Sagði söguna af myndbandinu af henni ungri með Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 11:30 Katie Ledecky vann fern verðlaun á Ólympíuleikunum í París, tvö gull, eitt silfur og eitt brons. Þá var ástæða til að rifja upp gamalt myndband með henni og Michael Jordan. Getty/Don Juan Moore/Kristy Sparow Myndband með körfuboltagoðsögninni Michael Jordan vakti athygli fyrir meira en tveimur áratugum síðan en fór síðan aftur á flug á dögunum þegar fólk áttaði sig á því hver var þarna með honum. Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann tvenn gullverðlaun og alls fern verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún varð um leið sigursælasta bandaríska íþróttakonan í sögu Ólympíuleikanna. Seinna gullið var hennar níunda á Ólympíuleikum en hún vann ein gullverðlaun í London 2012, fern á Ólympíuleikum í Ríó 2016 og tvenn á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Myndbandið fór á flug Myndband með Ledecky og NBA goðsögninni Michael Jordan fór á mikið flug eftir að hún tryggði sér gullverðlaun í París. Þar má sjá Jordan stríða henni þegar Ledecky er aðeins tveggja ára gömul og stödd í heiðursstúkunni á leik með Washington Wizards. Throwback to when Michael Jordan played peek-a-boo with 2-year-old Katie Ledecky and blessed her with generational greatness pic.twitter.com/1lbu8fdBqx— Jeff Eisenband (@JeffEisenband) August 2, 2024 Ledecky var spurð út í myndbandið með henni og Jordan. „Jon frændi minn var einn af eigendum Washington Capitals á þessum tíma. Við vorum þarna á leik með Wizards og stödd í eigendastúkunni,“ sagði Ledecky. „Michael Jordan var þarna líka því hann var hluti af eigendahópi Washington Wizards á þessum tíma. Ég var bara að borða poppkornið mitt og Jordan fór að leika við mig í gjugg í borg [peekabo]. Ég lét það ekkert trufla mig og hélt bara áfram að borða poppkornið mitt,“ sagði Ledecky. Vissi hver hann var „Hann setti líka hendina fyrir muninn á mér til að reyna að koma í veg fyrir að ég kæmi poppkorninu upp í munninn,“ sagði Ledecky. Hún bendir á það að það má sjá líka að hún er spurð hvort hún viti hver þetta sé og að hún hafi svarað Michael Jordan. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því hversu merkilegur hann var og hver hann var. Ég vil líta þannig á að hann hafi veitt mér innblástur og smitað mig aðeins af hans mikilfengleika. Það var mjög gott fyrir mig að fá að umgangast frábært íþróttafólk frá unga aldri,“ sagði Ledecky. „Þetta er mjög fyndið myndband og ég held að það hafi líka vakið athygli á sínum tíma áður en einhver vissi hver ég var,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Shal-Om!🙏🏾 (@supersaiyanshalom26) Sund Ólympíuleikar 2024 í París NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sjá meira
Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann tvenn gullverðlaun og alls fern verðlaun á Ólympíuleikunum í París. Hún varð um leið sigursælasta bandaríska íþróttakonan í sögu Ólympíuleikanna. Seinna gullið var hennar níunda á Ólympíuleikum en hún vann ein gullverðlaun í London 2012, fern á Ólympíuleikum í Ríó 2016 og tvenn á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Myndbandið fór á flug Myndband með Ledecky og NBA goðsögninni Michael Jordan fór á mikið flug eftir að hún tryggði sér gullverðlaun í París. Þar má sjá Jordan stríða henni þegar Ledecky er aðeins tveggja ára gömul og stödd í heiðursstúkunni á leik með Washington Wizards. Throwback to when Michael Jordan played peek-a-boo with 2-year-old Katie Ledecky and blessed her with generational greatness pic.twitter.com/1lbu8fdBqx— Jeff Eisenband (@JeffEisenband) August 2, 2024 Ledecky var spurð út í myndbandið með henni og Jordan. „Jon frændi minn var einn af eigendum Washington Capitals á þessum tíma. Við vorum þarna á leik með Wizards og stödd í eigendastúkunni,“ sagði Ledecky. „Michael Jordan var þarna líka því hann var hluti af eigendahópi Washington Wizards á þessum tíma. Ég var bara að borða poppkornið mitt og Jordan fór að leika við mig í gjugg í borg [peekabo]. Ég lét það ekkert trufla mig og hélt bara áfram að borða poppkornið mitt,“ sagði Ledecky. Vissi hver hann var „Hann setti líka hendina fyrir muninn á mér til að reyna að koma í veg fyrir að ég kæmi poppkorninu upp í munninn,“ sagði Ledecky. Hún bendir á það að það má sjá líka að hún er spurð hvort hún viti hver þetta sé og að hún hafi svarað Michael Jordan. „Ég gerði mér alveg grein fyrir því hversu merkilegur hann var og hver hann var. Ég vil líta þannig á að hann hafi veitt mér innblástur og smitað mig aðeins af hans mikilfengleika. Það var mjög gott fyrir mig að fá að umgangast frábært íþróttafólk frá unga aldri,“ sagði Ledecky. „Þetta er mjög fyndið myndband og ég held að það hafi líka vakið athygli á sínum tíma áður en einhver vissi hver ég var,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Shal-Om!🙏🏾 (@supersaiyanshalom26)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast