Sport

Már sjöundi á ÓL á nýju Ís­lands­meti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Már Gunnarsson hefur aldrei synt hraðar en í úrslitasundinu í dag.
Már Gunnarsson hefur aldrei synt hraðar en í úrslitasundinu í dag. Getty/Dean Mouhtaropoulos

Már Gunnarsson náði sjöunda sæti í úrslitasundinu sínu á Ólympíumóti fatlaðra í París í dag. Það var slegið heimsmet í sundinu.

Már synti 100 metra baksundið á 1:10.21 mín. sem er nýtt Íslandsmet sem hann átti sjálfur áður og var 1:10.36 mín.

Þetta var mjög flott sund hjá okkar manni og mun betra sund hjá honum en í undanrásunum.

Úkraínumaðurinn Mykhailo Serbin varð Ólympíumeistari á nýju heimsmeti á 1:05.84 mín. Silfrið fór til Tékkans David Kratochvíl og bronsið til Úkraínumannsins Danylo Chufarov.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×