Reglur kvöldsins: Engir áhorfendur og slökkt á meðan hinn talar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. september 2024 10:57 Ekkert hefur verið ákveðið um aðrar kappræður milli Harris og Trump en varaforsetaefnin Tim Walz og J.D. Vance mætast 1. október. Getty Menn bíða þess nú með mikilli eftivæntingu að Kamala Harris og Donald Trump mætist í fyrstu, og mögulega einu, kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar 5. nóvember. Kappræðurnar fara fram í nótt, klukkan 01:00 að íslenskum tíma, og verða meðal annars sendar út beint á ABC News Live og Disney+. Það er ABC sem stendur fyrir kappræðunum en stjórnendur verða David Muir, þáttastjórnandi World News Tonight, og Lindsey Davis, þáttastjórnandi Wold News Tonight Sunday og ABC News Live Prime. Sjónvarpsstöðin birti reglurnar kappræðanna um helgina, sem báðir forsetaframbjóðendurnir hafa samþykkt. Kappræðurnar verða 90 mínútur með tveimur auglýsingahléum. Engir áhorfendur verða í sal og þá verða stjórnendurnir þeir einu sem spyrja spurninga. Frambjóðendurnir mega ekki spyrja hvort annað spurninga. Peningi var kastað 3. september til að ákveða hvort fengi að velja í hvaða röð lokaræðurnar yrðu fluttar. Trump vann kastið og valdi að tala á eftir Harris. Harris valdi að vera hægra megin á sviðinu, frá áhorfandanum séð. Trump var ófeiminn við að grípa frammí fyrir Clinton á sínum tíma og þá þótti koma vel út fyrir hann að vera líka í mynd þegar hún var að tala, þar sem hann lét vanþóknun sína í ljós með hinum ýmsu svipbrigðum.Getty/Chip Somodevilla Slökkt á míkrafóninum þegar hitt talar Harris verður kynnt fyrst á svið og svo Trump. Þau munu ekki flytja upphafsræður en fá tvær mínútur hvort í lokin til að biðla til kjósenda. Það vakti mikla athygli þegar Donald Trump fór á flakk í í kappræðunum við Hillary Clinton árið 2016 og hefur Clinton lýst því síðar að hafa fundist það afar óþægilegt. Bæði Trump og Harris hafa hins vegar skuldbundið sig til að halda sig á bakvið ræðupúltið að þessu sinni. Þau fá ekki að hafa neina hluti með sér á sviðið, né skrifaðan texta, en verður séð fyrir penna, skrifblokk og vatnsflösku. Forsetaefnin fá tvær mínútur til að svara spurningu, tvær mínútur í andsvar og mínútu til að fylgja spurningu eftir eða skýra eitthvað nánar. Þá var ákveðið að slökkt verður á míkrafón þess sem hefur ekki orðið, sem mun óhjákvæmilega draga úr uppákomum þar sem annað reynir að taka fram í fyrir hinu. Harris er sögð hafa samþykkt regluna með semingi, þar sem Trump er þekktur fyrir að rjúka upp við hin ýmsu tilefni. Það gæti verið Harris í hag. Starfsmenn framboðanna munu ekki fá að eiga í samskiptum við frambjóðendurna á meðan auglýsingahléi stendur og þá munu stjórnendur gæta að því að almennrar kurteisi sé gætt og tímamörk virt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Kappræðurnar fara fram í nótt, klukkan 01:00 að íslenskum tíma, og verða meðal annars sendar út beint á ABC News Live og Disney+. Það er ABC sem stendur fyrir kappræðunum en stjórnendur verða David Muir, þáttastjórnandi World News Tonight, og Lindsey Davis, þáttastjórnandi Wold News Tonight Sunday og ABC News Live Prime. Sjónvarpsstöðin birti reglurnar kappræðanna um helgina, sem báðir forsetaframbjóðendurnir hafa samþykkt. Kappræðurnar verða 90 mínútur með tveimur auglýsingahléum. Engir áhorfendur verða í sal og þá verða stjórnendurnir þeir einu sem spyrja spurninga. Frambjóðendurnir mega ekki spyrja hvort annað spurninga. Peningi var kastað 3. september til að ákveða hvort fengi að velja í hvaða röð lokaræðurnar yrðu fluttar. Trump vann kastið og valdi að tala á eftir Harris. Harris valdi að vera hægra megin á sviðinu, frá áhorfandanum séð. Trump var ófeiminn við að grípa frammí fyrir Clinton á sínum tíma og þá þótti koma vel út fyrir hann að vera líka í mynd þegar hún var að tala, þar sem hann lét vanþóknun sína í ljós með hinum ýmsu svipbrigðum.Getty/Chip Somodevilla Slökkt á míkrafóninum þegar hitt talar Harris verður kynnt fyrst á svið og svo Trump. Þau munu ekki flytja upphafsræður en fá tvær mínútur hvort í lokin til að biðla til kjósenda. Það vakti mikla athygli þegar Donald Trump fór á flakk í í kappræðunum við Hillary Clinton árið 2016 og hefur Clinton lýst því síðar að hafa fundist það afar óþægilegt. Bæði Trump og Harris hafa hins vegar skuldbundið sig til að halda sig á bakvið ræðupúltið að þessu sinni. Þau fá ekki að hafa neina hluti með sér á sviðið, né skrifaðan texta, en verður séð fyrir penna, skrifblokk og vatnsflösku. Forsetaefnin fá tvær mínútur til að svara spurningu, tvær mínútur í andsvar og mínútu til að fylgja spurningu eftir eða skýra eitthvað nánar. Þá var ákveðið að slökkt verður á míkrafón þess sem hefur ekki orðið, sem mun óhjákvæmilega draga úr uppákomum þar sem annað reynir að taka fram í fyrir hinu. Harris er sögð hafa samþykkt regluna með semingi, þar sem Trump er þekktur fyrir að rjúka upp við hin ýmsu tilefni. Það gæti verið Harris í hag. Starfsmenn framboðanna munu ekki fá að eiga í samskiptum við frambjóðendurna á meðan auglýsingahléi stendur og þá munu stjórnendur gæta að því að almennrar kurteisi sé gætt og tímamörk virt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira