Hvað eiga lýðræði og hátíðarhöld sameiginlegt Bryndís Haraldsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 11:01 Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir lýðræðishátíðum, sumarviðburðum þar sem fjöldi fólks kemur saman á fallegum stöðum utan höfuðborganna til að ræða mikilvæg málefni. Elst þessara hátíða er Almedals-vikan sem haldin er á eyjunni Gotlandi í Svíþjóð en hin löndin hafa öll fylgt í kjölfarið. Félagar mínir í pólitíkinni í norrænu löndunum geta ekki látið þessa viðburði fram hjá sér fara, þeir segja að það sé nánast skyldumæting, en það er skemmtileg og góð skylda. Fræðimenn af ýmsum sviðum mæta, frjáls félagasamtök eru áberandi svo og fulltrúar atvinnulífsins, verkalýðsfélaga og fjölmiðla svo og almenningur. Mörg félög, fyrirtæki og stofnanir leggja mikið upp úr því að kynna sig og sínar áherslur á hátíðunum. Haldinn er fjöldi málstofa um margvísleg málefni þar sem reynt er að halda uppi áhugaverðu samtali þar sem öll sjónarmið fá að koma fram. Lögð er áhersla á að áhorfendur geti spurt eða lagt eitthvað inn í samtalið. Rætt er um öryggismál, menntamál, heilbrigðismál, umhverfismál og margt fleira. Norðurlandaráð og norræn samvinna áberandi á lýðræðishátíðum Í hlutverki mínu sem forseti Norðurlandaráðs skrapp ég til Noregs í síðustu viku til að sækja norsku lýðræðisvikuna sem haldin er í borginni Arendal. Norrænt samstarf er áberandi á þessari sem og öðrum norrænum lýðræðishátíðum. Í norræna tjaldinu er haldinn fjöldi viðburða þar sem rætt er um norrænt samstarf á hinum ýmsu sviðum. Ég tók þátt í nokkrum málstofum þar og ræddi þá áherslur okkar á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Meginþema formennskuáætlunar okkar er friður og öryggi á norðurslóðum. Ég tók líka þátt í málstofum á vegum annara þar sem meðal annars var rætt um sjálfbær fæðukerfi, öryggis- og varnarmál og stöðuna í Úkraínu. Fyrr í sumar heimsótti ég sams konar hátíð í Lettlandi, en Eystrasaltsríkin hafa öll tekið upp þessa norrænu hefð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaforseti Norðurlandaráðs, heimsótti jafnframt dönsku lýðræðishátíðina á Borgundarhólm í júní. Norræna gullið Norrænu ríkin eru í fremstu röð í heiminum á mörgum sviðum. Lýðræði er yfirleitt talið heilbrigt og öruggt í þessum ríkjum en það er því miður ekki staðan alstaðar í heiminum í dag. Eitt af því sem einkennir Norðurlöndin er almennt traust í samfélaginu og vilja margir meina að einmitt það sé grunnur að öflugu og virku lýðræði. Þetta traust hefur verið nefnt „norræna gullið“. Við þurfum að standa vörð um þessa verðmætu eign okkar vegna þess að því miður eru víða öfl sem vilja skemma dýrgripi á borð við samfélagslegt traust, lýðræði og réttarríkið. Atburðir síðustu missera hafa minnt okkur á að við þurfum stöðugt að vera vakandi fyrir þessum öflum. Stríðsátök, falsfréttir og sundrung ógna lýðræðinu. En til að byggja upp traust og viðhalda trausti þarf samtal og virðingu fyrir sjónarmiðum annara. Lýðræðishátíðir fanga einmitt þetta. Á Íslandi hafa verið gerðar tilraunir til að innleiða slíkar hátíðir en því miður höfum við ekki náð sama árangri og nágrannar okkar á Norðurlöndum. Ég tel okkur geta lært af þeim og að full ástæða sé til að leggja meira upp úr slíkum samkomum til ná utan um öflugt og gott samtal um hin ýmsu samfélagsmál. Eitt af því sem einkennir allar þessar norrænu hátíðir er að þær eru ekki haldnar í höfuðborgunum, þær taka yfir nokkra daga og samtalið er bæði formlegt og óformlegt, á alvarlegu nótunum og á gamansömum nótum, en alltaf er undirliggjandi djúp virðing fyrir skoðunum og sjónarmiðum annarra og fyrir lýðræðinu. Höfundur er forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir lýðræðishátíðum, sumarviðburðum þar sem fjöldi fólks kemur saman á fallegum stöðum utan höfuðborganna til að ræða mikilvæg málefni. Elst þessara hátíða er Almedals-vikan sem haldin er á eyjunni Gotlandi í Svíþjóð en hin löndin hafa öll fylgt í kjölfarið. Félagar mínir í pólitíkinni í norrænu löndunum geta ekki látið þessa viðburði fram hjá sér fara, þeir segja að það sé nánast skyldumæting, en það er skemmtileg og góð skylda. Fræðimenn af ýmsum sviðum mæta, frjáls félagasamtök eru áberandi svo og fulltrúar atvinnulífsins, verkalýðsfélaga og fjölmiðla svo og almenningur. Mörg félög, fyrirtæki og stofnanir leggja mikið upp úr því að kynna sig og sínar áherslur á hátíðunum. Haldinn er fjöldi málstofa um margvísleg málefni þar sem reynt er að halda uppi áhugaverðu samtali þar sem öll sjónarmið fá að koma fram. Lögð er áhersla á að áhorfendur geti spurt eða lagt eitthvað inn í samtalið. Rætt er um öryggismál, menntamál, heilbrigðismál, umhverfismál og margt fleira. Norðurlandaráð og norræn samvinna áberandi á lýðræðishátíðum Í hlutverki mínu sem forseti Norðurlandaráðs skrapp ég til Noregs í síðustu viku til að sækja norsku lýðræðisvikuna sem haldin er í borginni Arendal. Norrænt samstarf er áberandi á þessari sem og öðrum norrænum lýðræðishátíðum. Í norræna tjaldinu er haldinn fjöldi viðburða þar sem rætt er um norrænt samstarf á hinum ýmsu sviðum. Ég tók þátt í nokkrum málstofum þar og ræddi þá áherslur okkar á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Meginþema formennskuáætlunar okkar er friður og öryggi á norðurslóðum. Ég tók líka þátt í málstofum á vegum annara þar sem meðal annars var rætt um sjálfbær fæðukerfi, öryggis- og varnarmál og stöðuna í Úkraínu. Fyrr í sumar heimsótti ég sams konar hátíð í Lettlandi, en Eystrasaltsríkin hafa öll tekið upp þessa norrænu hefð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaforseti Norðurlandaráðs, heimsótti jafnframt dönsku lýðræðishátíðina á Borgundarhólm í júní. Norræna gullið Norrænu ríkin eru í fremstu röð í heiminum á mörgum sviðum. Lýðræði er yfirleitt talið heilbrigt og öruggt í þessum ríkjum en það er því miður ekki staðan alstaðar í heiminum í dag. Eitt af því sem einkennir Norðurlöndin er almennt traust í samfélaginu og vilja margir meina að einmitt það sé grunnur að öflugu og virku lýðræði. Þetta traust hefur verið nefnt „norræna gullið“. Við þurfum að standa vörð um þessa verðmætu eign okkar vegna þess að því miður eru víða öfl sem vilja skemma dýrgripi á borð við samfélagslegt traust, lýðræði og réttarríkið. Atburðir síðustu missera hafa minnt okkur á að við þurfum stöðugt að vera vakandi fyrir þessum öflum. Stríðsátök, falsfréttir og sundrung ógna lýðræðinu. En til að byggja upp traust og viðhalda trausti þarf samtal og virðingu fyrir sjónarmiðum annara. Lýðræðishátíðir fanga einmitt þetta. Á Íslandi hafa verið gerðar tilraunir til að innleiða slíkar hátíðir en því miður höfum við ekki náð sama árangri og nágrannar okkar á Norðurlöndum. Ég tel okkur geta lært af þeim og að full ástæða sé til að leggja meira upp úr slíkum samkomum til ná utan um öflugt og gott samtal um hin ýmsu samfélagsmál. Eitt af því sem einkennir allar þessar norrænu hátíðir er að þær eru ekki haldnar í höfuðborgunum, þær taka yfir nokkra daga og samtalið er bæði formlegt og óformlegt, á alvarlegu nótunum og á gamansömum nótum, en alltaf er undirliggjandi djúp virðing fyrir skoðunum og sjónarmiðum annarra og fyrir lýðræðinu. Höfundur er forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun