Hinn 28 ára gamli Tah var orðaður við Bayern München í sumar en á endanum gekk það ekki upp og var hann áfram í röðum Þýskalandsmeistara Leverkusen.
Nú greinir þýski miðillinn Bild frá því að ensk lið séu einnig að sýna Tah áhuga og ljóst að Bayern fær samkeppni næsta sumar þegar þessi þýski landsliðsmiðvörður rennur út á samningi.
Talið er að Manchester United, Liverpool, Chelsea og Tottenham Hotspur séu öll með augastað á miðverðinum sem hefur spilað 31 A-landsleik fyrir þjóð sína.
Tah sjálfur hefur staðfest að hann muni ekki vera áfram hjá Leverkusen og reikna má með að hann geti valið úr gylliboðum næsta sumar.