Öryggi í upphafi skólaárs Ágúst Mogensen skrifar 2. september 2024 12:31 Nú þegar rútínan tekur yfir líf barnafjölskyldna og ungir vegfarendur taka að streyma út úr húsunum eldsnemma á morgnana með skólatöskur á bakinu, þurfum við sem setjumst upp í bílinn á morgnana og lendum oft í smá átökum við tímann að gæta sérstaklega að akstrinum og aðlagast haustumferðinni. Árið 2023 slösuðust 118 börn, fjórtán ára og yngri, í umferðinni á Íslandi en árið áður voru þau 120. Í 21 tilviki voru börn alvarlega slösuð. Það er því áríðandi að gera betur því hvert slys er einu of mikið. En hvað einkennir slys ungmenna og hverjar eru helstu hætturnar? Í fyrra slösuðust 60 börn á reiðhjólum-eða rafhlaupahjóli og 16 börn voru gangandi. Slysin urðu inn í hverfunum, á göngustígum og gangbrautum. Með þetta í huga er mikilvægt að fara yfir öryggisatriði í umferðinni. Fram undan er skammdegið og börnin verða á ferðinni við ýmiskonar veðuraðstæður. Umferð við skólanna Oft er mikil umferð við sjálfa skólalóðina þegar börnum er skutlað til og frá skóla. Við slíkar aðstæður er best að ökumenn aki hringakstur og þurfi aldrei að bakka. Þegar blandast saman þétt bílaumferð og gangandi vegfarendur er öruggast að ökumenn aki og horfi fram á veginn. Fyrstu dagana þurfa foreldrar að fylgja yngstu börnunum öruggustu leiðina og sneiða fram hjá allri tvísýnu. Þá ber að huga að því hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Hljóðlátir rafmagnsbílar Börnin læra að horfa og hlusta eftir umferð í umferðarskólanum en við þurfum líka að segja þeim að sumir rafmagnsbílar gefa ekki frá sér mikið hljóð og því má aldrei sleppa því að horfa. Ökumenn rafmagnsbíla þurfa vera meðvitaðir um að aðrir verða þeirra ekki eins varir. Þessu tengt skulum við reyna koma i veg fyrir að börn séu með tónlist i eyrunum á leið i skólanna. Það getur dregið úr athygli og skynjun á umhverfinu. Nú þarf að hægja á Virðum hámarkshraða, sérstaklega í 30 km/klst. hraða hverfunum. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ungmenni á hraðferð á rafhlaupahjólum Enn ein áhættan sem bæst hefur við í umferðinni upp á síðkastið eru rafhlaupahjólin sem eru afar vinsæl hjá nývöknuðum unglingum og ungmennum á leið í skóla. Hraðinn á þessum tækjum getur náð um 25 km/klst. Ökumenn í morgunumferðinni, álíka nývaknaðir og unglingarnir, mega eiga von á þessum farartækjum á gangstéttum og á leið fyrir götur. Þegar líða tekur á haustið má búast við hálkublettum á morgnana og nauðsynlegt að allir fylgist vel með veðurspá. Ljós í myrkrinu Endurskinsmerki eru mjög gagnlegur öryggisbúnaður sem eykur sýnileika okkar í myrkrinu og allir ættu að vera með á veturna. Núna er rétti tíminn til þess að útvega sér endurskinsmerki því daginn er tekið að stytta og búast má við myrkri á morgnana í október. Ökumenn sjá endurskinið langt að og geta hægt á sér fyrr og dregið úr hættu á ákeyrslu. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Þegar foreldrar fræða börn um umferðaröryggi eru þeir sjálfir í endurmenntun. Börnin eru mjög nösk að læra reglurnar og minna okkur á ef við gerum mistök. Hvað ungur nemur gamall temur, og öfugt. Höfundur er sérfræðingur i forvörnum hjá Verði tryggingum hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Umferðaröryggi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nú þegar rútínan tekur yfir líf barnafjölskyldna og ungir vegfarendur taka að streyma út úr húsunum eldsnemma á morgnana með skólatöskur á bakinu, þurfum við sem setjumst upp í bílinn á morgnana og lendum oft í smá átökum við tímann að gæta sérstaklega að akstrinum og aðlagast haustumferðinni. Árið 2023 slösuðust 118 börn, fjórtán ára og yngri, í umferðinni á Íslandi en árið áður voru þau 120. Í 21 tilviki voru börn alvarlega slösuð. Það er því áríðandi að gera betur því hvert slys er einu of mikið. En hvað einkennir slys ungmenna og hverjar eru helstu hætturnar? Í fyrra slösuðust 60 börn á reiðhjólum-eða rafhlaupahjóli og 16 börn voru gangandi. Slysin urðu inn í hverfunum, á göngustígum og gangbrautum. Með þetta í huga er mikilvægt að fara yfir öryggisatriði í umferðinni. Fram undan er skammdegið og börnin verða á ferðinni við ýmiskonar veðuraðstæður. Umferð við skólanna Oft er mikil umferð við sjálfa skólalóðina þegar börnum er skutlað til og frá skóla. Við slíkar aðstæður er best að ökumenn aki hringakstur og þurfi aldrei að bakka. Þegar blandast saman þétt bílaumferð og gangandi vegfarendur er öruggast að ökumenn aki og horfi fram á veginn. Fyrstu dagana þurfa foreldrar að fylgja yngstu börnunum öruggustu leiðina og sneiða fram hjá allri tvísýnu. Þá ber að huga að því hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Hljóðlátir rafmagnsbílar Börnin læra að horfa og hlusta eftir umferð í umferðarskólanum en við þurfum líka að segja þeim að sumir rafmagnsbílar gefa ekki frá sér mikið hljóð og því má aldrei sleppa því að horfa. Ökumenn rafmagnsbíla þurfa vera meðvitaðir um að aðrir verða þeirra ekki eins varir. Þessu tengt skulum við reyna koma i veg fyrir að börn séu með tónlist i eyrunum á leið i skólanna. Það getur dregið úr athygli og skynjun á umhverfinu. Nú þarf að hægja á Virðum hámarkshraða, sérstaklega í 30 km/klst. hraða hverfunum. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ungmenni á hraðferð á rafhlaupahjólum Enn ein áhættan sem bæst hefur við í umferðinni upp á síðkastið eru rafhlaupahjólin sem eru afar vinsæl hjá nývöknuðum unglingum og ungmennum á leið í skóla. Hraðinn á þessum tækjum getur náð um 25 km/klst. Ökumenn í morgunumferðinni, álíka nývaknaðir og unglingarnir, mega eiga von á þessum farartækjum á gangstéttum og á leið fyrir götur. Þegar líða tekur á haustið má búast við hálkublettum á morgnana og nauðsynlegt að allir fylgist vel með veðurspá. Ljós í myrkrinu Endurskinsmerki eru mjög gagnlegur öryggisbúnaður sem eykur sýnileika okkar í myrkrinu og allir ættu að vera með á veturna. Núna er rétti tíminn til þess að útvega sér endurskinsmerki því daginn er tekið að stytta og búast má við myrkri á morgnana í október. Ökumenn sjá endurskinið langt að og geta hægt á sér fyrr og dregið úr hættu á ákeyrslu. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Þegar foreldrar fræða börn um umferðaröryggi eru þeir sjálfir í endurmenntun. Börnin eru mjög nösk að læra reglurnar og minna okkur á ef við gerum mistök. Hvað ungur nemur gamall temur, og öfugt. Höfundur er sérfræðingur i forvörnum hjá Verði tryggingum hf.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun