Íslendingur horfir fram á 24 ár í fangelsi til viðbótar Jón Þór Stefánsson skrifar 8. september 2024 09:42 Daníel Gunnarsson á yfir höfði sér minnst 29 ár í fangelsi. Skrifstofa saksóknaraembættisins í Kern sýslu. Íslendingurinn Daníel Gunnarsson, sem var á síðasta ári sakfelldur fyrir morð og limlestingu á líki í Bandaríkjunum, hefur fallist á dóm án þess að játa sekt í barnaníðsmáli. Daníel, sem neitaði sök í málinu, gerði dómsátt við ákæruvaldið um að hann myndi hljóta dóm fyrir þrjá af tólf ákæruliðum málsins. Hann hefur því verið sakfelldur fyrir lostafulla háttsemi gegn barni undir fjórtán ára aldri. Hann var einnig ákærður fyrir að þvinga barn undir tíu ára aldri fjórum sinnum til munnmaka eða samneytis, og fyrir fyrir vörslu barnaníðsefnis. Daníel er 23 ára gamall. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er af tékkneskum uppruna. Mæðginin fluttu til borgarinnar Ridgecrest í Kaliforníu þegar Daníel var ungur, en brotin sem hann hefur verið sakfelldur fyrir áttu sér stað í Kern-sýslu Kaliforníu-ríkis. Sjá nánar: Íslenskur morðingi neitar að hafa brotið á barni Samkvæmt ákærunni áttu brotin sér stað frá árinu 2016 til 2021 þegar hann var handtekinn grunaður um morð á Katie Pham, sem hann var síðar sakfelldur fyrir. Eftir á að ákvarða refsingu Daníels. Það verður gert í nóvember. Nú þegar afplánar hann 25 ára langan fangelsisdóm vegna manndrápsins, en staðarmiðillin Bakersfield Californian hefur eftir talskonu saksóknara að vegna barnaníðsmálsins gæti 24 ára dómur bæst við fyrri refsingu, miðað við dómsáttina. Daníel myndi þá byrja að afplána seinni dóminn þegar fyrri afplánun líkur. Samanlagt gæti hann því setið inni í um fimmtíu ár. Dæmdur fyrir hrottalegt morð Í september í fyrra var Daníel sakfelldur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Katie Pham í maí 2021. Nokkrum vikum síðar ákvarðaði dómari refsingu Daníels, sem hlaut dóm sem fer frá því að varða 25 ára fangelsisvist upp í lífstíðarfangelsi. Pham og Daníel höfðu átt í skammlífu ástarsambandi, en þau voru einnig bekkjarsystkini. Manndrápið var framið með ísnál. Daníel var sagður hafa snert lík hennar á kynferðislegan hátt en hann var einnig sakfelldur fyrir að limlesta líkið. Mál Daníels Gunnarssonar Erlend sakamál Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Daníel, sem neitaði sök í málinu, gerði dómsátt við ákæruvaldið um að hann myndi hljóta dóm fyrir þrjá af tólf ákæruliðum málsins. Hann hefur því verið sakfelldur fyrir lostafulla háttsemi gegn barni undir fjórtán ára aldri. Hann var einnig ákærður fyrir að þvinga barn undir tíu ára aldri fjórum sinnum til munnmaka eða samneytis, og fyrir fyrir vörslu barnaníðsefnis. Daníel er 23 ára gamall. Faðir hans er íslenskur en móðir hans er af tékkneskum uppruna. Mæðginin fluttu til borgarinnar Ridgecrest í Kaliforníu þegar Daníel var ungur, en brotin sem hann hefur verið sakfelldur fyrir áttu sér stað í Kern-sýslu Kaliforníu-ríkis. Sjá nánar: Íslenskur morðingi neitar að hafa brotið á barni Samkvæmt ákærunni áttu brotin sér stað frá árinu 2016 til 2021 þegar hann var handtekinn grunaður um morð á Katie Pham, sem hann var síðar sakfelldur fyrir. Eftir á að ákvarða refsingu Daníels. Það verður gert í nóvember. Nú þegar afplánar hann 25 ára langan fangelsisdóm vegna manndrápsins, en staðarmiðillin Bakersfield Californian hefur eftir talskonu saksóknara að vegna barnaníðsmálsins gæti 24 ára dómur bæst við fyrri refsingu, miðað við dómsáttina. Daníel myndi þá byrja að afplána seinni dóminn þegar fyrri afplánun líkur. Samanlagt gæti hann því setið inni í um fimmtíu ár. Dæmdur fyrir hrottalegt morð Í september í fyrra var Daníel sakfelldur fyrir að myrða hina 21 árs gömlu Katie Pham í maí 2021. Nokkrum vikum síðar ákvarðaði dómari refsingu Daníels, sem hlaut dóm sem fer frá því að varða 25 ára fangelsisvist upp í lífstíðarfangelsi. Pham og Daníel höfðu átt í skammlífu ástarsambandi, en þau voru einnig bekkjarsystkini. Manndrápið var framið með ísnál. Daníel var sagður hafa snert lík hennar á kynferðislegan hátt en hann var einnig sakfelldur fyrir að limlesta líkið.
Mál Daníels Gunnarssonar Erlend sakamál Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira