Breki fór á reynslu til Esbjerg fyrr í sumar. Þar hefur hann greinilega heillað forráðamenn félagsins sem hefur núna keypt hann.
🇮🇸 Velkommen til Breki Baldursson.https://t.co/TrZIITwQHp
— Esbjerg fB (@EsbjergfB) August 11, 2024
Breki, sem fagnar átján ára afmæli sínu í dag, lék sex leiki með Fram í Bestu deildinni í sumar. Hann hefur alls leikið 25 deildarleiki fyrir Fram.
Esbjerg er nýliði í dönsku B-deildinni, en liðið vann C-deildina á síðasta tímabili.
Breki hefur spilað tólf leiki fyrir yngri landslið Íslands.