Hinn þrítugi Daley hafði lagt dýfingar í sundlaug á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó, þar sem hann vann til gullverðlauna, en sneri aftur eftir tveggja ára hlé í aðdraganda leikanna sem hafa farið fram í París undanfarnar vikur. Þar nældi hann í silfurverðlaun ásamt liðsfélaga sínum Noah Williams í samhæfðum dýfingum karla.
Lance Black, eiginmaður Daley, og synir hans tveir voru meðal áhorfenda þegar kappinn vann til silfurverðlauna þann 29. júlí síðastliðinn. Segir hann það vera helstu ástæðuna fyrir endurkomu sinni.
„Þetta er allt heldur súrrealískt,“ sagði Daley í viðtali við eftir að leikunum var lokið.
„Ég var svo ótrúlega stressaður vitandi að þetta væru mínir síðustu Ólympíuleikar. Það var mikil pressa og háar væntingar. Ég var spenntur fyrir endinum en þegar ég gekk út og sá eiginmann, börn, vini og fjölskyldu þá mundi ég af hverju ég geri þetta.“
„Sama hvað hefði gerst í keppninni sjálfri þá hefði ég alltaf farið heim glaður,“ sagði Daley að endingu.
This is an emotional watch!
— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2024
Tom Daley spoke to the BBC moments after announcing he will retire from diving. #BBCOlympics #Olympics #Paris2024 pic.twitter.com/hZfHABBpN0
Daley, sem keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Peking 2008 aðeins 14 ára gamall, endar ferilinn með fimm Ólympíuverðlaun. Hann vann til bronsverðlauna í London 2012 og Ríó 2016 sem og í einstaklingskeppni í Tókýó ásamt gullinu sem hann vann í samhæfðum stökkvum.