Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 19:28 Frá vettvangi í Skúlagötu á laugardagskvöld. vísir Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. Fjöldi stórfelldra og meiri háttar líkamsárása á landinu hefur aukist mikið síðustu ár en slík mál voru þrjátíu prósent fleiri í fyrra en árið 2020. Á þessu ári eru þau nú þegar orðin næstum jafn mörg og allt árið 2020 eða 60 talsins. Á sama tíma hefur orðið tvöföldun í fjölda alvarlegra mála þar sem hnífur fannst á vettvangi. Á þessu ári kemur hnífur við sögu í ríflega sjö prósentum mála en var í um þremur prósentum mála árið 2020. Þá hafa alvarleg ofbeldisbrot ungmenna 13 -15 ára fjórfaldast frá árinu 2014. Hnífar koma einnig oftar við sögu í slikum málum en áður. Sextán ára stúlka er nú í lífshættu eftir hnífaárás á menningarnótt þar sem tveir jafnaldrar hennar urðu líka fyrir hnífstungum en eru minna slösuð. Piltur á sama reki situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögregla segir rannsókn miða vel en gefur ekki upp frekari upplýsingar að svo stöddu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er slegin vegna málsins og hefur áhyggjur af þróuninni. „Mér varð verulega brugðið vegna þessarar árásar á sunnudaginn. Við höfum haft miklar áhyggjur af auknum vopnaburði ungmenna,“ segir hún. Guðrún segir nú þegar í gangi aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn ofbeldi ungmenna. Hún hafi verið kynnt í sumar. „Meðal annars er verið að fjölga samfélagslögreglumönnum sem ég bind miklar vonir við,“ segir hún. En fleiri þurfi að leggjast á árarnar. „Þetta er ekki einkamál eins eða neins. Við þurfum sem samfélag að takast á við þennan vanda. Þá kalla ég á aukið samtal við börnin okkar, foreldra ,heimilin, skóla, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög og stjórnvöld,“ segir Guðrún að lokum. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Íþróttir barna Alþingi Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. 26. ágúst 2024 23:00 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Hnífi beitt í árás í Skeifunni Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild. 20. ágúst 2024 15:17 Sérsveitin aðstoðaði vegna hnífaburðar í Vesturbæ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í verkefnum sem lögregla sinnti í Vesturbæ í gærkvöldi. Var það vegna þriggja aðskildra mála þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. 17. ágúst 2024 07:51 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Fjöldi stórfelldra og meiri háttar líkamsárása á landinu hefur aukist mikið síðustu ár en slík mál voru þrjátíu prósent fleiri í fyrra en árið 2020. Á þessu ári eru þau nú þegar orðin næstum jafn mörg og allt árið 2020 eða 60 talsins. Á sama tíma hefur orðið tvöföldun í fjölda alvarlegra mála þar sem hnífur fannst á vettvangi. Á þessu ári kemur hnífur við sögu í ríflega sjö prósentum mála en var í um þremur prósentum mála árið 2020. Þá hafa alvarleg ofbeldisbrot ungmenna 13 -15 ára fjórfaldast frá árinu 2014. Hnífar koma einnig oftar við sögu í slikum málum en áður. Sextán ára stúlka er nú í lífshættu eftir hnífaárás á menningarnótt þar sem tveir jafnaldrar hennar urðu líka fyrir hnífstungum en eru minna slösuð. Piltur á sama reki situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögregla segir rannsókn miða vel en gefur ekki upp frekari upplýsingar að svo stöddu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er slegin vegna málsins og hefur áhyggjur af þróuninni. „Mér varð verulega brugðið vegna þessarar árásar á sunnudaginn. Við höfum haft miklar áhyggjur af auknum vopnaburði ungmenna,“ segir hún. Guðrún segir nú þegar í gangi aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn ofbeldi ungmenna. Hún hafi verið kynnt í sumar. „Meðal annars er verið að fjölga samfélagslögreglumönnum sem ég bind miklar vonir við,“ segir hún. En fleiri þurfi að leggjast á árarnar. „Þetta er ekki einkamál eins eða neins. Við þurfum sem samfélag að takast á við þennan vanda. Þá kalla ég á aukið samtal við börnin okkar, foreldra ,heimilin, skóla, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög og stjórnvöld,“ segir Guðrún að lokum.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Íþróttir barna Alþingi Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. 26. ágúst 2024 23:00 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Hnífi beitt í árás í Skeifunni Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild. 20. ágúst 2024 15:17 Sérsveitin aðstoðaði vegna hnífaburðar í Vesturbæ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í verkefnum sem lögregla sinnti í Vesturbæ í gærkvöldi. Var það vegna þriggja aðskildra mála þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. 17. ágúst 2024 07:51 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. 26. ágúst 2024 23:00
Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34
Hnífi beitt í árás í Skeifunni Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild. 20. ágúst 2024 15:17
Sérsveitin aðstoðaði vegna hnífaburðar í Vesturbæ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í verkefnum sem lögregla sinnti í Vesturbæ í gærkvöldi. Var það vegna þriggja aðskildra mála þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. 17. ágúst 2024 07:51