Kórsmálinu ekki lokið: HK gæti enn verið refsað Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2024 12:17 Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, segir aga- og úrskurðanefnd KSÍ enn eiga eftir að ræða skýrslu eftirlitsmanns frá leiknum sem fór ekki fram. Vísir/Samsett Máli HK vegna frestaðs leiks við KR í Bestu deild karla er ekki lokið þrátt fyrir að leikurinn hafi farið fram í gærkvöld. Líklegt þykir að HK-ingar verði sektaðir vegna mistaka við framkvæmd leiks. HK vann frækinn 3-2 sigur á KR í Kórnum í gær eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Leikur liðanna átti upprunalega að fara fram þann 8. ágúst síðastliðinn en var frestað þar sem annað markanna var brotið og ekki hægt að spila leikinn. Úr varð mikið mál. KR kærði Kópavogsliðið og krafðist 3-0 sigurs en því var hafnað bæði af aga- og úrskurðarnefnd sem og áfrýjunardómstóli KSÍ. Nefndin tók kæru KR fyrir en á þó eftir að taka fyrir skýrslu eftirlitsmanns frá leiknum sem ekki fór fram. „Það sem aga- og úrskurðarnefndin, og síðan áfrýjunardómstóllinn í gær, tók fyrir er þetta kærumál frá KR. En eins og vaninn er þá berast allar skýrslur eftirlitsmanna og dómara sjálfkrafa til nefndarinnar og fá sérstaka og sjálfstæða umfjöllun þar,“ segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við íþróttadeild. „Þær skýrslur hafa fengið umfjöllun hjá aga- og úrskurðarnefnd og kallað eftir sérstökum viðbrögðum frá HK vegna framkvæmdar á leik og á alveg eftir að komast að niðurstöðu og úrskurða í því máli sérstaklega. Eins og gefið var til kynna í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar er það alveg aðskilið mál,“ segir Haukur enn fremur. Sektum iðulega beitt Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ.Mynd/KSÍ Skýrt kom fram í úrskurði aga- og úrskurðanefndar, sem og áfrýjunardómstólsins, að ekki væri viðurlagaheimild fyrir því að dæma KR 3-0 sigur. Þar kom einnig skýrt fram að verulegir vankantar hefðu verið á framkvæmd leiksins hjá HK. Því má eiga von á því að HK verði refsað, líkast til með sektum, þegar aga- og úrskurðarnefnd tekur málið fyrir á reglubundnum fundi sínum á þriðjudaginn næsta. „Maður getur ekki sagt það með vissu en aga- og úrskurðarnefnd gefur því dálítið undir fótinn í sínum úrskurði (í kærumáli KR) að nefndinni finnist framkvæmdin hafa verið verulega ábótavant og útilokar ekki að einhverjum viðurlögum verði beitt vegna þess. Hún fellst bara ekki á að það verði 3-0 sigur andstæðingsins,“ „Það er ekki óalgengt að sektum sé beitt í málum sem þessum. Miðað við fordæmi um vankanta í framkvæmd leiks hefur aga- og úrskurðarnefnd oft beitt sektum vegna slíkra vankanta. Ekki nákvæmlega eins og þessara í leik HK og KR, en vegna annarskonar vankanta í framkvæmd leiks,“ segir Haukur. HK KSÍ KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
HK vann frækinn 3-2 sigur á KR í Kórnum í gær eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Leikur liðanna átti upprunalega að fara fram þann 8. ágúst síðastliðinn en var frestað þar sem annað markanna var brotið og ekki hægt að spila leikinn. Úr varð mikið mál. KR kærði Kópavogsliðið og krafðist 3-0 sigurs en því var hafnað bæði af aga- og úrskurðarnefnd sem og áfrýjunardómstóli KSÍ. Nefndin tók kæru KR fyrir en á þó eftir að taka fyrir skýrslu eftirlitsmanns frá leiknum sem ekki fór fram. „Það sem aga- og úrskurðarnefndin, og síðan áfrýjunardómstóllinn í gær, tók fyrir er þetta kærumál frá KR. En eins og vaninn er þá berast allar skýrslur eftirlitsmanna og dómara sjálfkrafa til nefndarinnar og fá sérstaka og sjálfstæða umfjöllun þar,“ segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við íþróttadeild. „Þær skýrslur hafa fengið umfjöllun hjá aga- og úrskurðarnefnd og kallað eftir sérstökum viðbrögðum frá HK vegna framkvæmdar á leik og á alveg eftir að komast að niðurstöðu og úrskurða í því máli sérstaklega. Eins og gefið var til kynna í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar er það alveg aðskilið mál,“ segir Haukur enn fremur. Sektum iðulega beitt Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ.Mynd/KSÍ Skýrt kom fram í úrskurði aga- og úrskurðanefndar, sem og áfrýjunardómstólsins, að ekki væri viðurlagaheimild fyrir því að dæma KR 3-0 sigur. Þar kom einnig skýrt fram að verulegir vankantar hefðu verið á framkvæmd leiksins hjá HK. Því má eiga von á því að HK verði refsað, líkast til með sektum, þegar aga- og úrskurðarnefnd tekur málið fyrir á reglubundnum fundi sínum á þriðjudaginn næsta. „Maður getur ekki sagt það með vissu en aga- og úrskurðarnefnd gefur því dálítið undir fótinn í sínum úrskurði (í kærumáli KR) að nefndinni finnist framkvæmdin hafa verið verulega ábótavant og útilokar ekki að einhverjum viðurlögum verði beitt vegna þess. Hún fellst bara ekki á að það verði 3-0 sigur andstæðingsins,“ „Það er ekki óalgengt að sektum sé beitt í málum sem þessum. Miðað við fordæmi um vankanta í framkvæmd leiks hefur aga- og úrskurðarnefnd oft beitt sektum vegna slíkra vankanta. Ekki nákvæmlega eins og þessara í leik HK og KR, en vegna annarskonar vankanta í framkvæmd leiks,“ segir Haukur.
HK KSÍ KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira