Viðvörunin nær til Faxaflóa, Breiðafjarðar og Vestfjarða og tekur gildi klukkan sex í fyrramálið og er í gildi til klukkan 21 á laugardagskvöld.
Fram kemur að spáð sé talsverðri eða mikilli rigningu og megi búast við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem auki hættu á flóðum og skriðuföllum og geti valdið tjóni og raskað samgöngum. Einnig sé aukið álag á fráveitukerfi.
Því er beint til fólks að sýna aðgát og einnig að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.