Þetta staðfestir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, í samtali við handbolti.is. Þar segir að Magnús Óli hafi í sumar farið í aðgerð vegna brotins þumalfingurs á hægri hönd. Aðgerðin gekk vel en Óskar Bjarni reiknar ekki með Magnúsi Óla fyrr en í fyrsta lagi seint í september.
Magnús Óli braut fingurinn í úrslitaleik bikarkeppninnar í mars síðastliðnum. Hann kláraði tímabilið og stóð uppi sem Evrópubikarmeistari undir lok þess. Ekki nóg með það heldur var hann markahæsti leikmaður keppninnar með 173 mörk.
Hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning á Hlíðarenda fyrr á þessu ári.