Stefnumótun í málefnum innflytjenda: Samfélag okkar allra Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 6. september 2024 13:01 Innflytjendur og allt sem snertir málaflokkinn skipta samfélagið okkar gífurlegu máli. Stéttaskipting og ójöfnuður eykst stöðugt um allan heim og það þarf ekki að koma neinum á óvart að þar hallar í langflestum tilvikum á innflytjendur, líka á Íslandi. Ég legg ríka áherslu á að við vinnum gegn þessum samfélagsmeinum, ekki síst þegar kemur að börnunum okkar. Þar sitja ekki öll við sama borð. Börn innflytjenda hafa ekki öll sömu tækifæri og börn innfæddra. Það er staða sem við verðum að breyta. Úttekt OECD Yfirgripsmikil og vönduð úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um innflytjendur á Íslandi var kynnt í vikunni. Sem ráðherra innflytjenda taldi ég mikilvægt að fá stofnunina til að framkvæma heildrænt stöðumat, en þetta hefur aldrei verið gert áður hér á landi. Samstarfið við OECD hefur verið mikilvægur hluti af vinnu ráðuneytis míns við mótun fyrstu heildstæðu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda sem ég setti af stað fyrr á kjörtímabilinu. Íslenskan ryður burt hindrunum OECD bendir á að innflytjendur á Íslandi séu tiltölulega einsleitur hópur í samanburði við stöðuna í öðrum löndum og um 80% innflytjenda komi frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Stór hluti þeirra ætlar sér að vera á Íslandi til frambúðar og atvinnuþátttaka innflytjenda er mjög há í alþjóðlegum samanburði, en færni þeirra nýtist ekki nógu vel. Meira en þriðjungur hámenntaðra innflytjenda á Íslandi vinnur störf sem krefjist minni hæfni en þeir búi yfir. Í úttektinni er bent á að íslenska sé lykilatriði til að skapa fólki tækifæri og gera því kleift að ná rótfestu í samfélaginu. Íslenskukunnátta getur brotið niður margar þær hindranir sem innflytjendur standa frammi fyrir. Hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu er raunar lægst hér á landi á meðal svarenda í OECD-ríkjum. Á sama tíma eru útgjöld til tungumálakennslu fyrir fullorðna sömuleiðis talsvert lægri en í samanburðarríkjum. Hér þurfum við að gera betur. Aðgerðir sem skila árangri Þegar hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða og mikil vinna að baki sem tengist innflytjendum á Íslandi og mótun fyrstu heildstæðu stefnunnar í málaflokknum. Menningar- og viðskiptaráðherra lagði fram aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2024–2026 sem samþykkt var á Alþingi í vor og inniheldur m.a. aðgerðir sem snúa að íslenskukennslu fyrir innflytjendur og ráðuneyti mitt ber ábyrgð á. Farið var í samstarf um þróun smáforritsins Bara tala sem stórbætir aðgengi að einstaklingsmiðuðu og sveigjanlegu starfstengdu íslenskunámi með áherslu á erlent starfsfólk sem vinnur á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þá er RÚV Orð nýr vefur fyrir sjálfsnám í íslensku með notkun sjónvarpsefnis RÚV. Auknu fjármagni hefur verið veitt til Þróunarsjóðs innflytjendamála og innflytjendur hvattir til að sækja þar um. Þróunarverkefninu Menntun, móttaka, menning (MEMM) um þjónustu vegna barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er ætlað að þróa og tryggja skólum öflug námsgögn, verkfæri og ráðgjöf. Auk þess hefur fjármagn verið tryggt í fjármálaáætlun til málefna innflytjenda og fer það m.a. í aðgerðir sem miða að inngildandi samfélagi, bæði fyrir börn í skólum og fullorðna. Samfélag okkar allra Í haust mun ég leggja fram á Alþingi þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda til næstu 15 ára og framkvæmdaáætlun til fjögurra ára með margvíslegum aðgerðum sem mæta mörgum þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í málaflokknum. Mikil vinna hefur verið lögð í stefnumótunina og samráðsfundir verið haldnir víða um landið með sérstakri áherslu á að heyra raddir innflytjenda. Málefni innflytjenda eru málefni okkar allra og það er á okkar ábyrgð okkar allra, en ekki síst stjórnvalda, að búa til eitt, samheldið samfélag. Við getum nú, í fyrsta sinn, stuðst við yfirgripsmiklar og traustar leiðbeiningar um skrefin sem skal taka. Og þau eru öll í rétta átt. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Vinstri græn Íslensk tunga Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Innflytjendur og allt sem snertir málaflokkinn skipta samfélagið okkar gífurlegu máli. Stéttaskipting og ójöfnuður eykst stöðugt um allan heim og það þarf ekki að koma neinum á óvart að þar hallar í langflestum tilvikum á innflytjendur, líka á Íslandi. Ég legg ríka áherslu á að við vinnum gegn þessum samfélagsmeinum, ekki síst þegar kemur að börnunum okkar. Þar sitja ekki öll við sama borð. Börn innflytjenda hafa ekki öll sömu tækifæri og börn innfæddra. Það er staða sem við verðum að breyta. Úttekt OECD Yfirgripsmikil og vönduð úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um innflytjendur á Íslandi var kynnt í vikunni. Sem ráðherra innflytjenda taldi ég mikilvægt að fá stofnunina til að framkvæma heildrænt stöðumat, en þetta hefur aldrei verið gert áður hér á landi. Samstarfið við OECD hefur verið mikilvægur hluti af vinnu ráðuneytis míns við mótun fyrstu heildstæðu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda sem ég setti af stað fyrr á kjörtímabilinu. Íslenskan ryður burt hindrunum OECD bendir á að innflytjendur á Íslandi séu tiltölulega einsleitur hópur í samanburði við stöðuna í öðrum löndum og um 80% innflytjenda komi frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Stór hluti þeirra ætlar sér að vera á Íslandi til frambúðar og atvinnuþátttaka innflytjenda er mjög há í alþjóðlegum samanburði, en færni þeirra nýtist ekki nógu vel. Meira en þriðjungur hámenntaðra innflytjenda á Íslandi vinnur störf sem krefjist minni hæfni en þeir búi yfir. Í úttektinni er bent á að íslenska sé lykilatriði til að skapa fólki tækifæri og gera því kleift að ná rótfestu í samfélaginu. Íslenskukunnátta getur brotið niður margar þær hindranir sem innflytjendur standa frammi fyrir. Hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu er raunar lægst hér á landi á meðal svarenda í OECD-ríkjum. Á sama tíma eru útgjöld til tungumálakennslu fyrir fullorðna sömuleiðis talsvert lægri en í samanburðarríkjum. Hér þurfum við að gera betur. Aðgerðir sem skila árangri Þegar hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða og mikil vinna að baki sem tengist innflytjendum á Íslandi og mótun fyrstu heildstæðu stefnunnar í málaflokknum. Menningar- og viðskiptaráðherra lagði fram aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2024–2026 sem samþykkt var á Alþingi í vor og inniheldur m.a. aðgerðir sem snúa að íslenskukennslu fyrir innflytjendur og ráðuneyti mitt ber ábyrgð á. Farið var í samstarf um þróun smáforritsins Bara tala sem stórbætir aðgengi að einstaklingsmiðuðu og sveigjanlegu starfstengdu íslenskunámi með áherslu á erlent starfsfólk sem vinnur á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þá er RÚV Orð nýr vefur fyrir sjálfsnám í íslensku með notkun sjónvarpsefnis RÚV. Auknu fjármagni hefur verið veitt til Þróunarsjóðs innflytjendamála og innflytjendur hvattir til að sækja þar um. Þróunarverkefninu Menntun, móttaka, menning (MEMM) um þjónustu vegna barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er ætlað að þróa og tryggja skólum öflug námsgögn, verkfæri og ráðgjöf. Auk þess hefur fjármagn verið tryggt í fjármálaáætlun til málefna innflytjenda og fer það m.a. í aðgerðir sem miða að inngildandi samfélagi, bæði fyrir börn í skólum og fullorðna. Samfélag okkar allra Í haust mun ég leggja fram á Alþingi þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda til næstu 15 ára og framkvæmdaáætlun til fjögurra ára með margvíslegum aðgerðum sem mæta mörgum þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í málaflokknum. Mikil vinna hefur verið lögð í stefnumótunina og samráðsfundir verið haldnir víða um landið með sérstakri áherslu á að heyra raddir innflytjenda. Málefni innflytjenda eru málefni okkar allra og það er á okkar ábyrgð okkar allra, en ekki síst stjórnvalda, að búa til eitt, samheldið samfélag. Við getum nú, í fyrsta sinn, stuðst við yfirgripsmiklar og traustar leiðbeiningar um skrefin sem skal taka. Og þau eru öll í rétta átt. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun