Kópavogsmódelið - Hagsmunir og þarfir barna Halla Ösp Hallsdóttir skrifar 6. september 2024 13:31 Leikskólar á Íslandi eru fyrsta skólastigið og er metnaður í starfi leikskólana greinilegur. Því þurfa þeir að fá tækifæri til þess að sinna þróun á lærdómssamfélagi barna, foreldra og kennara. Kópavogsmódelið hefur haft jákvæð áhrif á bæði börn og kennara. Fyrir kennarar hefur skapast aukið svigrúm til viðveru með börnunum sem og skipulagningu starfsins. Börnin fá aukið svigrúm til þess að njóta sín í skólanum og efla félags- og vitmunaþroska. Í skólum bæjarins hefur stöðuleiki og starfsánægja aukist. Metnaður foreldra fyrir hönd barna sinna er sýnilegur í leikskólastarfinu. Þar sem feður ekki síður en mæður hafa mikinn áhuga á uppeldi barna sinna og vilja ólmir vera virkir þátttakendur í lífi þeirra. Sem dæmi má nefna höfum við ný lokið aðlögun barna í leikskólanum og þar tóku feður til jafns við mæður virkan þátt í aðlöguninni. Sýnileg samvinna virðist einnig vera til staðar hjá foreldrum þegar kemur að því að sækja og koma með börnin í leikskólann. Eins og könnun sem framkvæmd var síðast liðinn vetur gaf til kynna. Má lesa úr því að jafnræði virðist ríkja á meðal foreldra. Hver morgun í leikskólanum byrjar ekki lengur á því að raða niður, leysa göt, leysa daginn og vona að dagurinn gangi upp. Heldur byrjar hver morgun á því að ræða það faglega starf sem við ætlum okkur að framkvæma fyrir daginn. Þar sem kennarinn er mótandi í leikskólastarfi og ber ábyrgð á að skapa sérhverju barni tækifæri og bestu aðstæður til náms í leik þar sem barnið stjórnar framgangi leiksins. Einnig hvernig kennarinn undirbýr og vinnur útfrá áhuga barnanna, les í leikinn, skráir og áttar sig á stöðu hvers barns, hvaða áskorun hvert barn þarf, skipuleggur og býður fram kveikjur til leikja. Áður en módelið var tekið í notkun var mikið um skyndilegar lokanir þar sem mikil mannekla var vegna álags. Nú er boðið upp á skráningardaga í vetrarfríum, milli jóla og nýárs sem og dymbilviku. Nú hefur reynt á þessa daga í einn vetur og hefur sú reynsla sýnt okkur að þetta fyrirkomulag gengur vel bæði fyrir börn, foreldra og kennara. Í þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri í Kópavogsbæ hefur Kópavogsmódelið skipt sköpum í öllu starfi skólans. Aukin stöðuleiki í starfsmannahaldi, starfsþróun og faglegu starfi. Ávallt þurfum við þó að vera tilbúin til umbóta og þróunar með skólasamfélagið í heild að leiðarljósi. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Leikskólar á Íslandi eru fyrsta skólastigið og er metnaður í starfi leikskólana greinilegur. Því þurfa þeir að fá tækifæri til þess að sinna þróun á lærdómssamfélagi barna, foreldra og kennara. Kópavogsmódelið hefur haft jákvæð áhrif á bæði börn og kennara. Fyrir kennarar hefur skapast aukið svigrúm til viðveru með börnunum sem og skipulagningu starfsins. Börnin fá aukið svigrúm til þess að njóta sín í skólanum og efla félags- og vitmunaþroska. Í skólum bæjarins hefur stöðuleiki og starfsánægja aukist. Metnaður foreldra fyrir hönd barna sinna er sýnilegur í leikskólastarfinu. Þar sem feður ekki síður en mæður hafa mikinn áhuga á uppeldi barna sinna og vilja ólmir vera virkir þátttakendur í lífi þeirra. Sem dæmi má nefna höfum við ný lokið aðlögun barna í leikskólanum og þar tóku feður til jafns við mæður virkan þátt í aðlöguninni. Sýnileg samvinna virðist einnig vera til staðar hjá foreldrum þegar kemur að því að sækja og koma með börnin í leikskólann. Eins og könnun sem framkvæmd var síðast liðinn vetur gaf til kynna. Má lesa úr því að jafnræði virðist ríkja á meðal foreldra. Hver morgun í leikskólanum byrjar ekki lengur á því að raða niður, leysa göt, leysa daginn og vona að dagurinn gangi upp. Heldur byrjar hver morgun á því að ræða það faglega starf sem við ætlum okkur að framkvæma fyrir daginn. Þar sem kennarinn er mótandi í leikskólastarfi og ber ábyrgð á að skapa sérhverju barni tækifæri og bestu aðstæður til náms í leik þar sem barnið stjórnar framgangi leiksins. Einnig hvernig kennarinn undirbýr og vinnur útfrá áhuga barnanna, les í leikinn, skráir og áttar sig á stöðu hvers barns, hvaða áskorun hvert barn þarf, skipuleggur og býður fram kveikjur til leikja. Áður en módelið var tekið í notkun var mikið um skyndilegar lokanir þar sem mikil mannekla var vegna álags. Nú er boðið upp á skráningardaga í vetrarfríum, milli jóla og nýárs sem og dymbilviku. Nú hefur reynt á þessa daga í einn vetur og hefur sú reynsla sýnt okkur að þetta fyrirkomulag gengur vel bæði fyrir börn, foreldra og kennara. Í þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri í Kópavogsbæ hefur Kópavogsmódelið skipt sköpum í öllu starfi skólans. Aukin stöðuleiki í starfsmannahaldi, starfsþróun og faglegu starfi. Ávallt þurfum við þó að vera tilbúin til umbóta og þróunar með skólasamfélagið í heild að leiðarljósi. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar