leikurinn átti að fara fram. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu vikur í Kórnum og kom í ljós skömmu fyrir leik að annað markið reyndist brotið. Ekki gekk að koma nýju upp og leiknum því aflýst. Mótastjóri KSÍ segir þetta einsdæmi. „Ég er búinn að starfa hérna í þónokkur ár en man ekki eftir að svona atvik hafi komið upp. Við höfum oft þurft að fresta leikjum vegna veðurs eða samgöngutruflana. Ég man ekki svona atviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri sambandsins. Málið tæklað eftir helgi Líkt og Birkir nefnir hafa náttúruöflin oft haft með frestun leikja að gera og þá er fundinn nýr leiktími. Í þessu tilviki tekst framkvæmdaraðila leiksins, HK, hins vegar ekki að tryggja það að völlurinn sé leikfær. Samkvæmt reglugerð er heimalið ábyrgt fyrir því að völlurinn sé í lagi. Þar á meðal eiga varamörk sem uppfylla kröfur að vera til staðar. Því þykir líklegt að HK hljóti einhverskonar refsingu og verði í versta falli dæmdur ósigur. Ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Birkir segir málið í ferli og það verði tekið upp á fundi aga- og úrskurðarnefndar eftir helgi. „Við erum að afla gagna, bæði frá félögunum og svo höfum við fengið skýrslu eftirlitsmanns og dómara um þetta atvik. Það fer sína leið inn í mótanefndina og væntanlega inn í aga- og úrskurðarnefnd líka sem hefur sinn reglulega fund á þriðjudeginum. Að öðru leyti get ég ekki talað mikið um þetta akkúrat núna,“ segir Birkir. Það er sem sagt ekkert svart á hvítu um svona atvik í reglugerðinni? „Þú getur rétt ímyndað þér þegar að fordæmin eru með þessum hætti, þá hafa menn ekki séð fyrir öll atvik. Þetta er mjög sérstakt atvik. Það verður að segjast eins og er,“ segir Birkir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. KSÍ HK Besta deild karla KR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi þar sem leikurinn átti að fara fram. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu vikur í Kórnum og kom í ljós skömmu fyrir leik að annað markið reyndist brotið. Ekki gekk að koma nýju upp og leiknum því aflýst. Mótastjóri KSÍ segir þetta einsdæmi. „Ég er búinn að starfa hérna í þónokkur ár en man ekki eftir að svona atvik hafi komið upp. Við höfum oft þurft að fresta leikjum vegna veðurs eða samgöngutruflana. Ég man ekki svona atviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri sambandsins. Málið tæklað eftir helgi Líkt og Birkir nefnir hafa náttúruöflin oft haft með frestun leikja að gera og þá er fundinn nýr leiktími. Í þessu tilviki tekst framkvæmdaraðila leiksins, HK, hins vegar ekki að tryggja það að völlurinn sé leikfær. Samkvæmt reglugerð er heimalið ábyrgt fyrir því að völlurinn sé í lagi. Þar á meðal eiga varamörk sem uppfylla kröfur að vera til staðar. Því þykir líklegt að HK hljóti einhverskonar refsingu og verði í versta falli dæmdur ósigur. Ljóst er að hver sem refsing KSÍ verður, mun sú verða fordæmisgefandi, enda mál sem þetta ekki komið upp áður. Birkir segir málið í ferli og það verði tekið upp á fundi aga- og úrskurðarnefndar eftir helgi. „Við erum að afla gagna, bæði frá félögunum og svo höfum við fengið skýrslu eftirlitsmanns og dómara um þetta atvik. Það fer sína leið inn í mótanefndina og væntanlega inn í aga- og úrskurðarnefnd líka sem hefur sinn reglulega fund á þriðjudeginum. Að öðru leyti get ég ekki talað mikið um þetta akkúrat núna,“ segir Birkir. Það er sem sagt ekkert svart á hvítu um svona atvik í reglugerðinni? „Þú getur rétt ímyndað þér þegar að fordæmin eru með þessum hætti, þá hafa menn ekki séð fyrir öll atvik. Þetta er mjög sérstakt atvik. Það verður að segjast eins og er,“ segir Birkir. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
KSÍ HK Besta deild karla KR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50 Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11 Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
KR tók æfingu í Kórnum og stuðningsmenn sungu Leik HK og KR í Bestu deild karla var frestað í kvöld þegar í ljós kom að annað markið sem spila átti með í Kórnum var brotið. KR skellti í æfingu í Kórnum í kjölfarið en stuðningsmenn liðsins fóru hvergi þó enginn væri leikurinn. 8. ágúst 2024 21:50
Vallarstjóri Kópavogs: Frágangurinn ekki eins og við hefðum viljað hafa hann Ekkert varð að leik HK og KR í kvöld sem fram átti að fara inn í Kórnum. Varð það ljóst eftir að annað markið var úrskurðað ónothæft og ekki tókst að koma öðru marki á viðeigandi máta fyrir að mati dómara leiksins. 8. ágúst 2024 21:11
Fallslag HK og KR frestað eftir að mark brotnaði Fallslag HK og KR í Kórnum hefur verið frestað þar sem annað markið í Kórnum virðist hafa brotnað í flutningum. Fundin verður ný dagsetning fyrir leikinn mikilvæga. 8. ágúst 2024 19:34