Innlent

Ó­jöfnuður meðal kvenna og ríkis­stjórnin gagn­rýnd

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við formann VR sem sakar ríkisstjórnina og Seðlabankann um mistök í hagstjórn landsins. 

Ragnar Þór Ingólfsson segir að þetta megi sjá með því að gera samanburð á vaxtaþróun og verðbólgu á Norðurlöndunum og að verkalýðshreyfingin hafi verið blekkt í síðustu kjarasmamningum.

Þá fjöllum við um niðurstöður nýrrar rannsóknar sem sýnir að líkamleg heilsa kvenna hafi eingöngu grunnskólamenntun, sé verri en kvenna með meiri menntun. 

Að auki fjöllum við um áhyggjur manna af fyrirhuguðum virkjunaráformum í Tungufljóti sem kayak ræðarar eru ekki par sáttir með.

Í íþróttunum verður síðan fjallað um bikarkeppni kvenna en úrslitaleikurinn er í kvöld.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 16. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×