Vara við hættu á skriðuföllum Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2024 14:36 Mikilli úrkomu er spáð á Ströndum. vísir/vilhelm Aukin hætta er á skriðuföllum á Norðurlandi, Ströndum og norðanverðum Vestfjörðum fram á laugardag. Spáð er mikilli uppsafnaðri úrkomu á norðanverðu landinu dagana 22. til 24. ágúst. Mesta úrkoman mun falla seinnipartinn í dag og á morgun en Veðurstofan á von á því að það dragi úr úrkomu á laugardaginn og stytta muni upp á sunnudag. Gera má ráð fyrir að það geti fryst í fjallstoppum og úrkoman muni að mestu falla sem rigning nema efst í fjöllum þar sem það mun snjóa. Að sögn Veðurstofunnar má búast við vatnavöxtum og aukinni hættu á skriðum og grjóthruni þar sem rigning er mikil. „Þar sem vegir liggja undir bröttum hlíðum getur verið hætta á skriðum og grjóthruni niður á vegi. Bent er á að fólk sýni aðgát þegar ferðast er undir bröttum hlíðum, horfi í kringum sig og forðist að dvelja lengi innan og neðan farvega. Auk þess þarf að hafa í huga að skriður geta fallið eftir að mesta ákefð rigningar er afstaðin,“ segir í færslu á vef Veðurstofunnar. Mikilvægt sé að tilkynna henni um skriðuföll. Jarðvegur víða vatnsmettaður Samkvæmt spá verður mesta úrkoman á norðanverðum Vestfjörðum, Ströndum, Tröllaskaga, austanverðum Tindastóli, Flateyjarskaga, Tjörnesi og Hellisheiði eystri. Einnig má gera ráð fyrir þónokkurri úrkomu á Borgarfirði eystra næsta sólarhringinn, að sögn Veðurstofunnar. Síðustu daga og vikur hafi rignt talsvert á norðanverðu landinu og megi því gera ráð fyrir að jarðvegur sé víða blautur eða vatnsmettaður. Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Enn bætast gular viðvaranir og þær nú orðnar fimm Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Breiðafjörð, Vestfirði og Suðausturland. Viðvörun vegna úrhellisrigningar á Norðurlandi eystra gildir frá klukkan 11 til 20 í dag og viðvörun vegna hvassviðris er í gildi fyrir Suðausturland fram til 18. 22. ágúst 2024 10:26 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Sjá meira
Mesta úrkoman mun falla seinnipartinn í dag og á morgun en Veðurstofan á von á því að það dragi úr úrkomu á laugardaginn og stytta muni upp á sunnudag. Gera má ráð fyrir að það geti fryst í fjallstoppum og úrkoman muni að mestu falla sem rigning nema efst í fjöllum þar sem það mun snjóa. Að sögn Veðurstofunnar má búast við vatnavöxtum og aukinni hættu á skriðum og grjóthruni þar sem rigning er mikil. „Þar sem vegir liggja undir bröttum hlíðum getur verið hætta á skriðum og grjóthruni niður á vegi. Bent er á að fólk sýni aðgát þegar ferðast er undir bröttum hlíðum, horfi í kringum sig og forðist að dvelja lengi innan og neðan farvega. Auk þess þarf að hafa í huga að skriður geta fallið eftir að mesta ákefð rigningar er afstaðin,“ segir í færslu á vef Veðurstofunnar. Mikilvægt sé að tilkynna henni um skriðuföll. Jarðvegur víða vatnsmettaður Samkvæmt spá verður mesta úrkoman á norðanverðum Vestfjörðum, Ströndum, Tröllaskaga, austanverðum Tindastóli, Flateyjarskaga, Tjörnesi og Hellisheiði eystri. Einnig má gera ráð fyrir þónokkurri úrkomu á Borgarfirði eystra næsta sólarhringinn, að sögn Veðurstofunnar. Síðustu daga og vikur hafi rignt talsvert á norðanverðu landinu og megi því gera ráð fyrir að jarðvegur sé víða blautur eða vatnsmettaður.
Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Enn bætast gular viðvaranir og þær nú orðnar fimm Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Breiðafjörð, Vestfirði og Suðausturland. Viðvörun vegna úrhellisrigningar á Norðurlandi eystra gildir frá klukkan 11 til 20 í dag og viðvörun vegna hvassviðris er í gildi fyrir Suðausturland fram til 18. 22. ágúst 2024 10:26 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Sjá meira
Enn bætast gular viðvaranir og þær nú orðnar fimm Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðurland, Breiðafjörð, Vestfirði og Suðausturland. Viðvörun vegna úrhellisrigningar á Norðurlandi eystra gildir frá klukkan 11 til 20 í dag og viðvörun vegna hvassviðris er í gildi fyrir Suðausturland fram til 18. 22. ágúst 2024 10:26