„Við snúum bökum saman og náum tökum á stöðunni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 14:18 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segist mest allra bera ábyrgð á dræmu fylgi flokksins eins og það mælist í skoðanakönnunum. Mælingar séu þó aðeins vísbending um stöðuna hverju sinni og ekki ávísun á niðurstöðu í kosningum. Auglýsing SUS sem birtist í Morgunblaðinu í morgun.Skjáskot Þetta sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í upphafi ræðu sem hann flytur á Flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram á hótel Hilton í dag. Hann sagðist ekki annað geta en byrjað á að ræða það „sem allir eru að hugsa um.“ Fylgi flokksins hefur undanfarna mánuði hægt og rólega minnkað og mældist nú síðast í skoðanakönnun Maskínu 13,9 prósent. Flokkurinn er þar með kominn undir Miðflokkinn, sem mældist með 15,3 prósent, þó munurinn sé ekki marktækur. Ungir sjálfstæðismenn eru uggandi yfir stöðunni, eins og líklega fleiri innan flokksins, en þeir birtu heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í morgun þar sem bent var á stöðuna og forystan spurð hvernig bregðast eigi við. Eins sagði Vilhjálmur Árnason ritari flokksins í viðtali á Bylgjunni í gær að staðan sé óviðunandi. Enginn ber meiri ábyrgð á því en ég sem formaður flokksins, þetta er alveg skýrt og sjálfsagt. Við látum skoðanakannanir ekki stjórna störfum okkar en við leiðum þær heldur ekki hjá okkur eða reynum að gera lítið úr þeim,“ sagði Bjarni. „Fylgið hefur lækkað, fylgið er óviðunandi. Við því verður að bregðast. Kannanir eru hins vegar ekki forlög eða óumflýjanleg niðurstaða, það sanna dæmin. Síðast í sumar í forsetakosningunum, að skoðanakannanir gefa vísbendingu um stöðuna á einum tímapunkti en eru ekki ávísun á niðurstöðu í kosningum. Ég lít svo á að staðan sé opin.“ Segir flokkinn hafa haft skýrt umboð Hann segir alla vita að það gerist ekki að sjálfu sér. Því sé spurningin sú hvernig sjálfstæðismenn ætli að bregðast við stöðunni. „Hvað gera íþróttalið sem mæta mótbyr og ganga í gegnum erfið tímabil? Við leggjumst ekki flöt á völlinn og bendum fingrum. Við snúum bökum saman og náum tökum á stöðunni. Allt byrjar á því, án þess gerist ekki neitt. Sundurleitur ósamstæður hópur nær aldrei neinum árangri. Um það vitnar stjórnmálasaga vinstri flokkanna á Íslandi.“ Hann segist hafa heyrt að ríkisstjórnarsamstarfið skaði flokkinn og honum takist ekki að koma málum sínum á framfæri. Hann skilji hvað átt sé við en minnir á að fyrir síðustu kosningar hafi ríkisstjórnarflokkarnir þrír - Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn - sagst vilja halda samstarfi áfram og hafi fengið til þess umboð. „Eftir því var hreinlega kallað. Stjórnarandstaðan var í molum. Enda kom það upp úr kössunum, enn og aftur, við fengum flest atkvæði. Skýrt umboð og við tókum áframhaldandi ábyrgð á stjórn landsins í samstarfi við þessa flokka.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Bein útsending: Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á hótel Hilton í dag. Hann hefst klukkan 13 og verður beint streymi frá hluta fundarins. 31. ágúst 2024 12:32 Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira
Auglýsing SUS sem birtist í Morgunblaðinu í morgun.Skjáskot Þetta sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í upphafi ræðu sem hann flytur á Flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram á hótel Hilton í dag. Hann sagðist ekki annað geta en byrjað á að ræða það „sem allir eru að hugsa um.“ Fylgi flokksins hefur undanfarna mánuði hægt og rólega minnkað og mældist nú síðast í skoðanakönnun Maskínu 13,9 prósent. Flokkurinn er þar með kominn undir Miðflokkinn, sem mældist með 15,3 prósent, þó munurinn sé ekki marktækur. Ungir sjálfstæðismenn eru uggandi yfir stöðunni, eins og líklega fleiri innan flokksins, en þeir birtu heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í morgun þar sem bent var á stöðuna og forystan spurð hvernig bregðast eigi við. Eins sagði Vilhjálmur Árnason ritari flokksins í viðtali á Bylgjunni í gær að staðan sé óviðunandi. Enginn ber meiri ábyrgð á því en ég sem formaður flokksins, þetta er alveg skýrt og sjálfsagt. Við látum skoðanakannanir ekki stjórna störfum okkar en við leiðum þær heldur ekki hjá okkur eða reynum að gera lítið úr þeim,“ sagði Bjarni. „Fylgið hefur lækkað, fylgið er óviðunandi. Við því verður að bregðast. Kannanir eru hins vegar ekki forlög eða óumflýjanleg niðurstaða, það sanna dæmin. Síðast í sumar í forsetakosningunum, að skoðanakannanir gefa vísbendingu um stöðuna á einum tímapunkti en eru ekki ávísun á niðurstöðu í kosningum. Ég lít svo á að staðan sé opin.“ Segir flokkinn hafa haft skýrt umboð Hann segir alla vita að það gerist ekki að sjálfu sér. Því sé spurningin sú hvernig sjálfstæðismenn ætli að bregðast við stöðunni. „Hvað gera íþróttalið sem mæta mótbyr og ganga í gegnum erfið tímabil? Við leggjumst ekki flöt á völlinn og bendum fingrum. Við snúum bökum saman og náum tökum á stöðunni. Allt byrjar á því, án þess gerist ekki neitt. Sundurleitur ósamstæður hópur nær aldrei neinum árangri. Um það vitnar stjórnmálasaga vinstri flokkanna á Íslandi.“ Hann segist hafa heyrt að ríkisstjórnarsamstarfið skaði flokkinn og honum takist ekki að koma málum sínum á framfæri. Hann skilji hvað átt sé við en minnir á að fyrir síðustu kosningar hafi ríkisstjórnarflokkarnir þrír - Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn - sagst vilja halda samstarfi áfram og hafi fengið til þess umboð. „Eftir því var hreinlega kallað. Stjórnarandstaðan var í molum. Enda kom það upp úr kössunum, enn og aftur, við fengum flest atkvæði. Skýrt umboð og við tókum áframhaldandi ábyrgð á stjórn landsins í samstarfi við þessa flokka.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Bein útsending: Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á hótel Hilton í dag. Hann hefst klukkan 13 og verður beint streymi frá hluta fundarins. 31. ágúst 2024 12:32 Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira
Bein útsending: Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á hótel Hilton í dag. Hann hefst klukkan 13 og verður beint streymi frá hluta fundarins. 31. ágúst 2024 12:32
Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25
Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05