Veður

Kaldi eða stinning­skaldi en bjart fyrir sunnan og vestan

Kjartan Kjartansson skrifar
Bjartasta veðrinu er spáð sunnan- og vestantil á landinu í dag.
Bjartasta veðrinu er spáð sunnan- og vestantil á landinu í dag. Vísir/Vilhelm

Spáð er kalda eða stinningskalda með vætu norðan- og austanlands í dag en björtu sunnan- og vestantil. Úrkomusvæði kemur að suðausturströndinni síðdegis og fer norður yfir austanvert landið í kvöld og nótt.

Reikna má með norðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag, hvössustu sunnantil. Á höfuðborgarsvæðinu verður að mestu bjart og hiti á bilinu sjö til tólf stig.

Á morgun er spáð norðanátt, þremur til tíu metrum á sekúndu, og áfram vætu norðantil. Annars staðar verður víða léttskýjað og hiti á bilinu fjögur til þrettán stig, hlýjast syðst.

Næsta lægð nálgast landið að sunnanverðu með ákveðinni austanátt og rigningu á miðvikudag. Þá er spáð norðaustan og austan átta til fimmtán metrum á sekúndu, hvössustu við suðurströndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×