Frá rafmynt til gervigreindar Valur Ægisson skrifar 30. ágúst 2024 11:33 Breyttar forsendur fyrir rafmyntavinnslu og framþróun í gervigreind hafa leitt til mikilla breytinga á gagnaversstarfsemi. Íslenskum gagnaverum hefur gengið vel að draga úr eða hætta rafmyntavinnslu og breyta starfseminni með samningum við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni. Nýir samningar við gagnaver um forgangsorku eru aðeins fyrir hátæknistarfsemi. Landsvirkjun hefur þannig stutt við gagnaverin í þessum umbreytingarfasa en hátækniiðnaður notar almennt um helmingi minni orku en rafmyntavinnsla. Þrátt fyrir það eru efnahagsleg umsvif gagnaveranna að aukast, því fjárfesting í hátæknistarfsemi er allt að 10 sinnum meiri á hvert MW en í rafmyntum. Gagnaverin hýsa nær alla stafræna innviði Íslands. Allar vefsíður og öpp eru hýst í gagnaverum og flestir Íslendingar nota því gagnaver á hverjum degi. Hagnaður af rafmyntum dregist saman Breska dagblaðið Financial Times fjallaði um gagnaver í grein nú í júlí. Þar kom fram að hagnaður af rafmyntavinnslu hafi dregist mjög saman að undanförnu. Þau gagnaver sem mest hafi stundað slíka vinnslu leiti nú logandi ljósi að nýjum viðskiptavinum. Þar hafi þeim t.d. orðið nokkuð ágengt meðal þeirra sem þurfa mikla vinnslugetu fyrir gervigreindarforrit sín. Haft er eftir forstjóra Core Scientific, eins stærsta rafmyntavinnslufyrirtækis heims, að þar á bæ sækist menn stíft eftir samstarfi á sviði gervigreindar. Þá kemur fram í greininni að helstu tæknirisar heims, þar á meðal Microsoft, Google og Amazon, áformi að verja háum fjárhæðum til að byggja upp vinnslugetu fyrir gervigreind. Yfirleitt taki 3-5 ár að byggja öflugt gagnaver frá grunni. Sú mikla eftirspurn sem nú sé eftir vinnslugetu auki verðmæti þeirra fyrirtækja sem hafi aðgang að ódýrri orku. Orkusalan minnkað um helming Raforkusala Landsvirkjunar til gagnaveranna sem starfa hérlendis hefur dregist saman um helming undanfarin misseri og er nú svipuð og hún var árið 2020. Þegar slaki var í kerfinu vegna Covid-19 og minni nýtingar stórnotenda á langtímasamningum kom sér vel að vera með viðskiptavini með sveigjanlega starfsemi sem gátu nýtt tímabundna umframorku í kerfinu sem annars hefði runnið ónýtt til sjávar. Framþróun í gagnaversstarfsemi hefur hins vegar aukið þörf gagnavera á miklu afhendingaröryggi og því hefur eftirspurn þeirra eftir forgangsorku aukist umfram það sem hægt er að mæta. Landsvirkjun hefur undanfarið endursamið við hluta gagnaveranna hérlendis þar sem þau hafa fært sig yfir á forgangsorku vegna þessarar þróunar. Raforkukerfið er fullselt og ekki von á auknu framboði fyrr en Búrfellslundur verður gangsettur síðla árs 2026 – ef allt gengur að óskum. Vegna þessa hefur Landsvirkjun forgangsraðað áherslum í orkusölu til næstu ára. Í forgangi er m.a. að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar og að styðja við aukna stafræna vegferð samfélagsins, til dæmis í gagnaverum. Höfundur er forstöðumaður Viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Rafmyntir Gervigreind Orkumál Valur Ægisson Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Breyttar forsendur fyrir rafmyntavinnslu og framþróun í gervigreind hafa leitt til mikilla breytinga á gagnaversstarfsemi. Íslenskum gagnaverum hefur gengið vel að draga úr eða hætta rafmyntavinnslu og breyta starfseminni með samningum við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni. Nýir samningar við gagnaver um forgangsorku eru aðeins fyrir hátæknistarfsemi. Landsvirkjun hefur þannig stutt við gagnaverin í þessum umbreytingarfasa en hátækniiðnaður notar almennt um helmingi minni orku en rafmyntavinnsla. Þrátt fyrir það eru efnahagsleg umsvif gagnaveranna að aukast, því fjárfesting í hátæknistarfsemi er allt að 10 sinnum meiri á hvert MW en í rafmyntum. Gagnaverin hýsa nær alla stafræna innviði Íslands. Allar vefsíður og öpp eru hýst í gagnaverum og flestir Íslendingar nota því gagnaver á hverjum degi. Hagnaður af rafmyntum dregist saman Breska dagblaðið Financial Times fjallaði um gagnaver í grein nú í júlí. Þar kom fram að hagnaður af rafmyntavinnslu hafi dregist mjög saman að undanförnu. Þau gagnaver sem mest hafi stundað slíka vinnslu leiti nú logandi ljósi að nýjum viðskiptavinum. Þar hafi þeim t.d. orðið nokkuð ágengt meðal þeirra sem þurfa mikla vinnslugetu fyrir gervigreindarforrit sín. Haft er eftir forstjóra Core Scientific, eins stærsta rafmyntavinnslufyrirtækis heims, að þar á bæ sækist menn stíft eftir samstarfi á sviði gervigreindar. Þá kemur fram í greininni að helstu tæknirisar heims, þar á meðal Microsoft, Google og Amazon, áformi að verja háum fjárhæðum til að byggja upp vinnslugetu fyrir gervigreind. Yfirleitt taki 3-5 ár að byggja öflugt gagnaver frá grunni. Sú mikla eftirspurn sem nú sé eftir vinnslugetu auki verðmæti þeirra fyrirtækja sem hafi aðgang að ódýrri orku. Orkusalan minnkað um helming Raforkusala Landsvirkjunar til gagnaveranna sem starfa hérlendis hefur dregist saman um helming undanfarin misseri og er nú svipuð og hún var árið 2020. Þegar slaki var í kerfinu vegna Covid-19 og minni nýtingar stórnotenda á langtímasamningum kom sér vel að vera með viðskiptavini með sveigjanlega starfsemi sem gátu nýtt tímabundna umframorku í kerfinu sem annars hefði runnið ónýtt til sjávar. Framþróun í gagnaversstarfsemi hefur hins vegar aukið þörf gagnavera á miklu afhendingaröryggi og því hefur eftirspurn þeirra eftir forgangsorku aukist umfram það sem hægt er að mæta. Landsvirkjun hefur undanfarið endursamið við hluta gagnaveranna hérlendis þar sem þau hafa fært sig yfir á forgangsorku vegna þessarar þróunar. Raforkukerfið er fullselt og ekki von á auknu framboði fyrr en Búrfellslundur verður gangsettur síðla árs 2026 – ef allt gengur að óskum. Vegna þessa hefur Landsvirkjun forgangsraðað áherslum í orkusölu til næstu ára. Í forgangi er m.a. að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar og að styðja við aukna stafræna vegferð samfélagsins, til dæmis í gagnaverum. Höfundur er forstöðumaður Viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun