Rausnarskapur Kiwanisklúbbsins Ölvers í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2024 15:05 .Kiwanismennirnir Björn Þór, Þráinn og Stefán, sem sáu meðal annars um matseldina fyrir hópinn af sinni alkunnu snilld. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólastjóri Grunnskóla Þorlákshafnar á ekki orð yfir rausnarskap félaga í Kiwanisklúbbnum Ölver í bæjarfélaginu, sem bauð nemendum í 8. og 9. bekk í vikunni í dagsferð í Landmannalaugar. Boðið var upp á fjölbreyttar veitingar í ferðinni, sem voru allar í boði klúbbsins, auk rútuferðarinnar. Eitt af gildum Kiwanishreyfingarinnar er að styðja við börn og ungmenni og bæta þannig samfélagið og það kunna Kiwanismenn í Þorlákshöfn sannarlega að gera en síðustu ár hafa þeir boðið nemendum í 8. og 9. bekk í Grunnskóla Þorlákshafnar í dagsferð, annað hvort í Landmannalaugar eða Þórsmörk, nú var það Landmannalaugar. Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri skólans. „Þeir sjá um ferðina frá A til Ö en ferðin er nemendum algjörlega að kostnaðarlausu og grillað ofan í mannskap, það er grillað lambalæri, samlokur og kakó og svo göngum við á fjöll með krakkana. Þetta er alveg frábær hefð og ofboðslegt að heyra og sjá krakkana njóta sín í svona fallegri náttúru en mörg hver hafa aldrei komið á þessa einstöku staði.” „Sjálfa” uppi á Brennisteinsöldu, Ólína skólastjóri og Erla deildarstjóri með hópi drengja úr 8. og 9. bekk.Aðsend Og Ólína á vart orð til að lýsa yfir þakklæti og höfðingsskap Kiwanismanna en eingöngu karlar eru í klúbbnum. „Já, þetta er algjörlega til fyrirmyndar. Við erum svo þakklát þeim Kiwanismönnum.” En eru krakkarnir að átta sig á og meta þetta sem er verið að gera fyrir þau, finnst henni það? „Já algjörlega, þau eru bara mjög þakklát og finnst þetta alls ekki sjálfsagt mál. Þetta er til dæmis mikill kostnaður eins og í rútuferðir og menn eru að taka sér frí í vinnu til að fara með okkur í þessar ferðir og smyrja og græja mat fyrir þau. Já, mér finnst þau mjög þakklát,” segir Ólína. Slakað á í heita læknum.Aðsend En hvað var þetta stór hópur? „Við fórum með um 60 krakka núna. Það er aðeins að fjölga hjá okkur í skólanum þannig að það er að fjölga á hverju ári, það er bara skemmtilegt en í dag eru nemendur skólans 270 og starfsmennirnir um 60,” segir Ólína. Stelpur úr 9. bekk - Ragnhildur Anna, Hrafnhildur Fjóla, Sólveig, Oliwia og Andrea Ösp.Aðsend Nemendur ganga af stað.Aðsend Ölfus Skóla- og menntamál Ferðalög Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Eitt af gildum Kiwanishreyfingarinnar er að styðja við börn og ungmenni og bæta þannig samfélagið og það kunna Kiwanismenn í Þorlákshöfn sannarlega að gera en síðustu ár hafa þeir boðið nemendum í 8. og 9. bekk í Grunnskóla Þorlákshafnar í dagsferð, annað hvort í Landmannalaugar eða Þórsmörk, nú var það Landmannalaugar. Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri skólans. „Þeir sjá um ferðina frá A til Ö en ferðin er nemendum algjörlega að kostnaðarlausu og grillað ofan í mannskap, það er grillað lambalæri, samlokur og kakó og svo göngum við á fjöll með krakkana. Þetta er alveg frábær hefð og ofboðslegt að heyra og sjá krakkana njóta sín í svona fallegri náttúru en mörg hver hafa aldrei komið á þessa einstöku staði.” „Sjálfa” uppi á Brennisteinsöldu, Ólína skólastjóri og Erla deildarstjóri með hópi drengja úr 8. og 9. bekk.Aðsend Og Ólína á vart orð til að lýsa yfir þakklæti og höfðingsskap Kiwanismanna en eingöngu karlar eru í klúbbnum. „Já, þetta er algjörlega til fyrirmyndar. Við erum svo þakklát þeim Kiwanismönnum.” En eru krakkarnir að átta sig á og meta þetta sem er verið að gera fyrir þau, finnst henni það? „Já algjörlega, þau eru bara mjög þakklát og finnst þetta alls ekki sjálfsagt mál. Þetta er til dæmis mikill kostnaður eins og í rútuferðir og menn eru að taka sér frí í vinnu til að fara með okkur í þessar ferðir og smyrja og græja mat fyrir þau. Já, mér finnst þau mjög þakklát,” segir Ólína. Slakað á í heita læknum.Aðsend En hvað var þetta stór hópur? „Við fórum með um 60 krakka núna. Það er aðeins að fjölga hjá okkur í skólanum þannig að það er að fjölga á hverju ári, það er bara skemmtilegt en í dag eru nemendur skólans 270 og starfsmennirnir um 60,” segir Ólína. Stelpur úr 9. bekk - Ragnhildur Anna, Hrafnhildur Fjóla, Sólveig, Oliwia og Andrea Ösp.Aðsend Nemendur ganga af stað.Aðsend
Ölfus Skóla- og menntamál Ferðalög Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira