Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2024 07:30 Jeff Bezos, eigandi Amazon og Jason Tatum, lykilmaður Boston Celtics með bikarinn. Getty/Elsa Bandarískir fjölmiðlar fjalla nú um þann þráðláta orðróm að Jeff Bezos, eigandi Amazon, ætli sér að kaupa NBA körfuboltaliðið Boston Celtics. Eigendur Celtics tilkynntu það óvænt fljótlega eftir að liðið vann sinn fyrsta meistaratitil í sextán ár að félagið væri nú til sölu. Þekkir vel til hjá Celtics Íþróttafréttamaðurinn Bill Simmons þekkir vel til hjá Boston Celtics enda mikill stuðningsmaður félagsins. Simmons kom fram í gær og sagðist sannfærður um að það sé mikið til í þessum fréttum. „Á síðustu dögum þá hefur verið réttmætur orðrómur um að Jeff Bezos ætli sér að kaupa Celtics. Ég held að þetta sé rétt og ég held að hann verði einn af þeim sem bjóði í félagið,“ sagði Simmons. Simmons tengir söluna einnig við hugsanlega stækkun NBA deildarinnar um tvö félög sem verða væntanlega í Seattle og Las Vegas. 827 milljarða verðmiði Hann segir að það sé krafa um að kaupverðið á Celtics verði að lágmarki sex milljarðar dollara eða 827 milljarðar íslenskra króna. Bezos ætti að hafa efni á slíku enda næstríkasti maður heims. Hann bæði stofnaði og þróaði Amazon og gerði það að stærsta netsölufyrirtæki heims. „NBA deildin vill fá sex milljarða dala fyrir félagið þótt að það eigi ekki sína eigin íþróttahöll. Þetta er klikkuð upphæð en þeir vilja fá þessa stóru upphæð af því að þeir vilja líka bæta liðum við í Seattle og Vegas og jafnvel Mexico City. Ef þeir fá sex milljarða fyrir tvö viðbótarlið þá fá allir eigendur NBA liðanna ávísun upp á fjögur hundruð milljónir dala,“ sagði Simmons. Fjögur hundruð milljónir Bandaríkjadala eru 55 milljarðar króna. Það má sjá Simmons tjá sig hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by The Ringer (@ringer) NBA Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Eigendur Celtics tilkynntu það óvænt fljótlega eftir að liðið vann sinn fyrsta meistaratitil í sextán ár að félagið væri nú til sölu. Þekkir vel til hjá Celtics Íþróttafréttamaðurinn Bill Simmons þekkir vel til hjá Boston Celtics enda mikill stuðningsmaður félagsins. Simmons kom fram í gær og sagðist sannfærður um að það sé mikið til í þessum fréttum. „Á síðustu dögum þá hefur verið réttmætur orðrómur um að Jeff Bezos ætli sér að kaupa Celtics. Ég held að þetta sé rétt og ég held að hann verði einn af þeim sem bjóði í félagið,“ sagði Simmons. Simmons tengir söluna einnig við hugsanlega stækkun NBA deildarinnar um tvö félög sem verða væntanlega í Seattle og Las Vegas. 827 milljarða verðmiði Hann segir að það sé krafa um að kaupverðið á Celtics verði að lágmarki sex milljarðar dollara eða 827 milljarðar íslenskra króna. Bezos ætti að hafa efni á slíku enda næstríkasti maður heims. Hann bæði stofnaði og þróaði Amazon og gerði það að stærsta netsölufyrirtæki heims. „NBA deildin vill fá sex milljarða dala fyrir félagið þótt að það eigi ekki sína eigin íþróttahöll. Þetta er klikkuð upphæð en þeir vilja fá þessa stóru upphæð af því að þeir vilja líka bæta liðum við í Seattle og Vegas og jafnvel Mexico City. Ef þeir fá sex milljarða fyrir tvö viðbótarlið þá fá allir eigendur NBA liðanna ávísun upp á fjögur hundruð milljónir dala,“ sagði Simmons. Fjögur hundruð milljónir Bandaríkjadala eru 55 milljarðar króna. Það má sjá Simmons tjá sig hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by The Ringer (@ringer)
NBA Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti