إنذار عاجل شديد الخطورة .. روشن إستعد ⚠️
— نادي العروبة السعودي (@ALOROBAH_FC) August 23, 2024
عاصفـة ثـلجية ايسلنديـة 🇮🇸🥶
قادمـة من التشامبيون تشيب 🌪️❄️
Jóhann Berg Gudmundsson pic.twitter.com/tkketiPDEN
Jóhann, sem verður 34 ára í október, kveður þar með Burnley þar sem hann hefur spilað frá EM-árinu 2016. Hann lék 200 deildarleiki fyrir Burnley og skoraði sitt fimmtánda mark fyrir liðið í kveðjuleiknum um síðustu helgi.
Burnley og Al Orobah greina bæði frá vistaskiptum Jóhanns í dag en kaupverðið er ekki gefið upp.
"Thank you for all your support." 💬
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 23, 2024
Johann Berg Gudmundsson with a special message for Clarets fans ❤️ pic.twitter.com/cUF2N60760
Hjá Al Orobah mun Jóhann leika undir stjórn Portúgalans Álvaro Pacheco sem tók við liðinu í sumar. Jóhann verður einn af nokkrum erlendum leikmönnum liðsins en þeirra þekktastur er líklega Vurnon Anita, fyrrverandi leikmaður Newcastle og Leeds.
Al Orobah er nýliði í efstu deild Sádi-Arabíu og byrjar leiktíðina á að mæta bronsliði Al Ahli í kvöld.
Jóhann Berg Gudmundsson ,
— نادي العروبة السعودي (@ALOROBAH_FC) August 23, 2024
Welcome to AL-Oroobah stronghold
💪🏻💛💚 pic.twitter.com/z3dnlAcRpQ
Jóhann Berg er annar Íslendingurinn sem samið hefur við knattspyrnufélag í Sádi-Arabíu í sumar því stærstu félagaskiptin í efstu deild kvenna í Sádi-Arabíu í sumar eru koma Söru Bjarkar Gunnarsdóttur til Al-Qadsiah.