Rekstraraðilar misvel undirbúnir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 13:28 Þau Sigurhans og Ástríður höfðu ekki gert ráðstafanir vegna reglugerðar um kynhlutlaus klósett. vísir Rekstraraðilar eru misvel búnir undir reglugerðarbreytingu sem gerir þeim skylt að bjóða upp á kynhlutlaus salerni. Varaforseti Trans Ísland segir of mikið gert úr málinu. Reglugerðin hefur þegar tekið gildi. Samkvæmt henni er æskilegt að merkja salerni eftir aðstöðu en kynhlutlaus klósett skulu vera til staðar þar sem snyrtingar karla og kvenna eru aðskildar. Þá er spurningin hvort rekstraraðilar hafi gert einhverjar ráðstafanir. Fjallað var um málið og rætt við rekstraraðila í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Nei við höfum enn ekki gert neinar ráðstafanir, en það kemur til með að við gerum það,“ segir Ástríður Kristín Ómarsdóttir rekstrarstjóri Kex hostel. „Við vorum nú bara að frétta af þessu núna í dag, við förum örugglega að skoða þetta. En eins og staðan er núna erum við bara með þetta eins og hefur verið,“ segir Sigurhans Óskar Sigurhansson veitingastjóri Íslenska barsins. „Við höfum frá byrjun bara merkt salernin okkar þannig að það eru pissuskálar hér og klósettskálar þarna. Þannig já, við erum klárir,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson eigandi skemmtistaðarins Röntgen. Minna öryggi? Ósanngjarnt? Reglugerðarbreytingin hefur strax skapað umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem einhverjir lýsa áhyggjum yfir því að minna öryggi fylgi því að blanda saman kynjum. Það var gert í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Einhverjir bentu á að fyrirkomulagið hafi gengið án vandræða um nokkurt skeið á ýmsum stöðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gantaðist með málið í færslu á Facebook. Hann segir mikinn mun á kvenna og karlaklósettum og það viti allir karlar sem hafi óvart villst inn á kvennaklósett. „Þeir sem hafa upplifað slíkar sekúndur ættu þó að vita hversu ósanngjarnt það er að hafa slík rými af konum og ætla þeim að vaða þvagpollana karlamegin þar sem maður er þakklátur fyrir það þegar klórlyktin er nógu sterk til að fela það sem undir liggur,“ skrifaði Sigmundur. Alex Diljar varaforseti Trans Ísland segir of mikið gert úr málinu „Kynhlutlaus salerni eru fyrir öll, þetta er ekki bara fyrir kvárin. Það geta allir nýtt sér þessa aðstöðu. Það felst mjög lítil breyting í þessu í rauninni.“ Þegar séu mörg kynhlutlaus klósett til staðar. „Það er ekki verið að taka neitt af neinum, bara verið að auka aðgengi fyrir öll.“ Alex Diljar segir margt eftir að gera í lagabreytingum eftir að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi. Hann vill að umræða um transfólk færist frá klósettumræðu.vísir/ívar fannar Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Reglugerðin hefur þegar tekið gildi. Samkvæmt henni er æskilegt að merkja salerni eftir aðstöðu en kynhlutlaus klósett skulu vera til staðar þar sem snyrtingar karla og kvenna eru aðskildar. Þá er spurningin hvort rekstraraðilar hafi gert einhverjar ráðstafanir. Fjallað var um málið og rætt við rekstraraðila í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Nei við höfum enn ekki gert neinar ráðstafanir, en það kemur til með að við gerum það,“ segir Ástríður Kristín Ómarsdóttir rekstrarstjóri Kex hostel. „Við vorum nú bara að frétta af þessu núna í dag, við förum örugglega að skoða þetta. En eins og staðan er núna erum við bara með þetta eins og hefur verið,“ segir Sigurhans Óskar Sigurhansson veitingastjóri Íslenska barsins. „Við höfum frá byrjun bara merkt salernin okkar þannig að það eru pissuskálar hér og klósettskálar þarna. Þannig já, við erum klárir,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson eigandi skemmtistaðarins Röntgen. Minna öryggi? Ósanngjarnt? Reglugerðarbreytingin hefur strax skapað umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem einhverjir lýsa áhyggjum yfir því að minna öryggi fylgi því að blanda saman kynjum. Það var gert í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Einhverjir bentu á að fyrirkomulagið hafi gengið án vandræða um nokkurt skeið á ýmsum stöðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gantaðist með málið í færslu á Facebook. Hann segir mikinn mun á kvenna og karlaklósettum og það viti allir karlar sem hafi óvart villst inn á kvennaklósett. „Þeir sem hafa upplifað slíkar sekúndur ættu þó að vita hversu ósanngjarnt það er að hafa slík rými af konum og ætla þeim að vaða þvagpollana karlamegin þar sem maður er þakklátur fyrir það þegar klórlyktin er nógu sterk til að fela það sem undir liggur,“ skrifaði Sigmundur. Alex Diljar varaforseti Trans Ísland segir of mikið gert úr málinu „Kynhlutlaus salerni eru fyrir öll, þetta er ekki bara fyrir kvárin. Það geta allir nýtt sér þessa aðstöðu. Það felst mjög lítil breyting í þessu í rauninni.“ Þegar séu mörg kynhlutlaus klósett til staðar. „Það er ekki verið að taka neitt af neinum, bara verið að auka aðgengi fyrir öll.“ Alex Diljar segir margt eftir að gera í lagabreytingum eftir að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi. Hann vill að umræða um transfólk færist frá klósettumræðu.vísir/ívar fannar
Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira