Flúðu heimili sitt eftir líkamsárás og umsátur Lovísa Arnardóttir skrifar 4. september 2024 17:02 Hilmar og Sigríður eru búin að vera saman í um ár. Saman eiga þau eitt barn en eiga bæði líka barn úr fyrra sambandi. Aðsendar Nýbakaðir foreldrar þurftu í vikunni að flýja heimili sitt á Akureyri í kjölfar líkamsárásar og umsáturs um helgina. Þau leita vitna að árásinni sem átti sér stað á föstudagskvöld við Íþróttahöllina á Akureyri. Þau hyggjast leggja fram kæru vegna árásarinnar og umsátursins í dag. „Þetta er komið á borð lögreglu,“ segir Margeir Björgvinsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Margeir segir að þegar brotið hefur verið kært fari ákveðið ferli í gang og málið verði rannsakað með tilliti til þess. Spurður hvort lögregla hafi rætt við meintan geranda segist hann ekki geta upplýst um það hvað lögreglan hafi þegar gert. Þrjú vitni hafi leitað til lögreglu „Síðasta föstudag þann 30. ágúst á Rottweiler tónleikunum sem voru haldnir í Íþróttahöllinni á Akureyri urðum ég og Hilmar fyrir líkamsárás. Í kjölfarið á því fór af stað atburðarás sem ég hélt að ég og fjölskyldan mín þyrftum aldrei að upplifa,“ segir Sigríður Breiðfjörð Róbertsdóttir í færslu á Facebook þar sem hún lýsir árásinni og birtir myndir af áverkum sínum. Þúsundir sóttu tónleikana á föstudag og var nokkur fjöldi vitni að árásinni. Sigríður segir í samtali við fréttastofu að þrjú þeirra hafi þegar leitað til Lögreglunnar á Norðurlandi eystra til að lýsa því sem gerðist. „Það var þvaga í kringum okkur þegar þetta gerðist. Við erum að óska eftir vitnum. Ég man ekki eftir þessu og vissi ekki að þetta hefði skeð fyrr en kærastinn minn sagði mér þetta.“ Deilur um umgengni Sigríður segir árásina líklega tengjast deilum kærasta hennar, Hilmars Snæs Símonarsonar, og barnsmóður hans, um umgengni og umsjá barnsins sem þau eiga saman. „Ég veit auðvitað ekki sjálf hvað gerðist því ég missti meðvitund en það sem ég hef heyrt frá vitnum er að hún kom aftan að mér og réðst á mig. Þá verða einhver átök,“ segir Sigríður. Sigríður er með áverka á andliti og víðar á líkamanum.Aðsendar Stuttu seinna hafi sambýlismaður konunnar einnig byrjaður að ráðast á hana. „Það er fullt af fólki að reyna að ná henni af mér, og svo honum, en hann var að sparka í mig á meðan ég lá meðvitundarlaus í jörðinni. Þá ræðst hann á kærastann minn og tekur hann hálstaki og hótar að drepa hann. Eftir að lögreglan stígur inn í ná þau að hlaupa í burtu.“ Leita til almennings Sigríður segir að þau leiti til almennings eftir vitnisburði og myndum eða myndböndum sem fólk gæti hafa tekið. „Vinkona mín sá hana koma aftan að mér en svo erum við bara búin að vera að púsla atburðarásinni saman með mörgum ólíkum frásögnum.“ Sigríður var sjálf tekin af lögreglu á vettvangi vegna þess að hún streittist á móti. „Þegar ég vaknaði hélt ég að það væri enn verið að ráðast á mig. Ég var mjög ringluð. Þess vegna tekur lögreglan mig.“ Hún viti ekki af hverju ekki hafi verið hringt á sjúkrabíl. „Við fórum sjálf næsta dag á sjúkrahús. Ég er með mikla áverka um allan líkamann.“ Sigríður segir að daginn eftir hafi Hilmar, kærastinn hennar, fengið símhringingu frá manni sem hótaði þeim meira ofbeldi. Það hafi líklega verið til að koma í veg fyrir að þau myndu kæra. „Við förum út úr húsi á mánudagsmorgni og tókum eftir því að þetta fólk var allt í íbúðinni á móti okkar íbúð. Barnsmóðir hans, maðurinn sem hótaði okkur og fleiri aðilar. Það var eins og þau væru bara að bíða færis,“ segir Sigríður og að þau hafi síðar sama dag ákveðið að leita til lögreglunnar til að fá aðstoð við að komast úr bænum. Lögreglufylgd úr bænum Lögreglan fylgdi þeim þá heim, beið á meðan þau pökkuðu í tösku og fylgdi þeim svo úr bænum. „Við óskum eftir fleiri vitnum að atvikinu á tónleikunum og myndum eða myndböndum ef fólk á. Mér finnst líka mikilvægt vegna umræðunnar í samfélaginu að segja frá þessu. Sama morgun og ég vakna upp við það að hafa orðið fyrir líkamsárás lést ung stúlka eftir árás sem skekur allt samfélagið. Við verðum að gera betur,“ segir Sigríður að lokum. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
„Þetta er komið á borð lögreglu,“ segir Margeir Björgvinsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Margeir segir að þegar brotið hefur verið kært fari ákveðið ferli í gang og málið verði rannsakað með tilliti til þess. Spurður hvort lögregla hafi rætt við meintan geranda segist hann ekki geta upplýst um það hvað lögreglan hafi þegar gert. Þrjú vitni hafi leitað til lögreglu „Síðasta föstudag þann 30. ágúst á Rottweiler tónleikunum sem voru haldnir í Íþróttahöllinni á Akureyri urðum ég og Hilmar fyrir líkamsárás. Í kjölfarið á því fór af stað atburðarás sem ég hélt að ég og fjölskyldan mín þyrftum aldrei að upplifa,“ segir Sigríður Breiðfjörð Róbertsdóttir í færslu á Facebook þar sem hún lýsir árásinni og birtir myndir af áverkum sínum. Þúsundir sóttu tónleikana á föstudag og var nokkur fjöldi vitni að árásinni. Sigríður segir í samtali við fréttastofu að þrjú þeirra hafi þegar leitað til Lögreglunnar á Norðurlandi eystra til að lýsa því sem gerðist. „Það var þvaga í kringum okkur þegar þetta gerðist. Við erum að óska eftir vitnum. Ég man ekki eftir þessu og vissi ekki að þetta hefði skeð fyrr en kærastinn minn sagði mér þetta.“ Deilur um umgengni Sigríður segir árásina líklega tengjast deilum kærasta hennar, Hilmars Snæs Símonarsonar, og barnsmóður hans, um umgengni og umsjá barnsins sem þau eiga saman. „Ég veit auðvitað ekki sjálf hvað gerðist því ég missti meðvitund en það sem ég hef heyrt frá vitnum er að hún kom aftan að mér og réðst á mig. Þá verða einhver átök,“ segir Sigríður. Sigríður er með áverka á andliti og víðar á líkamanum.Aðsendar Stuttu seinna hafi sambýlismaður konunnar einnig byrjaður að ráðast á hana. „Það er fullt af fólki að reyna að ná henni af mér, og svo honum, en hann var að sparka í mig á meðan ég lá meðvitundarlaus í jörðinni. Þá ræðst hann á kærastann minn og tekur hann hálstaki og hótar að drepa hann. Eftir að lögreglan stígur inn í ná þau að hlaupa í burtu.“ Leita til almennings Sigríður segir að þau leiti til almennings eftir vitnisburði og myndum eða myndböndum sem fólk gæti hafa tekið. „Vinkona mín sá hana koma aftan að mér en svo erum við bara búin að vera að púsla atburðarásinni saman með mörgum ólíkum frásögnum.“ Sigríður var sjálf tekin af lögreglu á vettvangi vegna þess að hún streittist á móti. „Þegar ég vaknaði hélt ég að það væri enn verið að ráðast á mig. Ég var mjög ringluð. Þess vegna tekur lögreglan mig.“ Hún viti ekki af hverju ekki hafi verið hringt á sjúkrabíl. „Við fórum sjálf næsta dag á sjúkrahús. Ég er með mikla áverka um allan líkamann.“ Sigríður segir að daginn eftir hafi Hilmar, kærastinn hennar, fengið símhringingu frá manni sem hótaði þeim meira ofbeldi. Það hafi líklega verið til að koma í veg fyrir að þau myndu kæra. „Við förum út úr húsi á mánudagsmorgni og tókum eftir því að þetta fólk var allt í íbúðinni á móti okkar íbúð. Barnsmóðir hans, maðurinn sem hótaði okkur og fleiri aðilar. Það var eins og þau væru bara að bíða færis,“ segir Sigríður og að þau hafi síðar sama dag ákveðið að leita til lögreglunnar til að fá aðstoð við að komast úr bænum. Lögreglufylgd úr bænum Lögreglan fylgdi þeim þá heim, beið á meðan þau pökkuðu í tösku og fylgdi þeim svo úr bænum. „Við óskum eftir fleiri vitnum að atvikinu á tónleikunum og myndum eða myndböndum ef fólk á. Mér finnst líka mikilvægt vegna umræðunnar í samfélaginu að segja frá þessu. Sama morgun og ég vakna upp við það að hafa orðið fyrir líkamsárás lést ung stúlka eftir árás sem skekur allt samfélagið. Við verðum að gera betur,“ segir Sigríður að lokum. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira