Hlín eiríksdóttir var að venju í byrjunarliði Kristianstad og spilaði allan leikinn. Sömu sögu er að segja af Kötlu Tryggvadóttur og Guðnýju Árnadóttur. Sú síðastnefnda var tekin af velli þegar sex mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.
Hammarby komst yfir snemma leiks en gestirnir jöfnuðu þökk sé sjálfsmarki eftir rúmlega hálftíma, staðan 1-1 í hálfleik. Það var svo á 80. mínútu sem Hlín gerði sigurmarkið og tryggði Kristianstad mikilvægan sigur í Evrópubaráttunni, lokatölur 1-2.
80’ 1-2 Hlín Eiríksdóttir🌟 pic.twitter.com/kA5qBLFEFW
— Kristianstads DFF (@KDFF1998) September 8, 2024
Kristianstad er nú með 33 stig í 4. sæti, níu stigum á eftir Hammarby sem er sæti ofar eftir að hafa leikið einum leik meira.