Er traustið endanlega farið? Bubbi Morthens skrifar 7. september 2024 12:30 Það eru til menn í æðstu pólitískum störfum þjóðarinnar sem eru svo rúnir tengslum við fólkið í landinu að undrun sætir. Það er eins og öll tilvera þeirra sem hafa fengið slíkt umboð snúist æði oft um það eitt að hjálpa mönnum sem eru orðnir ofsa ríkir að auðgast meir, og þeir sem hafa verið kosnir sem óbreyttir hásetar á Alþingi Íslendinga virðast lítið hafa um málin að segja. Maður hefur heyrt það æði lengi að alger hollusta við flokkinn sé skilyrði ef þú ætlar þér að ná frama innan hans enda þarf enginn að efast um flokkshollustuna hún lifir. Og því miður gerist það allt of oft að ekki er staðið við gefin loforð. Einhverjum finnst kannski vera ýkjubragur á þessum skrifum en er það svo? Spurðu sjálfan þig og svarið mun koma til þín. Loforð sem kjósendum var gefið þegar frambjóðendur báðu rjóðir í kinnum um umboð til að fá að sitja í stólum Alþingis verða aftur og aftur að skiptimynt og einskis virði þegar á reynir. Og þá eru til sölu í búðinni allskonar skýringar. Brotin loforð allstaðar Þau eru æði mörg loforðin sem svikin hafa verið á Alþingi Íslendinga. Þegar þangað er komið virðast gilda önnur lögmál. Þá ku það vera kvótagreifar og laxeldisgreifar sem öllu máli skipta sem og að troða afkomu bænda inná kontór á Sauðárkróki. Norskir aurgoðar reka laxeldi hér á landi og moka milljörðum uppúr fjörðum landsins sem þeim voru afhentir á silfurfati af ráðamönnum. Það var varað við því að ef það yrði ekki spornað við þeim og fjörðunum haldið í höndum landsmanna myndu þeir og útvaldir húskarlar þeirra fá að sitja óáreittir við fjarðarhlaðborðið og þurfa ekki að borga nema gervigreiðslu fyrir íslensku auðlindina og fara hlæjandi í norska bankann með gróðann. Það er umhugsunarvert og vekur furðu að ráðherrar hafi látið þetta gerast og gaman væri að athuga hvort íslenskir aðilar í laxeldinu þar sem Norðmenn ráða ríkjum séu tengdir ráðherrum eða alþingismönnum hér heima vina- eða fjölskylduböndum. Ekki þarf að koma neinum á óvart að menn hugsi slíkt. Villti íslenski laxinn er í stórkostlegri hættu. Firðir landsins þar sem sjókvíaeldi er stundað eru ónýtir vegna sjónmengunar og framtíðarmengunar frá eldinu sjálfu sem kemur frá kvíum útá fjörðum landsins. Landeldi er framtíðin, það vita allir, og væri óskandi að af því yrði. Græðgin er fíknisjúkdómur Matvælastofnun er svo sér kapítuli í sambandi við sjókvíaeldið. Það er með ólíkindum hvernig sú stofnun hefur hagað sér gagnvart Norðmönnum. Aðgerðaleysi hennar hefur nú þegar skaðað laxveiðiár landsins vegna þess að hún hefur snúið blinda auganu að nánast öllum þeirra axarsköftum og látið sem þeim komi þau ekki við en benda á einhvern annan sem endurtekur leikinn, það sé annar sem á að hirta laxeldissóðana til hlýðni. Og maður spyr sig: er þráður á milli þeirra sem ráða yfir málaflokknum og Matvælastofnunar? Maður hlýtur að spyrja sig hvort ekki sé eitthvað rotið þarna. Við hefðum í það minnsta getað fengið milljarða fyrir sjókvíaeldið, en nei er svarið, við gáfum þeim auðlindina. Ég skal seint hætta að staglast á því að græðgi er fíknisjúkdómur og menn svífast einskis þegar upphæðir skipta milljörðum. Að fyrrverandi forseti Alþingis hafi farið að vinna fyrir Norðmenn meðan stóllinn hans á þingi var enn volgur, með öll sín tengsl og lykla að dyrum allra sem skipta máli, er blettur á Alþingi Íslendinga. Alveg er það makalaust að við höfum ekki burðugra fólk sem við getum treyst fyrir auðlindum okkar. Alla sprænur leiddar í túrbínudansinn Nokkrar fjölskyldur eiga kvótann, þær kaupa fjölmiðla og fyrirtæki útum allar koppagrundir og völd þeirra vaxa í samræmi við það. Norðmenn fá firðina okkar frítt, laxeldisauðurinn fer nánast allur úr landi, firðirnir verða erfðagóss líkt og kvótinn, og svo eru menn hissa á að Sjálfstæðisflokkurinn sé að þurrkast út! En ástæðan er sú að hann er orðinn fámennur flokkur kvótagreifa og sérhagsmuna og sama má segja um VG. Í stað þess að þetta séu flokkar fólksins þá sjá allir að auðmannastéttin hefur tekið yfir, alla vega Sjálfstæðisflokkinn að manni sýnist, því miður, því ég man þá tíð að fólk úr öllum stéttum taldi sig eiga heima þar innan dyra. Svo er sannarlega ekki í dag og nú er róið á þau mið að reyna að ná landinu undir sig fyrir virkjanir, allar sprænur skulu leiddar í túrbínudansinn þó að nóg rafmagn sé til, bara ekki fyrir almúgann. Og nú skal reisa vindmyllur svo tröllauknar í stærð sinni að fuglar himinsins falla dauðir til jarðar og fjöll og heiðar tapa tign sinni. Hernaðurinn gegn landinu og fólkinu í landinu stendur yfir sem aldrei fyrr. Krónan er kúlan í fallbyssur þeirra sem vilja nota hana til þess að halda almenningi í fjárréttinni, og svo er skotið á almenning með krónu fallbyssukúlum og verðbólgugaddavírinn er strekktur í kringum heimilin svo enginn komist út. Svo eru menn hissa að fylgið tálgast af flokkum. Pólitíkusar ráða ekki við verkefnið Ráðamenn Íslands í gegnum árin hafa gefið álverum fossana, þeir gáfu Norðmönnum firðina og ætla að svipta hálendið tign sinni, allt í nafni þess að þjóðin þurfi á þessu að halda. Nei góðir menn, þjóðin þarf á öðru að halda, til dæmis vegakerfi sem er í lagi, heilbrigðiskerfi sem er í lagi, húsnæðiskerfi þar sem ungt fólk getur eignast húsnæði. Það eru aðrir sem eiga kvótann, það eru aðrir sem eiga laxeldið, það eru aðrir sem fá rafmagnið nánast gefið, það er klárlega ekki þjóðin. Þjóðin þarf á flokkum að halda sem setja fólkið í landinu í fyrsta sæti, sem standa við loforð sín og sparka frá sér völdum hinna ofsaríku sem í krafti auðs síns eru farnir að stjórna bakvið tjöldin með krónuna sem svipu á bak hins venjulega Íslendings. Segðu mér hvað réttlæti er og þá skal ég segja þér hvað óréttlæti er. Það skal tekið fram að flestir sem starfa í pólitík eru gott fólk, en þegar ástandið er orðið líkt og það er í dag þá virðist það ekki ráða við djobbið. Ef ég er með gítarleikara sem endurtekið lofar að spila Fjöllin hafa vakað þegar hljómsveitin spilar það en spilar samt Það er gott að elska, þá rek ég hann. Það eru kosningar í nánd, þar getur þú haft áhrif alvöru áhrif. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Vindorka Fjölmiðlar Fiskeldi Alþingi Bubbi Morthens Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru til menn í æðstu pólitískum störfum þjóðarinnar sem eru svo rúnir tengslum við fólkið í landinu að undrun sætir. Það er eins og öll tilvera þeirra sem hafa fengið slíkt umboð snúist æði oft um það eitt að hjálpa mönnum sem eru orðnir ofsa ríkir að auðgast meir, og þeir sem hafa verið kosnir sem óbreyttir hásetar á Alþingi Íslendinga virðast lítið hafa um málin að segja. Maður hefur heyrt það æði lengi að alger hollusta við flokkinn sé skilyrði ef þú ætlar þér að ná frama innan hans enda þarf enginn að efast um flokkshollustuna hún lifir. Og því miður gerist það allt of oft að ekki er staðið við gefin loforð. Einhverjum finnst kannski vera ýkjubragur á þessum skrifum en er það svo? Spurðu sjálfan þig og svarið mun koma til þín. Loforð sem kjósendum var gefið þegar frambjóðendur báðu rjóðir í kinnum um umboð til að fá að sitja í stólum Alþingis verða aftur og aftur að skiptimynt og einskis virði þegar á reynir. Og þá eru til sölu í búðinni allskonar skýringar. Brotin loforð allstaðar Þau eru æði mörg loforðin sem svikin hafa verið á Alþingi Íslendinga. Þegar þangað er komið virðast gilda önnur lögmál. Þá ku það vera kvótagreifar og laxeldisgreifar sem öllu máli skipta sem og að troða afkomu bænda inná kontór á Sauðárkróki. Norskir aurgoðar reka laxeldi hér á landi og moka milljörðum uppúr fjörðum landsins sem þeim voru afhentir á silfurfati af ráðamönnum. Það var varað við því að ef það yrði ekki spornað við þeim og fjörðunum haldið í höndum landsmanna myndu þeir og útvaldir húskarlar þeirra fá að sitja óáreittir við fjarðarhlaðborðið og þurfa ekki að borga nema gervigreiðslu fyrir íslensku auðlindina og fara hlæjandi í norska bankann með gróðann. Það er umhugsunarvert og vekur furðu að ráðherrar hafi látið þetta gerast og gaman væri að athuga hvort íslenskir aðilar í laxeldinu þar sem Norðmenn ráða ríkjum séu tengdir ráðherrum eða alþingismönnum hér heima vina- eða fjölskylduböndum. Ekki þarf að koma neinum á óvart að menn hugsi slíkt. Villti íslenski laxinn er í stórkostlegri hættu. Firðir landsins þar sem sjókvíaeldi er stundað eru ónýtir vegna sjónmengunar og framtíðarmengunar frá eldinu sjálfu sem kemur frá kvíum útá fjörðum landsins. Landeldi er framtíðin, það vita allir, og væri óskandi að af því yrði. Græðgin er fíknisjúkdómur Matvælastofnun er svo sér kapítuli í sambandi við sjókvíaeldið. Það er með ólíkindum hvernig sú stofnun hefur hagað sér gagnvart Norðmönnum. Aðgerðaleysi hennar hefur nú þegar skaðað laxveiðiár landsins vegna þess að hún hefur snúið blinda auganu að nánast öllum þeirra axarsköftum og látið sem þeim komi þau ekki við en benda á einhvern annan sem endurtekur leikinn, það sé annar sem á að hirta laxeldissóðana til hlýðni. Og maður spyr sig: er þráður á milli þeirra sem ráða yfir málaflokknum og Matvælastofnunar? Maður hlýtur að spyrja sig hvort ekki sé eitthvað rotið þarna. Við hefðum í það minnsta getað fengið milljarða fyrir sjókvíaeldið, en nei er svarið, við gáfum þeim auðlindina. Ég skal seint hætta að staglast á því að græðgi er fíknisjúkdómur og menn svífast einskis þegar upphæðir skipta milljörðum. Að fyrrverandi forseti Alþingis hafi farið að vinna fyrir Norðmenn meðan stóllinn hans á þingi var enn volgur, með öll sín tengsl og lykla að dyrum allra sem skipta máli, er blettur á Alþingi Íslendinga. Alveg er það makalaust að við höfum ekki burðugra fólk sem við getum treyst fyrir auðlindum okkar. Alla sprænur leiddar í túrbínudansinn Nokkrar fjölskyldur eiga kvótann, þær kaupa fjölmiðla og fyrirtæki útum allar koppagrundir og völd þeirra vaxa í samræmi við það. Norðmenn fá firðina okkar frítt, laxeldisauðurinn fer nánast allur úr landi, firðirnir verða erfðagóss líkt og kvótinn, og svo eru menn hissa á að Sjálfstæðisflokkurinn sé að þurrkast út! En ástæðan er sú að hann er orðinn fámennur flokkur kvótagreifa og sérhagsmuna og sama má segja um VG. Í stað þess að þetta séu flokkar fólksins þá sjá allir að auðmannastéttin hefur tekið yfir, alla vega Sjálfstæðisflokkinn að manni sýnist, því miður, því ég man þá tíð að fólk úr öllum stéttum taldi sig eiga heima þar innan dyra. Svo er sannarlega ekki í dag og nú er róið á þau mið að reyna að ná landinu undir sig fyrir virkjanir, allar sprænur skulu leiddar í túrbínudansinn þó að nóg rafmagn sé til, bara ekki fyrir almúgann. Og nú skal reisa vindmyllur svo tröllauknar í stærð sinni að fuglar himinsins falla dauðir til jarðar og fjöll og heiðar tapa tign sinni. Hernaðurinn gegn landinu og fólkinu í landinu stendur yfir sem aldrei fyrr. Krónan er kúlan í fallbyssur þeirra sem vilja nota hana til þess að halda almenningi í fjárréttinni, og svo er skotið á almenning með krónu fallbyssukúlum og verðbólgugaddavírinn er strekktur í kringum heimilin svo enginn komist út. Svo eru menn hissa að fylgið tálgast af flokkum. Pólitíkusar ráða ekki við verkefnið Ráðamenn Íslands í gegnum árin hafa gefið álverum fossana, þeir gáfu Norðmönnum firðina og ætla að svipta hálendið tign sinni, allt í nafni þess að þjóðin þurfi á þessu að halda. Nei góðir menn, þjóðin þarf á öðru að halda, til dæmis vegakerfi sem er í lagi, heilbrigðiskerfi sem er í lagi, húsnæðiskerfi þar sem ungt fólk getur eignast húsnæði. Það eru aðrir sem eiga kvótann, það eru aðrir sem eiga laxeldið, það eru aðrir sem fá rafmagnið nánast gefið, það er klárlega ekki þjóðin. Þjóðin þarf á flokkum að halda sem setja fólkið í landinu í fyrsta sæti, sem standa við loforð sín og sparka frá sér völdum hinna ofsaríku sem í krafti auðs síns eru farnir að stjórna bakvið tjöldin með krónuna sem svipu á bak hins venjulega Íslendings. Segðu mér hvað réttlæti er og þá skal ég segja þér hvað óréttlæti er. Það skal tekið fram að flestir sem starfa í pólitík eru gott fólk, en þegar ástandið er orðið líkt og það er í dag þá virðist það ekki ráða við djobbið. Ef ég er með gítarleikara sem endurtekið lofar að spila Fjöllin hafa vakað þegar hljómsveitin spilar það en spilar samt Það er gott að elska, þá rek ég hann. Það eru kosningar í nánd, þar getur þú haft áhrif alvöru áhrif. Höfundur er tónlistarmaður.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun