Sofið minna en skorað meira: „Ekki eitthvað sem ég mæli með“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2024 09:02 Björn Daníel Sverrisson hefur farið mikinn með FH að undanförnu. Vísir/Sigurjón Björn Daníel Sverrisson raðar inn mörkum fyrir FH og er markahæsti leikmaður liðsins í Bestu deild karla. Björn kveðst óviss um hvað orsaki markaflóðið en segist þó hafa sofið minna í ár en þau á undan. Björn Daníel skoraði tvö og lagði upp það þriðja í 3-2 endurkomusigri FH á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld en sá sigur skaut FH upp í fjórða sæti, sem gæti veitt keppnisrétt í Sambandsdeild Evrópu að ári. Björn Daníel hefur ekki verið iðinn við kolann í markaskorun undanfarin ár en breyting hefur orðið á þetta sumarið. „Það er bara gott að vinna og alltaf gaman að skora. Það hefur gengið ágætlega í markaskorun hjá mér síðasta mánuðinn og vonandi heldur það áfram. Það er gott þegar það er talað vel um mann og ætti að ýta undir það að maður haldi áfram að spila vel,“ segir Björn Daníel er Sportpakkanum á Stöð 2. „Ég er orðinn það gamall og að ég vona að þetta stígi mér ekki til höfuðs í næstu leikjum,“ bætir hann við. Björn Daníel hefur sem sagt lært af því á leiðinni, þökk sé þjálfara hans Heimi Guðjónssyni, sem einnig var þjálfari FH þegar Björn Daníel skoraði mest níu mörk sumarið 2013. „Þegar maður var yngri þótti manni stundum aðeins of gaman að fá hrós. Ég held ég hafi lært það frtá Heimi þegar ég var yngri að maður fékk að heyra það aðeins í leiknum á eftir ef maður var ekki að standa sig vel,“ segir Björn Daníel. Sofið minna í ár Heimir gerir hins vegar kröfu um að Björn Daníel bæti sinn hæsta markafjölda áður en deildinni verður skipt upp. Björn þarf til þess að skora tvö mörk í næstu tveimur leikjum. „Ég ætla að vona það. Fyrst hann er kominn með átta hlýtur hann að stefna á tíu, ekki spurning um það,“ sagði Heimir eftir leikinn við Fylki í fyrrakvöld. Björn Daníel tekur vel í það. „Ég veit að Heimir gerir ákveðnar kröfur til mín og hefur alltaf gert það þegar ég hef verið leikmaður hjá honum. Það er bara gaman að það sé ætlast til þess að maður geri eitthvað fyrir liðið,“ segir Björn. En hvað hefur verið öðruvísi í ár hjá Birni, samanborið við árin á undan? „Ef eitthvað er hef ég sofið minna á þessu ári. Við eignuðumst strák í desember sem er átta mánaða núna og maður hefur ekki alltaf fengið fullan svefn. Ég veit nú ekki hvort það sé eitthvað sem ég mæli með,“ segir Björn Daníel. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Björn Daníel skoraði tvö og lagði upp það þriðja í 3-2 endurkomusigri FH á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld en sá sigur skaut FH upp í fjórða sæti, sem gæti veitt keppnisrétt í Sambandsdeild Evrópu að ári. Björn Daníel hefur ekki verið iðinn við kolann í markaskorun undanfarin ár en breyting hefur orðið á þetta sumarið. „Það er bara gott að vinna og alltaf gaman að skora. Það hefur gengið ágætlega í markaskorun hjá mér síðasta mánuðinn og vonandi heldur það áfram. Það er gott þegar það er talað vel um mann og ætti að ýta undir það að maður haldi áfram að spila vel,“ segir Björn Daníel er Sportpakkanum á Stöð 2. „Ég er orðinn það gamall og að ég vona að þetta stígi mér ekki til höfuðs í næstu leikjum,“ bætir hann við. Björn Daníel hefur sem sagt lært af því á leiðinni, þökk sé þjálfara hans Heimi Guðjónssyni, sem einnig var þjálfari FH þegar Björn Daníel skoraði mest níu mörk sumarið 2013. „Þegar maður var yngri þótti manni stundum aðeins of gaman að fá hrós. Ég held ég hafi lært það frtá Heimi þegar ég var yngri að maður fékk að heyra það aðeins í leiknum á eftir ef maður var ekki að standa sig vel,“ segir Björn Daníel. Sofið minna í ár Heimir gerir hins vegar kröfu um að Björn Daníel bæti sinn hæsta markafjölda áður en deildinni verður skipt upp. Björn þarf til þess að skora tvö mörk í næstu tveimur leikjum. „Ég ætla að vona það. Fyrst hann er kominn með átta hlýtur hann að stefna á tíu, ekki spurning um það,“ sagði Heimir eftir leikinn við Fylki í fyrrakvöld. Björn Daníel tekur vel í það. „Ég veit að Heimir gerir ákveðnar kröfur til mín og hefur alltaf gert það þegar ég hef verið leikmaður hjá honum. Það er bara gaman að það sé ætlast til þess að maður geri eitthvað fyrir liðið,“ segir Björn. En hvað hefur verið öðruvísi í ár hjá Birni, samanborið við árin á undan? „Ef eitthvað er hef ég sofið minna á þessu ári. Við eignuðumst strák í desember sem er átta mánaða núna og maður hefur ekki alltaf fengið fullan svefn. Ég veit nú ekki hvort það sé eitthvað sem ég mæli með,“ segir Björn Daníel. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira