Krakkar beri ekki heldur virðingu fyrir eigin úlpum og Airpods Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2024 15:03 Ragnar lagði orð í belg í umræðunni um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum. Vísir/Getty „Einkaeignin kennir virðingu og kemur í veg fyrir sóun. Eða hvað?“ spyr Ragnar Þór Pétursson kennari. Hann segir að einkaeign upp á tugi- eða hundruði milljóna á ári verði eftir í skólum ár hvert. Ragnar vakti athygli á þessu í færslu á Facebook. Þar bendir hann á að ein dýr úlpa kosti meira en strokleður og blýantar fyrir heilan bekk í heilan vetur, og þrátt fyrir það séu úlpur og önnur dýr einkaeign reglulega skilin eftir í skólum. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum landsins, eftir að Áslaug Arna sagði að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum. Engin virðing væri borin fyrir námsgögnum sem fólk ætti ekki sjálft. Sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði svo í morgun að ókeypis námsgögn væru í alla staði jákvætt mál, og gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar væru mikil kjarabót fyrir barnafólk. Sjálfstæðisflokkurinn væri kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. Sjá: Ummælin komi á óvart „jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum“ - Vísir (visir.is) Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði svo Dag vera kasta steinum úr glerhúsi. Enginn stjórnmálamaður í samtímasögu Íslands hefði komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur. Hún tók undir með Áslaugu Örnu. Sjá: „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ - Vísir (visir.is) Meiri fjárhagsleg sóun á einkaeigum en sameiginlegum „Úlpur, skór, Airpods - og önnur dýr einkaeign verður eftir í öllum skólum og íþróttahúsum fyrir tugi- eða hundruði milljóna á ári,“ segir Ragnar. Það sé fjárhagslega miklu meiri sóun á einkaeigum en sameiginlegum eigum hjá íslenskum ungmennum. „Af því að eignarhald kennir ekki virðingu. Virðing kennir virðingu. Hún verður ekki keypt,“ segir Ragnar. Skiptar skoðanir Á Facebook-síðunni Skólaþróunarspjallið hafa skapast miklar umræður um námsgögnin og virðinguna fyrir þeim. Þegar þetta er ritað hafa 105 athugasemdir verið ritaðar við færslu þar sem spurt er hvort kennarar hafi orðið varir við aukna sóun og virðingarleysi gagnvart námsgögnum eftir að þau urðu gjaldfrjáls. „Sammála, það er hroðalegt bruðl í gangi á ritföngum almennt í grunnskólum sem ég þekki til. Brotnir blýantar og niðurkurluð strokleður um öll gólf, á skólalóð og ofan í ruslafötum, útstungnir og tættir pennavasar og svo er bara beðið um meira,“ segir ein. „Ekki get ég sagt það sé mín upplifun, allt á sinn stað í stofunni þar sem það er sótt að morgni og skilað um hádegi,“ segir önnur. Ekki er vænlegt að reifa frekar athugasemdirnar 105 í þessari grein, en hægt er að glöggva sig betur á upplifun kennara í þræðinum á Skólaþróunarspjallinu. Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Ragnar vakti athygli á þessu í færslu á Facebook. Þar bendir hann á að ein dýr úlpa kosti meira en strokleður og blýantar fyrir heilan bekk í heilan vetur, og þrátt fyrir það séu úlpur og önnur dýr einkaeign reglulega skilin eftir í skólum. Töluvert hefur verið rætt og ritað um gjaldfrjáls námsgögn og skólamáltíðir í grunnskólum landsins, eftir að Áslaug Arna sagði að ókeypis námsgögn væru kostnaðarsöm sóun á fjármunum. Engin virðing væri borin fyrir námsgögnum sem fólk ætti ekki sjálft. Sömuleiðis þyrftu fæstir foreldrar á fríum skólamáltíðum fyrir börn sín að halda. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði svo í morgun að ókeypis námsgögn væru í alla staði jákvætt mál, og gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar væru mikil kjarabót fyrir barnafólk. Sjálfstæðisflokkurinn væri kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. Sjá: Ummælin komi á óvart „jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum“ - Vísir (visir.is) Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði svo Dag vera kasta steinum úr glerhúsi. Enginn stjórnmálamaður í samtímasögu Íslands hefði komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur. Hún tók undir með Áslaugu Örnu. Sjá: „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ - Vísir (visir.is) Meiri fjárhagsleg sóun á einkaeigum en sameiginlegum „Úlpur, skór, Airpods - og önnur dýr einkaeign verður eftir í öllum skólum og íþróttahúsum fyrir tugi- eða hundruði milljóna á ári,“ segir Ragnar. Það sé fjárhagslega miklu meiri sóun á einkaeigum en sameiginlegum eigum hjá íslenskum ungmennum. „Af því að eignarhald kennir ekki virðingu. Virðing kennir virðingu. Hún verður ekki keypt,“ segir Ragnar. Skiptar skoðanir Á Facebook-síðunni Skólaþróunarspjallið hafa skapast miklar umræður um námsgögnin og virðinguna fyrir þeim. Þegar þetta er ritað hafa 105 athugasemdir verið ritaðar við færslu þar sem spurt er hvort kennarar hafi orðið varir við aukna sóun og virðingarleysi gagnvart námsgögnum eftir að þau urðu gjaldfrjáls. „Sammála, það er hroðalegt bruðl í gangi á ritföngum almennt í grunnskólum sem ég þekki til. Brotnir blýantar og niðurkurluð strokleður um öll gólf, á skólalóð og ofan í ruslafötum, útstungnir og tættir pennavasar og svo er bara beðið um meira,“ segir ein. „Ekki get ég sagt það sé mín upplifun, allt á sinn stað í stofunni þar sem það er sótt að morgni og skilað um hádegi,“ segir önnur. Ekki er vænlegt að reifa frekar athugasemdirnar 105 í þessari grein, en hægt er að glöggva sig betur á upplifun kennara í þræðinum á Skólaþróunarspjallinu.
Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira