Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryndísi Klöru Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2024 10:09 Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag, 13. september. Anna Björt hvetur fólk til að kveikja á kerti samdægurs til að minnast hennar. Aðsend og Vísir/Getty Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. „Ég fékk þessa hugmynd og fann að mig langaði að koma henni út. Ég er venjuleg móðir og þessi atburður sló mig, eins og aðra. Mér finnst þetta vera falleg leið. Með kærleikann að vopni,“ segir Anna Björt og að hún upplifi mikinn vanmátt og gríðarlega sorg. „Þess vegna vildi ég gera eitthvað til þess að hjálpa þótt ég viti að ekkert í heiminum mun bæta þá sorg sem fjölskylda og nánustu aðstandendur þessarar ungu stúlku standa frammi fyrir.“ Anna Björt vonast til þess að fólk taki vel í framtakið og að þetta geti verið leið fyrir fólk til að finna farveg fyrir tilfinningar sínar.Aðsend Hún segir að með framtakinu vilji hún aðstoða fólk við að finna tilfinningum sínum farveg og vekja samfélagið til umhugsunar um hvernig sé hægt að lágmarka hættu á að slíkur atburður endurtaki sig. Fólk leyfi kertinu að loga á útfarardaginn Anna Björt vill taka fram að hún hefur engin tengsl við fjölskyldu Bryndísar Klöru en fékk hugmyndina vegna þessa sorglega atburðar á Menningarnótt og að hennar mati þeirrar alvarlegu stöðu sem samfélagið stendur frammi fyrir vegna algengi hnífaburðar og auknu ofbeldi meðal ungs fólks. Hún hefur ráðfært sig við prest fjölskyldunnar til að upplýsa um framtakið. „Ég vona að við bregðumst öll vel við þessu framtaki með kaupum á kerti og leyfum því að loga fyrir Bryndísi Klöru úti á stétt heima hjá okkur eftir sólsetur á sjálfan jarðarfarardaginn. Ég held að þjóðfélagið okkar þurfi einhver verkfæri til þess að votta samúð sína og sýna samstöðu gegn þessari þróun ofbeldis og mér finnst þetta falleg leið til þess,“ segir Anna Björt sem tekur jafnframt fram að hún eigi engra hagsmuna að gæta. Kertin verða til sölu í Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaup og Kjörbúðinni. Anna Björt segir fólk að sjálfsögðu einnig geta kveikt á sínu eigin kerti og leggja sjóðnum lið með öðrum hætti. Tilgangur sjóðsins er að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Hægt er að millifæra beint inn á reikning minningarsjóðsins, 0515-14-171717, kennitala 430924-0600. Reykjavík Verslun Þjóðkirkjan Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09 Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. 2. september 2024 11:45 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Ég fékk þessa hugmynd og fann að mig langaði að koma henni út. Ég er venjuleg móðir og þessi atburður sló mig, eins og aðra. Mér finnst þetta vera falleg leið. Með kærleikann að vopni,“ segir Anna Björt og að hún upplifi mikinn vanmátt og gríðarlega sorg. „Þess vegna vildi ég gera eitthvað til þess að hjálpa þótt ég viti að ekkert í heiminum mun bæta þá sorg sem fjölskylda og nánustu aðstandendur þessarar ungu stúlku standa frammi fyrir.“ Anna Björt vonast til þess að fólk taki vel í framtakið og að þetta geti verið leið fyrir fólk til að finna farveg fyrir tilfinningar sínar.Aðsend Hún segir að með framtakinu vilji hún aðstoða fólk við að finna tilfinningum sínum farveg og vekja samfélagið til umhugsunar um hvernig sé hægt að lágmarka hættu á að slíkur atburður endurtaki sig. Fólk leyfi kertinu að loga á útfarardaginn Anna Björt vill taka fram að hún hefur engin tengsl við fjölskyldu Bryndísar Klöru en fékk hugmyndina vegna þessa sorglega atburðar á Menningarnótt og að hennar mati þeirrar alvarlegu stöðu sem samfélagið stendur frammi fyrir vegna algengi hnífaburðar og auknu ofbeldi meðal ungs fólks. Hún hefur ráðfært sig við prest fjölskyldunnar til að upplýsa um framtakið. „Ég vona að við bregðumst öll vel við þessu framtaki með kaupum á kerti og leyfum því að loga fyrir Bryndísi Klöru úti á stétt heima hjá okkur eftir sólsetur á sjálfan jarðarfarardaginn. Ég held að þjóðfélagið okkar þurfi einhver verkfæri til þess að votta samúð sína og sýna samstöðu gegn þessari þróun ofbeldis og mér finnst þetta falleg leið til þess,“ segir Anna Björt sem tekur jafnframt fram að hún eigi engra hagsmuna að gæta. Kertin verða til sölu í Bónus, Krónunni, Nettó, Hagkaup og Kjörbúðinni. Anna Björt segir fólk að sjálfsögðu einnig geta kveikt á sínu eigin kerti og leggja sjóðnum lið með öðrum hætti. Tilgangur sjóðsins er að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Hægt er að millifæra beint inn á reikning minningarsjóðsins, 0515-14-171717, kennitala 430924-0600.
Reykjavík Verslun Þjóðkirkjan Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09 Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. 2. september 2024 11:45 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09
Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. 2. september 2024 11:45