Innlent

Altjón eftir elds­voða í Efsta­dal: Í­búar fundu reykjar­lykt um miðja nótt

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Húsnæðið var þegar orðið alelda þegar slökkvilið bar að garði.
Húsnæðið var þegar orðið alelda þegar slökkvilið bar að garði.

Altjón varð á fimm hundruð fermetra húsnæði í Efstadal I skammt frá Laugarvatni sem áður var fjós en var nú nýtt sem geymsla. Ekkert manntjón varð í eldinum og er ekki vitað um eldsupptök að svo stöddu. Íbúi sem fréttastofa ræddi við segir lykt af reyk hafa

Þetta segir Halldór Ásgeirsson varðstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu í samtali við fréttastofu. Slökkvilið var mætt á vettvang 00:45 í nótt og var húsið þegar alelda að sögn Halldórs.

Hann segir ljóst að eldurinn hafi verið búinn að krauma í einhvern tíma þegar íbúar urðu hans varir. Halldór segir að slökkvistörf hafi gengið vel miðað við aðstæður, lítið vatn hafi verið að hafa á svæðinu og því hafi þurft að ferja vatn þangað.

Afhenti slökkvilið lögreglu vettvang um rétt fyrir klukkan sex í morgun og tóku slökkvistörf því rúma fimm tíma. Að sögn Halldórs tóku tuttugu manns þátt í slökkvistörfum. Ekki er ljóst hvernig eldur kom upp og verður það verkefni lögreglu að meta það að sögn Halldórs.

Ekki sofnuð en fundu lykt af reyk 

Íbúi á Efstadal sem fréttastofa ræddi við segir að þau hafi orðið eldsins vör rétt fyrir svefninn. Mikil reykjarlykt hafi gert var við sig á bænum.

Ýmsar vélar og tæki voru geymd í húsnæðinu. Ljóst sé að allt sé ónýtt, enda húsnæðið brunnið til kaldra kola og þök fallin saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×