Íslenski boltinn

Stúkan: Lárus Orri vann milljón en Albert giskaði vit­laust

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Guðmundur Benediktsson hefur sjaldan boðið betur.
Guðmundur Benediktsson hefur sjaldan boðið betur. stöð 2 sport

„Ég er með getraun fyrir ykkur strákar mínir, það er jafnvel milljón í boði“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, við Albert Brynjar Ingason og Lárus Orra Sigurðsson.

Þeir félagar hugsuðu sig ekki tvisvar um og slógu að sjálfsögðu til þegar boðið barst.

Spurt var um fjölskyldutengsl Birkis Más Sævarssonar, hægri bakvarðar Vals, og Guðmundar Arnar Svavarssonar, vinstri bakvarðar Vestra. 

Viltu vinna milljón?

Þeir mættust í 3-1 sigri Vals á Hlíðarenda síðasta sunnudag og öttu oft kappi enda á sama kantinum.

Fjórir valmöguleikar stóðu til boða og á endanum var það Lárus Orri sem hafði rétt fyrir sér, eins og svo oft áður, og vann milljón af þáttastjórnandanum Guðmundi Benediktssyni.

Klippa: Viltu vinna milljón hjá Stúkunni

Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×