Kópavogsleiðin – fyrir hverja? Pálína Ósk Kristinsdóttir skrifar 5. september 2024 17:32 Ég er leikskólakennari og foreldri leikskólabarns í Kópavogsbæ. Hið svokallaða Kópavogsmódel hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og er þá áherslan nánast eingöngu lögð á neikvæða reynslu foreldra í samtökunum SAMLEIK og að þetta tiltekna módel sé stærsta bakslag í sögu jafnréttisbaráttu kvenna. Mig langar að koma með mína reynslu af þessum stóru og mikilvægu breytingum. Starfsstéttin mín er ,,kvennastétt” og með Kópavogsmódelinu voru starfsaðstæður margra kvenna, sem eiga börn, maka og allt sem því fylgir, gerðar betri. Þegar ég byrjaði að starfa í leikskóla í Kópavogi fyrir tæplega 10 árum síðan voru 22 börn á yngri deild og 27 börn a eldri deild. Rýmið sem þessi hópur hafði fyrir leik og nám var ekki mikið ásamt því að notast var við sameiginleg rými með öðrum deildum. Börnin voru flest, ef ekki öll mætt um 8 leytið á morgnanna og með 8-9 tíma vistun. Ef einn starfsmaður deildar var fjarverandi og ekki til afleysing þá var hlaupið extra hratt, í öllu áreitinu – allan daginn. Það segir sig nokkuð sjálft að þessi fjöldi barna í alltof litlu rými í 8-9 tíma á dag eru aðstæður sem eru ekki ákjósanlegar fyrir neinn, sérstaklega ekki fyrir börnin. Með tímanum hefur börnum fækkað örlítið inni á deildum, þau hafa sama rými og fyrri fjöldi – að mati leikskólakennara og starfsfólks er plássið sem þau hafa samt ekki nóg. Það er efni í annan pistil. Eftir skólaár þar sem allir hlupu á öðru hundraðinu alla daga, þar sem voru töluverð veikindi starfsfólks og mikið álag í starfinu var ég ótrúlega glöð að heyra af áformum Kópavogsbæjar varðandi leikskólamál. Með komu Kópavogsmódelsins byrjar dagurinn rólega og endar rólega. Þeir sem hafa tök á því að hafa börnin sín í gjaldfrjálsum sex tímum (frá kl. 9:00-15:00 - þegar starfið er virkast) eru að nýta sér það, t.d. fólk í fæðingarorlofi. Það er ekki skylda að vera bara með 6 tíma vistun og þau börn sem þurfa lengri vistun en þessa 6 tíma fá einnig rólegheit í upphafi og lok dags. Frá mínu sjónarhorni er ég töluvert betur í stakk búin að vinna vinnuna mína vel ásamt því að vera meira til staðar fyrir mín börn. Þráðurinn minn var oft ansi stuttur seinni partinn fyrir komu Kópavogsmódelsins. Ég held ég tali fyrir hönd flestra á mínum vinnustað að við myndum frekar halda í Kópvogsleiðina í stað þess að fara til baka og fá hærri laun. Starfsaðstæður í leikskólum skipta ofboðslega miklu máli og ef börnin eiga að fá gott nám í daglegu starfi í leikskólanum þarf að huga að fleiri þáttum heldur en hærri launum. Við erum held ég flest meðvituð um stöðu barna þegar kemur að málþroska og lestrarhæfni í grunnskóla svo ég þarf ekki að fara frekar ofan í þá sauma. Aftur að Kópavogsmódelinu og minni persónulegu reynslu en við hjónin áttum gott samtal þegar breytingarnar voru yfirvofandi. Bæði erum við í 100% starfi (hvorugt í hátekjustarfi), ég í námi líka, með tvö börn á leikskólaaldri (eitt byrjað í grunnskóla núna) og ég sá bæði um skutl á morgnanna og að sækja þau seinni partinn. Við sáum rými til breytinga á aðstæðum sem voru með hag barnanna í fyrirrúmi; hann byrjar fyrr að vinna á morgnanna - ég fer með krakkana í skólana sína og byrja seinna að vinna. Hann klárar að vinna um 15 leytið og sækir krakkana (stundum labbandi/hjólandi eða smá bílatilfæringar og skemmtilegheit). Þó svo að við séum ekki að nýta gjaldfrjálsu sex tímana þá tókum við samtalið og skoðuðum hvar við gátum minnkað dvalartíma og hvernig við gætum hagrætt okkar vinnutímum og aðstæðum (já, aðstæður fólks eru misjafnar en þetta er frá mínu sjónarhorni). Maðurinn minn hefur haft orð á því hvað honum finnist æðislegt að sækja krakkana á daginn og hefur það aukið samveru hans með krökkunum og styrkt þeirra samband. Að fórna smá svefni fyrir það dýrmætasta sem við eigum er í sjálfu sér alls engin fórn. Ég vil líka benda á að leikskólagjöld á Íslandi eru ekki há miðað við önnur lönd. Fyrir Kópavogsmódelið borguðu foreldrar örlitla prósentu af því sem leikskólapláss kostar og sveitarfélagið borgaði rest. Hækkunin sem fylgdi Kópavogsmódelinu nema lítilli viðbótarprósentu við það sem áður var og heldur sveitarfélagið áfram að borga meirihlutann. Gagnrýnisraddir hafa talað um að Kópavogsbær hafi farið í þessar aðgerðir til að spara peninga. Ég lít á þetta sem tækifæri til að búa til betri aðstæður fyrir börnin okkar i þennan stutta tíma sem þau eru í leikskóla. Loksins þorði einhver að taka af skarið og setja þarfir barnanna í fyrsta sæti.Stöndum saman fyrir börnin okkar, þau eiga það skilið. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er leikskólakennari og foreldri leikskólabarns í Kópavogsbæ. Hið svokallaða Kópavogsmódel hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og er þá áherslan nánast eingöngu lögð á neikvæða reynslu foreldra í samtökunum SAMLEIK og að þetta tiltekna módel sé stærsta bakslag í sögu jafnréttisbaráttu kvenna. Mig langar að koma með mína reynslu af þessum stóru og mikilvægu breytingum. Starfsstéttin mín er ,,kvennastétt” og með Kópavogsmódelinu voru starfsaðstæður margra kvenna, sem eiga börn, maka og allt sem því fylgir, gerðar betri. Þegar ég byrjaði að starfa í leikskóla í Kópavogi fyrir tæplega 10 árum síðan voru 22 börn á yngri deild og 27 börn a eldri deild. Rýmið sem þessi hópur hafði fyrir leik og nám var ekki mikið ásamt því að notast var við sameiginleg rými með öðrum deildum. Börnin voru flest, ef ekki öll mætt um 8 leytið á morgnanna og með 8-9 tíma vistun. Ef einn starfsmaður deildar var fjarverandi og ekki til afleysing þá var hlaupið extra hratt, í öllu áreitinu – allan daginn. Það segir sig nokkuð sjálft að þessi fjöldi barna í alltof litlu rými í 8-9 tíma á dag eru aðstæður sem eru ekki ákjósanlegar fyrir neinn, sérstaklega ekki fyrir börnin. Með tímanum hefur börnum fækkað örlítið inni á deildum, þau hafa sama rými og fyrri fjöldi – að mati leikskólakennara og starfsfólks er plássið sem þau hafa samt ekki nóg. Það er efni í annan pistil. Eftir skólaár þar sem allir hlupu á öðru hundraðinu alla daga, þar sem voru töluverð veikindi starfsfólks og mikið álag í starfinu var ég ótrúlega glöð að heyra af áformum Kópavogsbæjar varðandi leikskólamál. Með komu Kópavogsmódelsins byrjar dagurinn rólega og endar rólega. Þeir sem hafa tök á því að hafa börnin sín í gjaldfrjálsum sex tímum (frá kl. 9:00-15:00 - þegar starfið er virkast) eru að nýta sér það, t.d. fólk í fæðingarorlofi. Það er ekki skylda að vera bara með 6 tíma vistun og þau börn sem þurfa lengri vistun en þessa 6 tíma fá einnig rólegheit í upphafi og lok dags. Frá mínu sjónarhorni er ég töluvert betur í stakk búin að vinna vinnuna mína vel ásamt því að vera meira til staðar fyrir mín börn. Þráðurinn minn var oft ansi stuttur seinni partinn fyrir komu Kópavogsmódelsins. Ég held ég tali fyrir hönd flestra á mínum vinnustað að við myndum frekar halda í Kópvogsleiðina í stað þess að fara til baka og fá hærri laun. Starfsaðstæður í leikskólum skipta ofboðslega miklu máli og ef börnin eiga að fá gott nám í daglegu starfi í leikskólanum þarf að huga að fleiri þáttum heldur en hærri launum. Við erum held ég flest meðvituð um stöðu barna þegar kemur að málþroska og lestrarhæfni í grunnskóla svo ég þarf ekki að fara frekar ofan í þá sauma. Aftur að Kópavogsmódelinu og minni persónulegu reynslu en við hjónin áttum gott samtal þegar breytingarnar voru yfirvofandi. Bæði erum við í 100% starfi (hvorugt í hátekjustarfi), ég í námi líka, með tvö börn á leikskólaaldri (eitt byrjað í grunnskóla núna) og ég sá bæði um skutl á morgnanna og að sækja þau seinni partinn. Við sáum rými til breytinga á aðstæðum sem voru með hag barnanna í fyrirrúmi; hann byrjar fyrr að vinna á morgnanna - ég fer með krakkana í skólana sína og byrja seinna að vinna. Hann klárar að vinna um 15 leytið og sækir krakkana (stundum labbandi/hjólandi eða smá bílatilfæringar og skemmtilegheit). Þó svo að við séum ekki að nýta gjaldfrjálsu sex tímana þá tókum við samtalið og skoðuðum hvar við gátum minnkað dvalartíma og hvernig við gætum hagrætt okkar vinnutímum og aðstæðum (já, aðstæður fólks eru misjafnar en þetta er frá mínu sjónarhorni). Maðurinn minn hefur haft orð á því hvað honum finnist æðislegt að sækja krakkana á daginn og hefur það aukið samveru hans með krökkunum og styrkt þeirra samband. Að fórna smá svefni fyrir það dýrmætasta sem við eigum er í sjálfu sér alls engin fórn. Ég vil líka benda á að leikskólagjöld á Íslandi eru ekki há miðað við önnur lönd. Fyrir Kópavogsmódelið borguðu foreldrar örlitla prósentu af því sem leikskólapláss kostar og sveitarfélagið borgaði rest. Hækkunin sem fylgdi Kópavogsmódelinu nema lítilli viðbótarprósentu við það sem áður var og heldur sveitarfélagið áfram að borga meirihlutann. Gagnrýnisraddir hafa talað um að Kópavogsbær hafi farið í þessar aðgerðir til að spara peninga. Ég lít á þetta sem tækifæri til að búa til betri aðstæður fyrir börnin okkar i þennan stutta tíma sem þau eru í leikskóla. Loksins þorði einhver að taka af skarið og setja þarfir barnanna í fyrsta sæti.Stöndum saman fyrir börnin okkar, þau eiga það skilið. Höfundur er leikskólakennari.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun