Börn með skólatöskur Mjöll Matthíasdóttir skrifar 28. ágúst 2024 20:02 Ég er kennari og það er alltaf sérstök tilfinning þegar haustar að. Skáldið og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir orðaði það svo: „Einhverja nóttina koma skógarþrestirnirað tína reyniber af trjánumáður en þeir leggja í langferðina yfir hafið,en það eru ekki þeir sem koma með haustiðþað gera lítil börn með skólatöskur.“ Á hverju hausti streyma börnin af stað í skólann – lítil börn með skólatöskur. Ég er viss um að margir foreldrar kannast við þá ljúfsáru tilfinningu að horfa á eftir barninu sínu hefja þá göngu. Ég minnist þess að hafa horft á eftir glöðu og eftirvæntingarfullu barni valhoppa af stað fyrsta skóladaginn. Innra með mér bærðust blendnar tilfinningar; gleði yfir eftirvæntingu barnsins blandin óvissu um framhaldið. Nú í haust hófu rúmlega 4.000 börn grunnskólagöngu í fyrsta sinn. Næstu tíu ár verður grunnskólinn vinnustaður þeirra. Hvernig þau fóta sig á þeirri göngu skiptir öllu máli og því þarf að vanda til eins og kostur er. Okkur sem samfélagi ber að hlúa vel að börnum og veita þeim bestu mögulega menntun. Þar skipta fagmennska og stöðugleiki miklu máli. Takist okkur að móta þannig umgjörð um skólagöngu barns er vel. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Við sem eldri erum og höfum lokið grunnskólagöngu lítum kannski stundum til baka. Hvernig sú upplifun situr í minningunni er örugglega misjafnt og ætti að gera okkur ljóst hve mikilvægt er að vel takist til. Ég man þegar við smíðuðum líkan af skólanum og fórum í hjólaferð með bekknum. Ég man kennarann sem lagði sig allan fram við enskuna sem hann var að kenna í fyrsta skipti. Ég man forskriftarbókina, gular lýsispillur og ótal margt fleira. Allt um kring voru kennararnir sem sumir fylgdu bekknum ár eftir ár. Voru fastur punktur í tilverunni og stuðluðu að stöðugleika og árangri. Hvaða minningar mun nemandinn sem hefur grunnskólagöngu þetta haustið eignast? Hvaða vegferð bíður hans þessi ár sem fram undan eru? Það er mikilvægt að skólaganga nemenda einkennist af stöðugleika og fagmennsku. Að nemandinn hitti jafnvel sama kennarann aftur og aftur að hausti. Veruleikinn er því miður allt of oft sá að svo er ekki og stundum er ekki bara nýr kennari að hausti heldur oftar yfir veturinn, eins og dæmin og tölurnar sýna því miður. Blákaldar tölulegar staðreyndir sýna að rúmlega fjórðungur leiðbeinenda sem sinnti kennslu í grunnskólum árið 2021 var ekki við störf árið eftir og einn af hverjum fimm sem sinnti kennslu árið 2023 hafði ekki lokið kennaramenntun. Kennarar eru þrefalt líklegri en ófaglærðir til að starfa áfram við kennslu. Menntun er fjárfesting fyrir öll sem sækja sér hana og ekki síður fyrir samfélagið. Börnin okkar eiga rétt á að við búum vel að skólagöngu þeirra, þar sé fagmennska í fyrirrúmi og stöðugleiki ríki. Við væntum þess að af lokinni grunnskólagöngu sæki þau sér frekari menntun. Því er mikilvægt að vel sé búið að skólum og sá undirbúningur sem börnin fá fyrir líf og starf þarf að standa á faglegum grunni. Kennarar hafa sérþekkingu á námi og kennslu. Í samstarfi við heimilin er það verkefni þeirra að leiða börn til aukins þroska. Fjárfestum í kennurum, fyrir börnin og fyrir framtíðina. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mjöll Matthíasdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég er kennari og það er alltaf sérstök tilfinning þegar haustar að. Skáldið og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir orðaði það svo: „Einhverja nóttina koma skógarþrestirnirað tína reyniber af trjánumáður en þeir leggja í langferðina yfir hafið,en það eru ekki þeir sem koma með haustiðþað gera lítil börn með skólatöskur.“ Á hverju hausti streyma börnin af stað í skólann – lítil börn með skólatöskur. Ég er viss um að margir foreldrar kannast við þá ljúfsáru tilfinningu að horfa á eftir barninu sínu hefja þá göngu. Ég minnist þess að hafa horft á eftir glöðu og eftirvæntingarfullu barni valhoppa af stað fyrsta skóladaginn. Innra með mér bærðust blendnar tilfinningar; gleði yfir eftirvæntingu barnsins blandin óvissu um framhaldið. Nú í haust hófu rúmlega 4.000 börn grunnskólagöngu í fyrsta sinn. Næstu tíu ár verður grunnskólinn vinnustaður þeirra. Hvernig þau fóta sig á þeirri göngu skiptir öllu máli og því þarf að vanda til eins og kostur er. Okkur sem samfélagi ber að hlúa vel að börnum og veita þeim bestu mögulega menntun. Þar skipta fagmennska og stöðugleiki miklu máli. Takist okkur að móta þannig umgjörð um skólagöngu barns er vel. Það er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Við sem eldri erum og höfum lokið grunnskólagöngu lítum kannski stundum til baka. Hvernig sú upplifun situr í minningunni er örugglega misjafnt og ætti að gera okkur ljóst hve mikilvægt er að vel takist til. Ég man þegar við smíðuðum líkan af skólanum og fórum í hjólaferð með bekknum. Ég man kennarann sem lagði sig allan fram við enskuna sem hann var að kenna í fyrsta skipti. Ég man forskriftarbókina, gular lýsispillur og ótal margt fleira. Allt um kring voru kennararnir sem sumir fylgdu bekknum ár eftir ár. Voru fastur punktur í tilverunni og stuðluðu að stöðugleika og árangri. Hvaða minningar mun nemandinn sem hefur grunnskólagöngu þetta haustið eignast? Hvaða vegferð bíður hans þessi ár sem fram undan eru? Það er mikilvægt að skólaganga nemenda einkennist af stöðugleika og fagmennsku. Að nemandinn hitti jafnvel sama kennarann aftur og aftur að hausti. Veruleikinn er því miður allt of oft sá að svo er ekki og stundum er ekki bara nýr kennari að hausti heldur oftar yfir veturinn, eins og dæmin og tölurnar sýna því miður. Blákaldar tölulegar staðreyndir sýna að rúmlega fjórðungur leiðbeinenda sem sinnti kennslu í grunnskólum árið 2021 var ekki við störf árið eftir og einn af hverjum fimm sem sinnti kennslu árið 2023 hafði ekki lokið kennaramenntun. Kennarar eru þrefalt líklegri en ófaglærðir til að starfa áfram við kennslu. Menntun er fjárfesting fyrir öll sem sækja sér hana og ekki síður fyrir samfélagið. Börnin okkar eiga rétt á að við búum vel að skólagöngu þeirra, þar sé fagmennska í fyrirrúmi og stöðugleiki ríki. Við væntum þess að af lokinni grunnskólagöngu sæki þau sér frekari menntun. Því er mikilvægt að vel sé búið að skólum og sá undirbúningur sem börnin fá fyrir líf og starf þarf að standa á faglegum grunni. Kennarar hafa sérþekkingu á námi og kennslu. Í samstarfi við heimilin er það verkefni þeirra að leiða börn til aukins þroska. Fjárfestum í kennurum, fyrir börnin og fyrir framtíðina. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun