Talinn hafa svipt barn frelsi sem hann grunaði um að stela veipi Jón Þór Stefánsson skrifar 12. september 2024 08:45 Maðurinn grunaði drenginn um að stela veip-pennum. Vísir/Einar Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að ráðast á barn og svipta það frelsi. Maðurinn sem var starfsmaður verslunar grunaði barnið um að hafa stolið „veip-pennum“ eða rafrettum sem voru til sölu í versluninni. Atvikið sem málið varðar átti sér stað á ótilgreindum sunnudegi árið 2022. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi hlaupið á eftir dreng úr versluninni að gatnamótum þar sem hann handsamaði drenginn. Honum er gefið að sök að hafa tekið drenginn hálstaki og ganga með það á undan sér aftur að versluninni. Þá segir að maðurinn hafi ekki sleppt takinu þrátt fyrir að drengurinn hefði streist á móti og gert manninum ljóst að hann vildi ekki fara með honum. Losnaði ekki fyrr en lögregla skarst í leikinn Þegar þeir komu inn í verslunina hafi maðurinn lokað hurðinni og meinað drengnum að yfirgefa hana nema hann myndi skila veip-pennum sem hann vildi meina að drengurinn hefði tekið ófrjálsri hendi ásamt tveimur öðrum. Í ákæru segir að drengurinn hafi ekki komist úr versluninni fyrr en um það bil 27 mínútum eftir að hann var handsamaður. Það gerðist í kjölfar þess að lögregla kom á vettvang en bróðir drengsins og annað barn höfðu hringt á neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu við að losa drenginn úr höndum mannsins. Fyrir vikið segir að drengurinn hafi hlotið áverka á hálsi, nokkrar rauðar skrámur. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn er ákærður fyrir frelsisviptingu, líkamsárás og barnaverndarlagabrot, og til vara ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot. Hann er sagður hafa sýnt af sér yfirgang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Foreldri drengsins krefst þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn verði dæmdur til að greiða eina milljón krónur í miskabætur. Dómsmál Rafrettur Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað á ótilgreindum sunnudegi árið 2022. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi hlaupið á eftir dreng úr versluninni að gatnamótum þar sem hann handsamaði drenginn. Honum er gefið að sök að hafa tekið drenginn hálstaki og ganga með það á undan sér aftur að versluninni. Þá segir að maðurinn hafi ekki sleppt takinu þrátt fyrir að drengurinn hefði streist á móti og gert manninum ljóst að hann vildi ekki fara með honum. Losnaði ekki fyrr en lögregla skarst í leikinn Þegar þeir komu inn í verslunina hafi maðurinn lokað hurðinni og meinað drengnum að yfirgefa hana nema hann myndi skila veip-pennum sem hann vildi meina að drengurinn hefði tekið ófrjálsri hendi ásamt tveimur öðrum. Í ákæru segir að drengurinn hafi ekki komist úr versluninni fyrr en um það bil 27 mínútum eftir að hann var handsamaður. Það gerðist í kjölfar þess að lögregla kom á vettvang en bróðir drengsins og annað barn höfðu hringt á neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu við að losa drenginn úr höndum mannsins. Fyrir vikið segir að drengurinn hafi hlotið áverka á hálsi, nokkrar rauðar skrámur. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn er ákærður fyrir frelsisviptingu, líkamsárás og barnaverndarlagabrot, og til vara ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot. Hann er sagður hafa sýnt af sér yfirgang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Foreldri drengsins krefst þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn verði dæmdur til að greiða eina milljón krónur í miskabætur.
Dómsmál Rafrettur Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira