Er „Stem“ áherslan í skólakerfinu tímaskekkja? Þorsteinn Siglaugsson skrifar 17. ágúst 2024 07:30 Fyrir skemmstu las ég frásögn af áhyggjum ástralskra háskólakennara yfir því að erlendir nemendur, sem ekki töluðu ensku að neinu gagni væru að ná að útskrifast úr háskólanámi, jafnvel meistaranámi með því að nota gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni. Fylgdi sögunni að jafnvel þótt kennarar sæju glöggt hvernig í pottinn væri búið væru þeir oft undir þrýstingi um að hleypa nemendunum í gegn. Skýringin kynni að vera sú að þessir erlendu nemendur stæðu að stærstum hluta undir rekstrarkostnaði háskólanna. Ég prófaði um daginn að láta ChatGPT skrifa fyrir mig stutta ritgerð um frekar sérhæft viðfangsefni í heimspeki. Svo bað ég kunningja minn sem er prófessor í heimspeki að renna yfir ritgerðina og segja mér hvaða einkunn hann myndi gefa höfundinum ef hann væri fyrsta árs nemi í heimspeki. Svarið kom um hæl: Hann fengi fimm. Þessi prófessor var ekki undir neinum þrýstingi, ritgerð gervigreindarlíkansins var einfaldlega nægilega góð til að ná lágmarkseinkunn þótt ekki væri hún svo sem beysin út af fyrir sig. Skipunin sem ég gaf líkaninu var enda stuttaraleg. Með ítarlegri skipun og kröfum um frágang, t.d. heimildavísun hefði ég getað fengið umtalsvert vandaðri niðurstöðu og kunningi minn hefði gefið gervigreindinni betri einkunn fyrir verkefnið. Annar kunningi minn, sem líka er háskólakennari sagði mér um daginn að það sem hefði breyst með tilkomu gervigreindarinnar væri að verkefnin sem hann fengi nú í hendur væru gjarna umtalsvert betur skrifuð en áður. Spurningin sem þessir kennarar og aðrir kennarar standa auðvitað frammi fyrir er sú hvernig meðhöndla eigi verkefni sem nemendur láta gervigreind vinna fyrir sig. Er munur á því að nemandi noti gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni og að hann t.d. steli því eða fái annan mann til að vinna það? Í hverju felst þá sá munur? Til að nota gervigreind með árangursríkum hætti er nauðsynlegt að hafa góð tök á viðfangsefninu og geta orðað eigin hugsun bærilega skýrt. Útkoman ræðst af því hversu vönduð og skýr skipunin er og af færni notandans í að leggja mat á útkomuna og eiga samskipti við gervigreindarlíkanið í framhaldinu til að bæta hana og fínpússa. Er þessi hæfni ekki einfaldlega nokkuð sem nauðsynlegt er að efla með nemendum? Talsverð umræða hefur staðið undanfarið um námsmat í grunnskólum, sér í lagi samræmt námsmat. Vissulega er lykilatriði að samræmt námsmat sé framkvæmt. Ástæðan er sú að það er í raun eina leiðin sem skólar hafa til að bera sig saman við aðra, meta eigin stöðu og grípa til úrbóta taki þeir að dragast aftur úr. Því við megum ekki gleyma því að þegar allt kemur til alls er sjálfur tilgangur grunnskólans sá að tryggja öllum börnum sem jöfnust tækifæri, óháð efnahag, stéttarstöðu og uppruna foreldra. En nú þegar gervigreindin hefur hafið innreið sína í skólakerfið af fullum þunga er lykilatriði að þegar samræmt námsmat er útfært verði hæfni í notkun hennar einn þeirra lykilþátta sem mældir eru. Og þá er mikilvægt að hafa í huga að hæfni í notkun gervigreindar er bein afleiðing af málskilningi og hæfni til málnotkunar. Kannski væri réttast í stað þess að auka áherslu á vísinda- og tækninám (STEM greinar) eins og mikið hefur verið rætt undanfarið, að gera fremur tungumálanám, bókmenntir og heimspeki að þungamiðju námsins? Málskilningur, orðaforði og skýr hugsun eru nefnilega grundvallaratriði þegar að því kemur að nýta gervigreind. Getur þá ekki sá sem hefur þetta á valdi sínu sem best látið hana sjá um líkanagerðina og útreikningana? Þessari spurningu er vert að velta fyrir sér. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Tækni Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu las ég frásögn af áhyggjum ástralskra háskólakennara yfir því að erlendir nemendur, sem ekki töluðu ensku að neinu gagni væru að ná að útskrifast úr háskólanámi, jafnvel meistaranámi með því að nota gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni. Fylgdi sögunni að jafnvel þótt kennarar sæju glöggt hvernig í pottinn væri búið væru þeir oft undir þrýstingi um að hleypa nemendunum í gegn. Skýringin kynni að vera sú að þessir erlendu nemendur stæðu að stærstum hluta undir rekstrarkostnaði háskólanna. Ég prófaði um daginn að láta ChatGPT skrifa fyrir mig stutta ritgerð um frekar sérhæft viðfangsefni í heimspeki. Svo bað ég kunningja minn sem er prófessor í heimspeki að renna yfir ritgerðina og segja mér hvaða einkunn hann myndi gefa höfundinum ef hann væri fyrsta árs nemi í heimspeki. Svarið kom um hæl: Hann fengi fimm. Þessi prófessor var ekki undir neinum þrýstingi, ritgerð gervigreindarlíkansins var einfaldlega nægilega góð til að ná lágmarkseinkunn þótt ekki væri hún svo sem beysin út af fyrir sig. Skipunin sem ég gaf líkaninu var enda stuttaraleg. Með ítarlegri skipun og kröfum um frágang, t.d. heimildavísun hefði ég getað fengið umtalsvert vandaðri niðurstöðu og kunningi minn hefði gefið gervigreindinni betri einkunn fyrir verkefnið. Annar kunningi minn, sem líka er háskólakennari sagði mér um daginn að það sem hefði breyst með tilkomu gervigreindarinnar væri að verkefnin sem hann fengi nú í hendur væru gjarna umtalsvert betur skrifuð en áður. Spurningin sem þessir kennarar og aðrir kennarar standa auðvitað frammi fyrir er sú hvernig meðhöndla eigi verkefni sem nemendur láta gervigreind vinna fyrir sig. Er munur á því að nemandi noti gervigreind til að vinna fyrir sig verkefni og að hann t.d. steli því eða fái annan mann til að vinna það? Í hverju felst þá sá munur? Til að nota gervigreind með árangursríkum hætti er nauðsynlegt að hafa góð tök á viðfangsefninu og geta orðað eigin hugsun bærilega skýrt. Útkoman ræðst af því hversu vönduð og skýr skipunin er og af færni notandans í að leggja mat á útkomuna og eiga samskipti við gervigreindarlíkanið í framhaldinu til að bæta hana og fínpússa. Er þessi hæfni ekki einfaldlega nokkuð sem nauðsynlegt er að efla með nemendum? Talsverð umræða hefur staðið undanfarið um námsmat í grunnskólum, sér í lagi samræmt námsmat. Vissulega er lykilatriði að samræmt námsmat sé framkvæmt. Ástæðan er sú að það er í raun eina leiðin sem skólar hafa til að bera sig saman við aðra, meta eigin stöðu og grípa til úrbóta taki þeir að dragast aftur úr. Því við megum ekki gleyma því að þegar allt kemur til alls er sjálfur tilgangur grunnskólans sá að tryggja öllum börnum sem jöfnust tækifæri, óháð efnahag, stéttarstöðu og uppruna foreldra. En nú þegar gervigreindin hefur hafið innreið sína í skólakerfið af fullum þunga er lykilatriði að þegar samræmt námsmat er útfært verði hæfni í notkun hennar einn þeirra lykilþátta sem mældir eru. Og þá er mikilvægt að hafa í huga að hæfni í notkun gervigreindar er bein afleiðing af málskilningi og hæfni til málnotkunar. Kannski væri réttast í stað þess að auka áherslu á vísinda- og tækninám (STEM greinar) eins og mikið hefur verið rætt undanfarið, að gera fremur tungumálanám, bókmenntir og heimspeki að þungamiðju námsins? Málskilningur, orðaforði og skýr hugsun eru nefnilega grundvallaratriði þegar að því kemur að nýta gervigreind. Getur þá ekki sá sem hefur þetta á valdi sínu sem best látið hana sjá um líkanagerðina og útreikningana? Þessari spurningu er vert að velta fyrir sér. Höfundur er ráðgjafi og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun