Öryggi í upphafi skólaárs Ágúst Mogensen skrifar 2. september 2024 12:31 Nú þegar rútínan tekur yfir líf barnafjölskyldna og ungir vegfarendur taka að streyma út úr húsunum eldsnemma á morgnana með skólatöskur á bakinu, þurfum við sem setjumst upp í bílinn á morgnana og lendum oft í smá átökum við tímann að gæta sérstaklega að akstrinum og aðlagast haustumferðinni. Árið 2023 slösuðust 118 börn, fjórtán ára og yngri, í umferðinni á Íslandi en árið áður voru þau 120. Í 21 tilviki voru börn alvarlega slösuð. Það er því áríðandi að gera betur því hvert slys er einu of mikið. En hvað einkennir slys ungmenna og hverjar eru helstu hætturnar? Í fyrra slösuðust 60 börn á reiðhjólum-eða rafhlaupahjóli og 16 börn voru gangandi. Slysin urðu inn í hverfunum, á göngustígum og gangbrautum. Með þetta í huga er mikilvægt að fara yfir öryggisatriði í umferðinni. Fram undan er skammdegið og börnin verða á ferðinni við ýmiskonar veðuraðstæður. Umferð við skólanna Oft er mikil umferð við sjálfa skólalóðina þegar börnum er skutlað til og frá skóla. Við slíkar aðstæður er best að ökumenn aki hringakstur og þurfi aldrei að bakka. Þegar blandast saman þétt bílaumferð og gangandi vegfarendur er öruggast að ökumenn aki og horfi fram á veginn. Fyrstu dagana þurfa foreldrar að fylgja yngstu börnunum öruggustu leiðina og sneiða fram hjá allri tvísýnu. Þá ber að huga að því hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Hljóðlátir rafmagnsbílar Börnin læra að horfa og hlusta eftir umferð í umferðarskólanum en við þurfum líka að segja þeim að sumir rafmagnsbílar gefa ekki frá sér mikið hljóð og því má aldrei sleppa því að horfa. Ökumenn rafmagnsbíla þurfa vera meðvitaðir um að aðrir verða þeirra ekki eins varir. Þessu tengt skulum við reyna koma i veg fyrir að börn séu með tónlist i eyrunum á leið i skólanna. Það getur dregið úr athygli og skynjun á umhverfinu. Nú þarf að hægja á Virðum hámarkshraða, sérstaklega í 30 km/klst. hraða hverfunum. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ungmenni á hraðferð á rafhlaupahjólum Enn ein áhættan sem bæst hefur við í umferðinni upp á síðkastið eru rafhlaupahjólin sem eru afar vinsæl hjá nývöknuðum unglingum og ungmennum á leið í skóla. Hraðinn á þessum tækjum getur náð um 25 km/klst. Ökumenn í morgunumferðinni, álíka nývaknaðir og unglingarnir, mega eiga von á þessum farartækjum á gangstéttum og á leið fyrir götur. Þegar líða tekur á haustið má búast við hálkublettum á morgnana og nauðsynlegt að allir fylgist vel með veðurspá. Ljós í myrkrinu Endurskinsmerki eru mjög gagnlegur öryggisbúnaður sem eykur sýnileika okkar í myrkrinu og allir ættu að vera með á veturna. Núna er rétti tíminn til þess að útvega sér endurskinsmerki því daginn er tekið að stytta og búast má við myrkri á morgnana í október. Ökumenn sjá endurskinið langt að og geta hægt á sér fyrr og dregið úr hættu á ákeyrslu. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Þegar foreldrar fræða börn um umferðaröryggi eru þeir sjálfir í endurmenntun. Börnin eru mjög nösk að læra reglurnar og minna okkur á ef við gerum mistök. Hvað ungur nemur gamall temur, og öfugt. Höfundur er sérfræðingur i forvörnum hjá Verði tryggingum hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Umferðaröryggi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú þegar rútínan tekur yfir líf barnafjölskyldna og ungir vegfarendur taka að streyma út úr húsunum eldsnemma á morgnana með skólatöskur á bakinu, þurfum við sem setjumst upp í bílinn á morgnana og lendum oft í smá átökum við tímann að gæta sérstaklega að akstrinum og aðlagast haustumferðinni. Árið 2023 slösuðust 118 börn, fjórtán ára og yngri, í umferðinni á Íslandi en árið áður voru þau 120. Í 21 tilviki voru börn alvarlega slösuð. Það er því áríðandi að gera betur því hvert slys er einu of mikið. En hvað einkennir slys ungmenna og hverjar eru helstu hætturnar? Í fyrra slösuðust 60 börn á reiðhjólum-eða rafhlaupahjóli og 16 börn voru gangandi. Slysin urðu inn í hverfunum, á göngustígum og gangbrautum. Með þetta í huga er mikilvægt að fara yfir öryggisatriði í umferðinni. Fram undan er skammdegið og börnin verða á ferðinni við ýmiskonar veðuraðstæður. Umferð við skólanna Oft er mikil umferð við sjálfa skólalóðina þegar börnum er skutlað til og frá skóla. Við slíkar aðstæður er best að ökumenn aki hringakstur og þurfi aldrei að bakka. Þegar blandast saman þétt bílaumferð og gangandi vegfarendur er öruggast að ökumenn aki og horfi fram á veginn. Fyrstu dagana þurfa foreldrar að fylgja yngstu börnunum öruggustu leiðina og sneiða fram hjá allri tvísýnu. Þá ber að huga að því hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Hljóðlátir rafmagnsbílar Börnin læra að horfa og hlusta eftir umferð í umferðarskólanum en við þurfum líka að segja þeim að sumir rafmagnsbílar gefa ekki frá sér mikið hljóð og því má aldrei sleppa því að horfa. Ökumenn rafmagnsbíla þurfa vera meðvitaðir um að aðrir verða þeirra ekki eins varir. Þessu tengt skulum við reyna koma i veg fyrir að börn séu með tónlist i eyrunum á leið i skólanna. Það getur dregið úr athygli og skynjun á umhverfinu. Nú þarf að hægja á Virðum hámarkshraða, sérstaklega í 30 km/klst. hraða hverfunum. Þrjátíu kílómetra hámarkshraði í íbúðagötum og vistgötum er öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t. börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað, sem dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ungmenni á hraðferð á rafhlaupahjólum Enn ein áhættan sem bæst hefur við í umferðinni upp á síðkastið eru rafhlaupahjólin sem eru afar vinsæl hjá nývöknuðum unglingum og ungmennum á leið í skóla. Hraðinn á þessum tækjum getur náð um 25 km/klst. Ökumenn í morgunumferðinni, álíka nývaknaðir og unglingarnir, mega eiga von á þessum farartækjum á gangstéttum og á leið fyrir götur. Þegar líða tekur á haustið má búast við hálkublettum á morgnana og nauðsynlegt að allir fylgist vel með veðurspá. Ljós í myrkrinu Endurskinsmerki eru mjög gagnlegur öryggisbúnaður sem eykur sýnileika okkar í myrkrinu og allir ættu að vera með á veturna. Núna er rétti tíminn til þess að útvega sér endurskinsmerki því daginn er tekið að stytta og búast má við myrkri á morgnana í október. Ökumenn sjá endurskinið langt að og geta hægt á sér fyrr og dregið úr hættu á ákeyrslu. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Þegar foreldrar fræða börn um umferðaröryggi eru þeir sjálfir í endurmenntun. Börnin eru mjög nösk að læra reglurnar og minna okkur á ef við gerum mistök. Hvað ungur nemur gamall temur, og öfugt. Höfundur er sérfræðingur i forvörnum hjá Verði tryggingum hf.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun