Uppgjörið: KA - Stjarnan 1-1 | Stigum deilt eftir skalla í stöng í blálokin Ester Ósk Árnadóttir skrifar 18. ágúst 2024 21:00 Daníel Laxdal varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark gegn KA í dag. KA og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 19. umferð Bestu deildar karla. Bæði lið sitja því áfram rétt fyrir neðan efri hluta deildarinnar nú þegar úrslitakeppnin nálgast. Leikurinn var frá upphafi til enda mikill skemmtun. Oft liðu fáar sekúndur frá færi á öðrum helmningnum áður en hitt liðið var komið í fína stöðu hinum meginn á vellinum. KA byrjaði leikinn betur og skoraði mark á sjöundu mínútu leiksins. Kári Gautason fékk þá frábæra sendingu upp kantinn frá Daníel Hafsteinssyni og upp úr því kom góð sending fyrir markið þar sem Ásgeir Sigurgeirsson var mættur. Boltinn fór þó af Daníel Laxdal og í netið og því um sjálfsmark að ræða. Kraftur gestanna jókst við markið og fengu Baldur Logi Guðlaugsson, Heiðar Ægisson og Haukur Örn Brink allir góð færi til að skora á korters kafla eftir mark KA manna en Steinþór Már Auðunsson í marki KA átti góðan leik og sá við hverju færinu á fætur öðru. Áfram héldu Stjörnumenn að búa sér til góðar stöður og koma með stungusendingar inn fyrir vörn KA manna sem virkaði full auðvelt oft á tíðum. Ein svoleiðis bar árangur á 29. mínútu þegar Haukur Örn Brink komst inn fyrir vörn KA manna. Kári Gautason átti í fullu fangi með hann og braut á honum innan teigs og víti dæmt. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði örugglega úr spyrnunni og staðan orðin 1-1. Bæði lið fengu tækifæri til að bæta við í fyrri hálfleik en tókst ekki og staðan því 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var engu síðri en sá fyrri, mikill skemmtun og hraði. Oft eins og spilað væri ping pong á milli markanna. Stjarnan var sterkari aðilinn og kom sér oft í mjög góðar stöður sem þeir fóru illa með. KA náði líka að koma sér í góðar stöður en oftar en ekki fylgdi hröð sókn Stjörnumanna í bakið á þeim. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum en skondið atvik varð á 93:30 mínútu leiksins. Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins flautaði þá leikinn af en uppgefin uppbót var 4 mínútur. Mikill mótmæli urðu á báðum bekkjum og hjá áhorfendum sem endaði með því að Ívar flautaði leikinn aftur á en mómentið var með Stjörnumönnum þegar hann flautaði leikinn af. KA menn áttu hins vegar lokafærið og líklega besta færi leiksins eftir að leikurinn var flautaður aftur á. Langt innkast inn á teig Stjörnumanna þar sem Daníel Hafsteinsson skallaði boltann af stuttu færi í stöngina. Í kjölfarið flautaði Ívar leikinn af í annað sinn, lokatölur 1-1 á Akureyri. Atvik leiksins Það er atvikið sem um ræðir hér að ofan þar sem Ívar flautaði leikinn af of snemma. Báðir þjálfarar voru rólegir í viðtölum eftir leik varðandi þetta en ég held að það hefði horft aðeins öðruvísi við Stjörnumönnum hefði boltinn farið inn í lokinn en ekki í stöngina þar sem mómentið var með þeim fyrir fyrra lokaflautið. Stjörnur og skúrkar Steinþór Már Auðunsson var mjög góður í marki KA og sá til þessa að dauðfæri Stjörnunnar rötuðu ekki í netið. Þá var Daníel Hafsteinsson líflegur út á velli. Haukur Brink gerði varnarmönnum KA lífið oft ansi leitt og nælir til að mynda í vítaspyrnuna, Róbert Frosti Þorkelsson var hraður og öflugur upp vænginn og þá átti Jóhann Árni Gunnarsson góðan leik, skorar sömuleiðis úr vítinu sem Stjörnumenn fá. Stjörnumenn áttu oft auðvelt með að spila sig í gegnum miðju heimamanna og virkaði oft eins og það væri langt á milli lína hjá KA mönnum. Heimamenn náðu aldrei að loka fyrir hröð upphlaup gestanna og vantaði upp á það hjá þeim. Stemmning og umgjörð Það var fín stemmning á vellinum, nokkuð vel sótt og áhorfendur fengu alveg sitt fyrir peninginn. Skemmtanagildi leiksins var mjög hátt og liðin skiptust á að gíra púlsinn upp fyrir þá sem horfðu á. Trommurnar voru á sínum stað og svæði fyrir stuðningsfólk opið fyrir og á meðan leik stóð. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson stal alveg senunni í lokinn þegar lokaflautið gall of snemma. Andar líklega töluvert léttar að KA hafi ekki skorað eftir að hann flautaði leikinn aftur á. Hallgrímur Jónasson: „Nokkuð sanngjörn úrslit“ Vísir/Anton Brink „Þetta eru nokkuð sanngjörn úrslit, ég held að við höfum verið með fleiri skot og fengum mjög góð tækifæri að skora. Það er allavega ekki hægt að segja að þetta sé ósanngjörn niðurstaða,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 1-1 jafntefli á móti Stjörnunni á Greifavellinum í dag. „Stjarnan eru mjög góðir að spila á milli lína, við þurftum auðvitað að breyta hjá okkur fyrir leikinn en svo er það líka þannig að þegar við vinnum bolta að þá spiluðum við fram á við og gerðum það vel, við gátum sært þá á þeim svæðum sem þeir skilja eftir. Jakob fær til dæmis færi alein á móti markmanni en meiðist áður en hann tekur skotið, Harley fær dauðafæri og Daníel skallar í stöng alveg í lokin þannig við sköpum nóg. Í seinni hálfleik fannst mér við ekki ná að skapa mikið en tölfræðin er bara mjög jöfn, þannig jafn og opinn leikur þar sem hefðu geta verið fleiri mörk auðveldlega.“ Eftir lélega byrjun á mótinu er KA í þeirri stöðu að geta mögulega klárað í topp sex fyrir skiptingu en hafa ekki náð í sigur í síðustu tveimur leikjum. „Ég hefði að sjálfsögðu vilja hafa stigin þrjú í dag en þetta er í okkar höndum, það eru þrír leikir eftir. Ef við vinnum þá leiki þá er ég nokkuð viss um að við endum í topp sex. Það er það sem við ætlum að gera.“ Það hefur verið mikill stígandi í KA liðinu og liðið ekki tapað síðan 19. júní síðastliðinn. „Það eru komnir einhverjir 10 – 11 leikir með bikar sem við höfum ekki tapað og það er frábært en við höfum samt aðeins verið að missa niður. Síðustu þrjú jafntefli höfum við verið komnir yfir en missum það niður. Það er eitthvað sem við viljum breyta, ekki vera passífir. Við þurfum að vinna í því þar sem við erum ennþá í hörku baráttu.“ Jakob Snær Árnason fór meiddur af velli. „Nei held það sé ekki alvarlegt og ekkert sem ég hef áhyggjur af, tæpur aftan í hnéspótinni og fann fyrir því áður en hann tók skotið úr þessu dauðafæri. Þá reikna ég með að bæði Viðar og Hans verði klárir í næsta leik.“ Ívar Orri Kristjánsson gerði mistök þegar komið var fram í uppbót sem hefur verið farið yfir áður í þessari grein. „Maður brosir bara af því, þetta voru mistök hjá honum. Hann fattaði ekki að það voru 93:30 á klukkunni en ekki 94:30. Það voru mistök sem skiptu engu máli en helst hefði ég vilja sjá Daníel skora úr þessu dauðafæri þar sem boltinn fer stöngin út.“ Besta deild karla KA Stjarnan
KA og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 19. umferð Bestu deildar karla. Bæði lið sitja því áfram rétt fyrir neðan efri hluta deildarinnar nú þegar úrslitakeppnin nálgast. Leikurinn var frá upphafi til enda mikill skemmtun. Oft liðu fáar sekúndur frá færi á öðrum helmningnum áður en hitt liðið var komið í fína stöðu hinum meginn á vellinum. KA byrjaði leikinn betur og skoraði mark á sjöundu mínútu leiksins. Kári Gautason fékk þá frábæra sendingu upp kantinn frá Daníel Hafsteinssyni og upp úr því kom góð sending fyrir markið þar sem Ásgeir Sigurgeirsson var mættur. Boltinn fór þó af Daníel Laxdal og í netið og því um sjálfsmark að ræða. Kraftur gestanna jókst við markið og fengu Baldur Logi Guðlaugsson, Heiðar Ægisson og Haukur Örn Brink allir góð færi til að skora á korters kafla eftir mark KA manna en Steinþór Már Auðunsson í marki KA átti góðan leik og sá við hverju færinu á fætur öðru. Áfram héldu Stjörnumenn að búa sér til góðar stöður og koma með stungusendingar inn fyrir vörn KA manna sem virkaði full auðvelt oft á tíðum. Ein svoleiðis bar árangur á 29. mínútu þegar Haukur Örn Brink komst inn fyrir vörn KA manna. Kári Gautason átti í fullu fangi með hann og braut á honum innan teigs og víti dæmt. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði örugglega úr spyrnunni og staðan orðin 1-1. Bæði lið fengu tækifæri til að bæta við í fyrri hálfleik en tókst ekki og staðan því 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var engu síðri en sá fyrri, mikill skemmtun og hraði. Oft eins og spilað væri ping pong á milli markanna. Stjarnan var sterkari aðilinn og kom sér oft í mjög góðar stöður sem þeir fóru illa með. KA náði líka að koma sér í góðar stöður en oftar en ekki fylgdi hröð sókn Stjörnumanna í bakið á þeim. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum en skondið atvik varð á 93:30 mínútu leiksins. Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins flautaði þá leikinn af en uppgefin uppbót var 4 mínútur. Mikill mótmæli urðu á báðum bekkjum og hjá áhorfendum sem endaði með því að Ívar flautaði leikinn aftur á en mómentið var með Stjörnumönnum þegar hann flautaði leikinn af. KA menn áttu hins vegar lokafærið og líklega besta færi leiksins eftir að leikurinn var flautaður aftur á. Langt innkast inn á teig Stjörnumanna þar sem Daníel Hafsteinsson skallaði boltann af stuttu færi í stöngina. Í kjölfarið flautaði Ívar leikinn af í annað sinn, lokatölur 1-1 á Akureyri. Atvik leiksins Það er atvikið sem um ræðir hér að ofan þar sem Ívar flautaði leikinn af of snemma. Báðir þjálfarar voru rólegir í viðtölum eftir leik varðandi þetta en ég held að það hefði horft aðeins öðruvísi við Stjörnumönnum hefði boltinn farið inn í lokinn en ekki í stöngina þar sem mómentið var með þeim fyrir fyrra lokaflautið. Stjörnur og skúrkar Steinþór Már Auðunsson var mjög góður í marki KA og sá til þessa að dauðfæri Stjörnunnar rötuðu ekki í netið. Þá var Daníel Hafsteinsson líflegur út á velli. Haukur Brink gerði varnarmönnum KA lífið oft ansi leitt og nælir til að mynda í vítaspyrnuna, Róbert Frosti Þorkelsson var hraður og öflugur upp vænginn og þá átti Jóhann Árni Gunnarsson góðan leik, skorar sömuleiðis úr vítinu sem Stjörnumenn fá. Stjörnumenn áttu oft auðvelt með að spila sig í gegnum miðju heimamanna og virkaði oft eins og það væri langt á milli lína hjá KA mönnum. Heimamenn náðu aldrei að loka fyrir hröð upphlaup gestanna og vantaði upp á það hjá þeim. Stemmning og umgjörð Það var fín stemmning á vellinum, nokkuð vel sótt og áhorfendur fengu alveg sitt fyrir peninginn. Skemmtanagildi leiksins var mjög hátt og liðin skiptust á að gíra púlsinn upp fyrir þá sem horfðu á. Trommurnar voru á sínum stað og svæði fyrir stuðningsfólk opið fyrir og á meðan leik stóð. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson stal alveg senunni í lokinn þegar lokaflautið gall of snemma. Andar líklega töluvert léttar að KA hafi ekki skorað eftir að hann flautaði leikinn aftur á. Hallgrímur Jónasson: „Nokkuð sanngjörn úrslit“ Vísir/Anton Brink „Þetta eru nokkuð sanngjörn úrslit, ég held að við höfum verið með fleiri skot og fengum mjög góð tækifæri að skora. Það er allavega ekki hægt að segja að þetta sé ósanngjörn niðurstaða,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 1-1 jafntefli á móti Stjörnunni á Greifavellinum í dag. „Stjarnan eru mjög góðir að spila á milli lína, við þurftum auðvitað að breyta hjá okkur fyrir leikinn en svo er það líka þannig að þegar við vinnum bolta að þá spiluðum við fram á við og gerðum það vel, við gátum sært þá á þeim svæðum sem þeir skilja eftir. Jakob fær til dæmis færi alein á móti markmanni en meiðist áður en hann tekur skotið, Harley fær dauðafæri og Daníel skallar í stöng alveg í lokin þannig við sköpum nóg. Í seinni hálfleik fannst mér við ekki ná að skapa mikið en tölfræðin er bara mjög jöfn, þannig jafn og opinn leikur þar sem hefðu geta verið fleiri mörk auðveldlega.“ Eftir lélega byrjun á mótinu er KA í þeirri stöðu að geta mögulega klárað í topp sex fyrir skiptingu en hafa ekki náð í sigur í síðustu tveimur leikjum. „Ég hefði að sjálfsögðu vilja hafa stigin þrjú í dag en þetta er í okkar höndum, það eru þrír leikir eftir. Ef við vinnum þá leiki þá er ég nokkuð viss um að við endum í topp sex. Það er það sem við ætlum að gera.“ Það hefur verið mikill stígandi í KA liðinu og liðið ekki tapað síðan 19. júní síðastliðinn. „Það eru komnir einhverjir 10 – 11 leikir með bikar sem við höfum ekki tapað og það er frábært en við höfum samt aðeins verið að missa niður. Síðustu þrjú jafntefli höfum við verið komnir yfir en missum það niður. Það er eitthvað sem við viljum breyta, ekki vera passífir. Við þurfum að vinna í því þar sem við erum ennþá í hörku baráttu.“ Jakob Snær Árnason fór meiddur af velli. „Nei held það sé ekki alvarlegt og ekkert sem ég hef áhyggjur af, tæpur aftan í hnéspótinni og fann fyrir því áður en hann tók skotið úr þessu dauðafæri. Þá reikna ég með að bæði Viðar og Hans verði klárir í næsta leik.“ Ívar Orri Kristjánsson gerði mistök þegar komið var fram í uppbót sem hefur verið farið yfir áður í þessari grein. „Maður brosir bara af því, þetta voru mistök hjá honum. Hann fattaði ekki að það voru 93:30 á klukkunni en ekki 94:30. Það voru mistök sem skiptu engu máli en helst hefði ég vilja sjá Daníel skora úr þessu dauðafæri þar sem boltinn fer stöngin út.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti