Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Heimir Már Pétursson skrifar 28. ágúst 2024 18:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fylgist þungbúinn með ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Miðflokkurinn hefur ekki hvað síst gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir slæleg vinnubrögð í útlendingamálum. Stöð 2/Arnar Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. Könnunin sem var gerð dagana 7. til 27. ágúst sýnir að Samfylkingin nýtur enn mesta fylgis með 25,5 prósent. Hér sést að Miðflokkurinn hefur tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, þótt ekki sé marktækur munur á fylgi flokkanna.Grafik/Sara Stóru tíðindin eru hins vegar þau að fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að dala og mælist nú 13,9 prósent og Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig og mælist nú með 15,3 prósent. Ekki er marktækur munur á flokkunum tveimur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir þetta mikil tíðindi. Fylgi sveiflist aftur á móti í könnunum og því megi ekki taka neinu sem gefnu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir fylgisaukningu Miðflokksins megi rekja til aukinnar skynsemishyggju meðal kjósenda.Vísir/Vilhelm „Hins vegar er alveg ljóst að ef við fáum þetta sterka stöðu í kosningum munum við getað breytt hlutunum mjög verulega til hins betra á Íslandi í framhaldinu,“ segir Sigmundur Davíð. Með því að innleiða aftur skynsemishyggju í stjórnmálin á Íslandi, sem hafi týnst eins og víða annars staðar. Með heilbrigðri skynsemi mætti koma öllum stóru málunum í lag. „Hælisleitendamálunum, ríkisfjármálunum, orkumálunum. Stórum málum sem smáum. Það eina sem vantar er heilbrigða skynsemi inn í pólitíkina aftur,“ segir formaður Miðflokksins. Fylgi annarra flokka en taldir hafa verið upp breytist ekki mikið milli kannana. Stjórnarflokkarnir hafa allir tapað miklu fylgi frá kosningunum 2021 og mælast nú samanlagt með aðeins 27,5 prósent. Vinstri græn eru þó nær því nú en í síðustu könnun að halda fulltrúum á þingi. Bæta við sig 0,6 prósentustigum og mælast í dag með 4,6 prósent. Hér sést vel hvernig Miðflokkurinn hefur stöðugt verið að sækja á en Sjálfstæðisflokkurinn að missa fylgi.Grafík/Sara Miðflokkurinn hefur hins vegar bætt stöðugt við sig fylgi frá kosningunum 2021 þegar hann fékk 5,4 prósent atkvæða og þrjá menn kjörna. Nú gæti fimmtán prósenta fylgi tryggt honum tíu þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn gæti tapað sjö þingmönnum. Sigmundur Davíð segir vænlegast að kjósa sem fyrst. „Já, já ég myndi auðvitað vilja fá kosningar sem fyrst. Erindi ríkisstjórnarinnar er lokið. Það blasir við öllum.“ Hann giski á að kosið verði næsta vor og það réttlætt sem hentugri tími til kosninga en haustið. „Það er þá ekki niðurlæging fyrir þau að hafa kosningarnar í vor. En tíminn fram að því hlýtur að verða erfiður fyrir þessa ríkisstjórn og ekki annað að sjá en ágreiningurinn aukist dag frá degi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fordæmir hagstjórnina og hvetur ríkisstjórnina til að bregðast við Stjórn Eflingar telur að aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni leggist að mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Hagstjórn bankans sé bæði óréttlát og ómarkviss og hvetur stjórn Eflingar ríkisstjórnina til að bregðast við stöðunni. 23. ágúst 2024 10:59 Ekki gott fyrir ríkisstjórn að takast á í fjölmiðlum „Það er ekki gott fyrir ríkisstjórnina að takast svona á í fjölmiðlum. Við eigum að gera það við ríkisstjórnarborðið. Þar er góður andi og það er liðsheild í þessum hópi. Við höfum afkastað mjög miklu á þessum tveimur kjörtímabilum.“ 25. ágúst 2024 14:43 Segir DNA-tal ráðherra fráleita skýringu á verðbólgu Stjórn Eflingar fordæmir hagstjórn Seðlabankans og segir ákvarðanir peningastefnunefndar einungis koma niður á þeim tekjulægstu - ekki tekjuhærri sem haldi áfram á neyslufylleríi. Formaður félagsins segir ummæli fjármálaráðherra um að verðbólga sé í erfðamengi Íslendinga fráleit. 23. ágúst 2024 19:04 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. 20. ágúst 2024 20:42 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Könnunin sem var gerð dagana 7. til 27. ágúst sýnir að Samfylkingin nýtur enn mesta fylgis með 25,5 prósent. Hér sést að Miðflokkurinn hefur tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, þótt ekki sé marktækur munur á fylgi flokkanna.Grafik/Sara Stóru tíðindin eru hins vegar þau að fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að dala og mælist nú 13,9 prósent og Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig og mælist nú með 15,3 prósent. Ekki er marktækur munur á flokkunum tveimur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir þetta mikil tíðindi. Fylgi sveiflist aftur á móti í könnunum og því megi ekki taka neinu sem gefnu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir fylgisaukningu Miðflokksins megi rekja til aukinnar skynsemishyggju meðal kjósenda.Vísir/Vilhelm „Hins vegar er alveg ljóst að ef við fáum þetta sterka stöðu í kosningum munum við getað breytt hlutunum mjög verulega til hins betra á Íslandi í framhaldinu,“ segir Sigmundur Davíð. Með því að innleiða aftur skynsemishyggju í stjórnmálin á Íslandi, sem hafi týnst eins og víða annars staðar. Með heilbrigðri skynsemi mætti koma öllum stóru málunum í lag. „Hælisleitendamálunum, ríkisfjármálunum, orkumálunum. Stórum málum sem smáum. Það eina sem vantar er heilbrigða skynsemi inn í pólitíkina aftur,“ segir formaður Miðflokksins. Fylgi annarra flokka en taldir hafa verið upp breytist ekki mikið milli kannana. Stjórnarflokkarnir hafa allir tapað miklu fylgi frá kosningunum 2021 og mælast nú samanlagt með aðeins 27,5 prósent. Vinstri græn eru þó nær því nú en í síðustu könnun að halda fulltrúum á þingi. Bæta við sig 0,6 prósentustigum og mælast í dag með 4,6 prósent. Hér sést vel hvernig Miðflokkurinn hefur stöðugt verið að sækja á en Sjálfstæðisflokkurinn að missa fylgi.Grafík/Sara Miðflokkurinn hefur hins vegar bætt stöðugt við sig fylgi frá kosningunum 2021 þegar hann fékk 5,4 prósent atkvæða og þrjá menn kjörna. Nú gæti fimmtán prósenta fylgi tryggt honum tíu þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn gæti tapað sjö þingmönnum. Sigmundur Davíð segir vænlegast að kjósa sem fyrst. „Já, já ég myndi auðvitað vilja fá kosningar sem fyrst. Erindi ríkisstjórnarinnar er lokið. Það blasir við öllum.“ Hann giski á að kosið verði næsta vor og það réttlætt sem hentugri tími til kosninga en haustið. „Það er þá ekki niðurlæging fyrir þau að hafa kosningarnar í vor. En tíminn fram að því hlýtur að verða erfiður fyrir þessa ríkisstjórn og ekki annað að sjá en ágreiningurinn aukist dag frá degi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fordæmir hagstjórnina og hvetur ríkisstjórnina til að bregðast við Stjórn Eflingar telur að aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni leggist að mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Hagstjórn bankans sé bæði óréttlát og ómarkviss og hvetur stjórn Eflingar ríkisstjórnina til að bregðast við stöðunni. 23. ágúst 2024 10:59 Ekki gott fyrir ríkisstjórn að takast á í fjölmiðlum „Það er ekki gott fyrir ríkisstjórnina að takast svona á í fjölmiðlum. Við eigum að gera það við ríkisstjórnarborðið. Þar er góður andi og það er liðsheild í þessum hópi. Við höfum afkastað mjög miklu á þessum tveimur kjörtímabilum.“ 25. ágúst 2024 14:43 Segir DNA-tal ráðherra fráleita skýringu á verðbólgu Stjórn Eflingar fordæmir hagstjórn Seðlabankans og segir ákvarðanir peningastefnunefndar einungis koma niður á þeim tekjulægstu - ekki tekjuhærri sem haldi áfram á neyslufylleríi. Formaður félagsins segir ummæli fjármálaráðherra um að verðbólga sé í erfðamengi Íslendinga fráleit. 23. ágúst 2024 19:04 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. 20. ágúst 2024 20:42 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Fordæmir hagstjórnina og hvetur ríkisstjórnina til að bregðast við Stjórn Eflingar telur að aðgerðir Seðlabankans gegn verðbólgunni leggist að mestum þunga á tekjulægra og eignaminna launafólk. Hagstjórn bankans sé bæði óréttlát og ómarkviss og hvetur stjórn Eflingar ríkisstjórnina til að bregðast við stöðunni. 23. ágúst 2024 10:59
Ekki gott fyrir ríkisstjórn að takast á í fjölmiðlum „Það er ekki gott fyrir ríkisstjórnina að takast svona á í fjölmiðlum. Við eigum að gera það við ríkisstjórnarborðið. Þar er góður andi og það er liðsheild í þessum hópi. Við höfum afkastað mjög miklu á þessum tveimur kjörtímabilum.“ 25. ágúst 2024 14:43
Segir DNA-tal ráðherra fráleita skýringu á verðbólgu Stjórn Eflingar fordæmir hagstjórn Seðlabankans og segir ákvarðanir peningastefnunefndar einungis koma niður á þeim tekjulægstu - ekki tekjuhærri sem haldi áfram á neyslufylleríi. Formaður félagsins segir ummæli fjármálaráðherra um að verðbólga sé í erfðamengi Íslendinga fráleit. 23. ágúst 2024 19:04
Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21
Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. 20. ágúst 2024 20:42