„Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 10:00 Nik Chamberlain vonast til að standa í stuttbuxum á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. Liðin eru einnig að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og mættust nýlega í deildinni. Valur vann þann leik 1-0. „Valur var betra liðið þann dag en við höfum skoðað þann leik, greint hann og vitum hvað við þurfum að gera. Svo lengi sem við fylgjum því og breytum leikskipulaginu aðeins, þá ættum við að geta spilað betur. Og það er það sem þarf, ef við spilum vel vinnum við þennan leik.“ Veðurguðirnir sett sinn svip í sumar Í bæði skiptin sem stórveldin hafa mæst í sumar hefur vont veður sett svip sinn á leikinn en spáin er öllu betri fyrir kvöldið. „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært. Nei, það verður kannski ekki svo hlýtt en vonandi. Við viljum ekki að þriðji leikur þessara liði verði eyðilagður af veðurguðunum. Síðasti leikur var aðeins skárri, veðrið hafði ekkert mikil áhrif á leikinn en það fældi áhorfendur frá.“ Fá sem flesta í stúkuna Í fyrsta sinn verður bikarinn afhentur uppi í stúku, frekar en niður á hlaupabraut. Skemmtileg nýjung sem hvetur fólk vonandi enn frekar til að mæta á völlinn. „Ég vona það. Þetta er fjórða árið í röð sem Breiðablik spilar bikarúrslitaleik. Við erum að gera allt til að fá sem flest fólk í stúkuna. Það skiptir engu þó þetta sé orðinn vani, fólk hlýtur að vilja styðja liðið þegar það leikur til úrslita. Styðjum stelpurnar til sigurs.“ Samantha Smith gæti þreytt frumraun Breiðablik bætti við sig tveimur leikmönnum í félagaskiptaglugganum. Kristín Dís Árnadóttir sneri aftur heim og Samantha Smith var fengin á láni frá FHL. Kristín hefur þegar spilað tvo leiki í deildinni en Samantha á enn eftir að spila. „Við vorum bara að leita að öðrum kostum og möguleikum fram á við. Þó við höfum átt frábæran leik gegn Þór/KA síðast vantaði aðeins upp á breiddina og það kemur Samantha með að borðinu. Kristín var samningslaus og eykur enn frekar öryggið í öftustu línu.“ Klippa: Nik Chamberlain ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Liðin eru einnig að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og mættust nýlega í deildinni. Valur vann þann leik 1-0. „Valur var betra liðið þann dag en við höfum skoðað þann leik, greint hann og vitum hvað við þurfum að gera. Svo lengi sem við fylgjum því og breytum leikskipulaginu aðeins, þá ættum við að geta spilað betur. Og það er það sem þarf, ef við spilum vel vinnum við þennan leik.“ Veðurguðirnir sett sinn svip í sumar Í bæði skiptin sem stórveldin hafa mæst í sumar hefur vont veður sett svip sinn á leikinn en spáin er öllu betri fyrir kvöldið. „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært. Nei, það verður kannski ekki svo hlýtt en vonandi. Við viljum ekki að þriðji leikur þessara liði verði eyðilagður af veðurguðunum. Síðasti leikur var aðeins skárri, veðrið hafði ekkert mikil áhrif á leikinn en það fældi áhorfendur frá.“ Fá sem flesta í stúkuna Í fyrsta sinn verður bikarinn afhentur uppi í stúku, frekar en niður á hlaupabraut. Skemmtileg nýjung sem hvetur fólk vonandi enn frekar til að mæta á völlinn. „Ég vona það. Þetta er fjórða árið í röð sem Breiðablik spilar bikarúrslitaleik. Við erum að gera allt til að fá sem flest fólk í stúkuna. Það skiptir engu þó þetta sé orðinn vani, fólk hlýtur að vilja styðja liðið þegar það leikur til úrslita. Styðjum stelpurnar til sigurs.“ Samantha Smith gæti þreytt frumraun Breiðablik bætti við sig tveimur leikmönnum í félagaskiptaglugganum. Kristín Dís Árnadóttir sneri aftur heim og Samantha Smith var fengin á láni frá FHL. Kristín hefur þegar spilað tvo leiki í deildinni en Samantha á enn eftir að spila. „Við vorum bara að leita að öðrum kostum og möguleikum fram á við. Þó við höfum átt frábæran leik gegn Þór/KA síðast vantaði aðeins upp á breiddina og það kemur Samantha með að borðinu. Kristín var samningslaus og eykur enn frekar öryggið í öftustu línu.“ Klippa: Nik Chamberlain ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira