Gekk yfir nýstorknað hraun á leið frá gígnum Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 14:43 Fótur ferðamannsins fer í gegnum þunna skorpuna á nýstorknuðu hrauninu. Kevin Páges Ferðamaðurinn sem sást aðeins nokkra metra frá spúandi eldgíg á Reykjanesi í gær gekk yfir nýstorknað hraun sem gaf sig undan fótum hans á leið sinni til baka. Stutt er niður á glóandi hraun við slíkar aðstæður. Drónamyndir Kevin Páges, leiðsögumanns og ljósmyndara, af ferðamanninum við gosopið hafa vakið mikla athygli. Kevin var að skoða gosið með dróna úr tæplega fjögurra kílómetra fjarlægð þegar hann kom óvænt auga á manninn sem stóð aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Á myndskeiði sem Kevin sendi Vísi sést ferðamaðurinn ganga yfir nýtt hraun á leiðinni til baka frá eldgígnum. Nýstorknað hraunið gefur sig undan honum og annar fótur hans virðist fara í gegnum skorpuna. Maðurinn sést haltra stuttlega á öðrum fæti í kjölfarið. Í samtali við Vísi furðaði Kevin sig á að lögregla hafi sagt honum að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn óskaði sérstaklega eftir aðstoð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vísaði í ummæli sem hann lét falla við mbl.is fyrr í dag þegar blaðamaður Vísis bar málið undir hann. Þar sagði hann að í sjálfu sér væri ekki bannað að fara að gosstöðvunum þótt yfirvöld hvettu fólk til þess að gera það ekki. Ferðamaðurinn hefði verið á eigin ábyrgð og lögregla ekki haft nein afskipti af honum. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu hættulegt það er að ganga á nýstorknuðu hrauni eins og því sem ferðamaðurinn sést ganga yfir. Stutt er niður á bráðið hraun þótt ólíklegt sé að það sé rennandi þar undir og því hætta á að fólk geti skaðbrennst. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. 4. september 2024 10:13 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Drónamyndir Kevin Páges, leiðsögumanns og ljósmyndara, af ferðamanninum við gosopið hafa vakið mikla athygli. Kevin var að skoða gosið með dróna úr tæplega fjögurra kílómetra fjarlægð þegar hann kom óvænt auga á manninn sem stóð aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Á myndskeiði sem Kevin sendi Vísi sést ferðamaðurinn ganga yfir nýtt hraun á leiðinni til baka frá eldgígnum. Nýstorknað hraunið gefur sig undan honum og annar fótur hans virðist fara í gegnum skorpuna. Maðurinn sést haltra stuttlega á öðrum fæti í kjölfarið. Í samtali við Vísi furðaði Kevin sig á að lögregla hafi sagt honum að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn óskaði sérstaklega eftir aðstoð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vísaði í ummæli sem hann lét falla við mbl.is fyrr í dag þegar blaðamaður Vísis bar málið undir hann. Þar sagði hann að í sjálfu sér væri ekki bannað að fara að gosstöðvunum þótt yfirvöld hvettu fólk til þess að gera það ekki. Ferðamaðurinn hefði verið á eigin ábyrgð og lögregla ekki haft nein afskipti af honum. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu hættulegt það er að ganga á nýstorknuðu hrauni eins og því sem ferðamaðurinn sést ganga yfir. Stutt er niður á bráðið hraun þótt ólíklegt sé að það sé rennandi þar undir og því hætta á að fólk geti skaðbrennst.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. 4. september 2024 10:13 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. 4. september 2024 10:13